Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 73

Þjóðlíf - 01.07.1988, Blaðsíða 73
UPPELDI OLOUIELStKÓLÍ Ölduselsskóli. Vilji kennara og foreldra barna í þessum skóla var hundsaður. hagsmuni skólans og barnanna en óskiljan- lega duttlunga flokksbróður síns, formanns Fræðsluráðs. Daníel Gunnarsson lauk kennaraprófi fyrir 15 árum og hefur síðan kennt samfellt í grunnskóla. Hann hefur verið yfirkennari í Ölduselsskóla um skeið og nýtur þar virðing- ar og álits allra kennara og foreldra. Hann er góður skólamaður, traustur og á allan hátt kjörinn til starfans. Hinn umsækjandinn, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, hefur ekki formlegt kennarapróf heldur hefur hún kennararéttindi samkvæmt ráðherrabréfi og er að því leyti næstum eins- dæmi meðal skólastjóra almennra grunn- skóla í Reykjavík. Hún hefur þó nokkra reynslu af kennslu á skyldustigi, en hætti þar kennslu árið 1975. Hún hefur því aldrei kennt í þeim grunnskóla, sem til er í dag. Að þessu leyti virðist mér Sjöfn munu verða al- gert einsdæmi meðal skólastjóra í grunnskól- um Reykjavíkur þegar hún tekur til starfa hinn 1. ágúst n.k. Enginn þeirra 25 skóla- stjóra sem nú bera ábyrgð á grunnskólum í Reykjavík var ráðinn á jafnslökum formleg- um forsendum og Sjöfn. Vel kann að vera að Sjöfn geti stjórnað skóla en það tiltæki að taka hana fram yfir Daníel Gunnarsson til að stjórna Ölduselsskóla væri jafnóskiljanlegt og afturhvarf Kristínar Arnalds í Skólamála- ráð ef ekki kæmi til viðbótarfróðleikur—. Á árunum 1978-1982 sátu þau bæði í borg- arstjórn Sjöfn og Davíð Oddsson eins og mörgum er í fersku minni. Þá átti að heita svo að Sjöfn tilheyrði meirihluta vinstri- manna en í raun var því þannig farið að enginn vissi stundinni lengur hvorri fylkingu borgarstjórnar hún fylgdi að málum. Sjöfn var m.ö.o. alltaf í meirihluta, en dagamunur var að því hvort það var vinstri eða hægri meirihluti! Þakkarskuld Davíðs Oddssonar við Sjöfn fyrir liðveisluna á þessum tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk í gegnum mesta þrengingaskeiðið á nær sextíu ára sögu sinni, verður sjálfsagt aldrei að fullu goldin. Þetta er kennurum, foreldrum og meira að segja börnum í Ölduselsskóla vel ljóst, en þeir hljóta að spyrja hvers þeir eiga að gjalda. Af hverju eiga þeir að greiða þessa skuld Davíðs Oddssonar? — Afstaða Ragnars til Daníels Gunnarsson- ar er önnur hlið málsins. Sumir vilja halda því fram að hún eigi sér pólitískar rætur. Það þykir mér langsótt skýring, en við vitum á hinn bóginn að það er lítið sem hundstungan finnur ekki. Eg vil því ekki útiloka þá skýr- ingu. Eitt er alveg víst: Ragnar Júlíusson var vitandi vits að koma illu til leiðar í Öldusels- skóla og að þessu sinni brast Birgi Isleif Gunnarsson menntamálaráðherra gæfu til að hafa vit fyrir honum—. Ráðherrann var að sjálfsögðu í erfiðri að- stöðu, og tók þann kost að ganga ekki fram- hjá Fræðsluráði, þar sem atkvæði með Sjöfn féllu 4-1. Af orðum Birgis ísleifs í sjónvarps- viðtali mátti ráða að fræðsluráð væri fagleg nefnd og honum væri óhægt um vik að ganga gegn vilja þess. Það skal viðurkennt að auð- vitað ætti fræðsluráð að vera fagleg nefnd, en undir núverandi formennsku er því hrein- lega ekki að heilsa og afgreiðsla fræðsluráðs á umsóknum um stöðu skólastjóra í Öldu- selsskóla er hneyksli frá faglegu sjónarmiði. Ráðherra taldi einnig að umsögn fræðslu- stjóra, Áslaugar Brynjólfsdóttur, sem var strangfagleg, mætti túlka á þann veg að hún gerði ekki upp á milli umsækjendanna. Ég tel þó að engum dyljist sem les umsögnina að Áslaug var sem embættismaður að gefa ráð- herranum til kynna að skólanum yrði best borgið í höndum Daníels. Skólastarf eyðilagt— Foreldrum barna í Ölduselsskóla er mjög heitt í hamsi út af þessu máli. Þeir vita sem er að Daníel Gunnarsson hefur tekið þátt í að þróa og móta skólastarfið í Ölduselsskóla í núverandi horf, þar sem börnum þeirra líður vel og gengur vel—. Staðhæfingar um góðan árangur Öldusels- skóla eru ekkert skrum. Á það hefur verið bent að á meðan fleiri börn en nokkru sinni hverfa frá námi í grunnskólum Reykjavíkur í heild þá hefur ekki einn einasti nemandi horfið frá námi í Ölduselsskóla. Allir sem til þekkja vita að þetta er að þakka samstilltu átaki allra sem hlut eiga að máli, þ.á.m. með vönduðum sérkennsluúrræðum. Þeir vita 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.