Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 72

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 72
f un'Vií 1 5*°‘~ , » -p'"- ’*• "■ .^—32=WS-“ ....; ‘ ,«."***|n" * .*k»* ‘V*‘r’ ...,t6«n« .Z^cías0"”'" .f.lt b«*‘* •‘B* i .,.»»■•» •»• ”■ 5“' i i» •»”»*"•■ .»>"»•*'" .......M »’■ — «r_KS» •» •*!'.”"i »»«"”'• ________... ’■ “•■ sr,*’»l«i«;;,l,*“ SS'*"-* *l"w...........' , >v í*.».>>*'“ ...... , ■»• ........ I.......... 1987 lii *‘T,r T'''1''' l «■»*'* ",A **m "v«U* ,*yl1 v»r.•s«rjss: -r.v»»>t>,••;;“• "i,:"';::....,1,.............................. ,ynl '<««M r).. 1" ’ .. i-.lAnl «" 1 ,k6ll»v“ ••- r»ölb.*’,,n,,V^1*" ^rAí*-—; ... r. rliK W','7n" . Cl*'"' o, b«*‘ Cl*,n . ^,6”‘ roM',*k",° bu-—- "■ ... >..■ »<",'"X'r.>..."' •;"'"',■>. ■»> '',i' », .l O.."1’" I ..»“>"’•' , „..yt"",'"' ‘ CSSÆ*'...... foll"*0'" • Fundargerö skólamálaráðsins 15.apríl þar sem lesa má í atburöarrásina. 1987 er bókaö í Skólamálaráði nýtt bréf frá Kristínu þar sem hún afturkallar í einni setn- ingu úrsögn sína úr Skólamálaráði. Samstarf okkar Kristínar Arnalds hafði verið náið og gott fram til þessa en þessa ákvörðun sína ræddi hún aldrei við mig, hvorki fyrr né síð- ar. Sinnaskipti hennar voru í fullkominni óþökk borgarfulltrúanna sem kusu hana til þess trúnaðarstarfs að sitja í Fræðsluráði og flokksbróðir hennar, Bjarni P. Magnússon, borgarfulltrúi, gerði bókun í borgarráði sem endar á þessum orðum: „Það skal því ítrekað að afstaða Alþýðuflokksins er óbreytt og í ljósi þess nýtur Kristín Arnalds ekki lengur stuðnings Alþýðuflokksins til setu í skóla- málaráði." Eftir þetta var girt fyrir frekara samstarf mitt og Kristínar þar sem hún var í raun gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í þessu mikla ágreiningsmáli. Þá var ég orðinn einn eftir sem fulltrúi þess tæpa helmings reykvískra kjósenda sem höfðu kosið Al- þýðubandalag, Alþýðuflokk, Framsóknar- flokk eða Kvennalista og gat ekki lögum samkvæmt knúið fram fundi í Fræðsluráði. Kristín Arnalds hefur enga skýringu gefið opinberlega á þessari breytni sinni og hún væri gersamlega óskiljanleg ef ekki kæmu til upplýsingar úr annarri átt. I fundargerð þessa sögulega Skólamála- ráðsfundar er bókað á eftirfarandi hátt: ,4> Lagt fram afrit bréfs Kristínar Arnalds þar sem hún afturkallar úrsögn sína úr Skólamálaráði. 2. Lagt fram að nýju bréf skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem hann leggur til að Kristín Arnalds verði endurráð- in aðstoðarskólameistari við skólann. Skóla- málaráð samþykkir að mæla með tillögunni. 3. Lagt fram bréf skólameistara Fjöl- UPPELDI brautaskólans í Breiðholti þar sem hann leggur til að Kristín Arnalds verði ráðin skólameistari í leyfi skipaðs skólameistara ...Skólamálaráð samþykkir samhljóða að mæla með þessum tillögum ...“— Ef til vill trúir því einhver að illkvittnisleg tilviljun sé á ferðinni í þessari fundargerð og að ekki sé orsakasamband milli fyrsta liðar- ins og hinna tveggja. Davíð greiðir skuld Setning Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í stöðu skólastjóra í Ölduselsskóla þvert á óskir allra starfsmanna og sem næst allra foreldra svo ekki sé minnst á fagleg sjónarmið eða heil- brigða skynsemi, er ekki fyrsta hneykslið sem Ragnar á hlut að á sviði mannaráðninga. Af nýlegum dæmum má nefna tilraun hans til að spilla skólastarfi í Fossvogsskóla fyrir fáeinum árum með því að þvinga skólann til að taka við öðrum yfirkennara en skólastjóri og kennaralið hafði einhuga óskað eftir og var ágætlega til starfans fallinn. Engin skýr- ing hefur nokkru sinni fengist á þessu upp- átæki sem þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir kom góðu heilli í veg fyrir. Annað dæmi snýst um yfirkennaraskipti í Melaskóla fyrir tveimur árum. Þar voru skólastjóri og kennarar búnir að mæla með tilteknum aðila sem fullur einhugur ríkti um og var einnig prýðilega til starfans fallinn. Formaður Fræðsluráðs fór hamförum til að koma í veg fyrir að vilji skólans fengi að ráða. Eftir langa mæðu tókst að ginna einn kenn- ara skólans til að sækja um starfið, sóma- mann sem ekki hafði þó fram til þessa verið orðaður við yfirkennarastörf. Ég býst ekki við að þessi ungi kennari hugsi mjög hlýlega til formanns fræðsluráðs núorðið vegna þess að sem betur fór hvarflaði ekki að Sverri Hermannssyni, þáverandi menntamálaráð- herra að styðja formanninn í þessum óþurft- arverkum—. Þriðja dæmið er frá því í fyrra og snýst enn um yfirkennara. Að þessu sinni reyndi for- maður Fræðsluráðs að bola yfirkennara Foldaskóla frá skólanum með því að leggja til að hann fengi ekki skipun í stöðuna. Venja er fyrir því að menn séu settir til eins árs en hljóti síðan skipun til starfa við grunn- skólana. Nú hafði yfirkennarinn setið í eitt ár og skólastjóri óskaði venju samkvæmt að hann hlyti skipun. Formaður Fræðsluráðs reyndi að koma því til leiðar að hann yrði í staðinn settur að nýju, en líkur voru á að viðkomandi einstaklingur, sem var og er burðarásinn í starfi Foldaskóla, myndi líta á þessa meðferð sem vantraust og hverfa frá skólanum. Að þessu sinni stóðu kennarar sem einn maður gegn þessari atlögu for- mannsins og með atbeina foreldra í hverfinu gátu þeir útskýrt málið fyrir ráðherra og aft- ur bar ráðherrann gæfu til að meta meira Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.„Þaö tiltæki aö taka hana fram yfir Daníel væri óskiljan- legt ef ekki kæmi til viðbótarfróðleik- ur„.“. Daruei Cunnarsson. „Sumk vitja aö halda því fram að afstaðan til höns eigi sér pólitískar rætur..“ 68

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.