Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 75

Þjóðlíf - 01.07.1988, Page 75
UPPELDI —Við höíum átt góða samvinnu við dagvistarheimili um allt land, frá því að við opnuðum Dagvistarráðgjöf s.l. haust. Guðrún Einarsdóttir, sálfræðingur og Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra á skrifstofu sinni í Hlaðvarpanum í Reykjavík. Uppeldi er arðbært starf Fyrirtækið Dagvistarráðgjöf var stofnað í september 1987. Það er til húsa í Hlaðvarp- anum, Vesturgötu 3 Reykjavík og eigendur þess eru þær Guðrún Einarsdóttir sálfræð- ingur og Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra. Eins og nafnið ber með sér sinnir fyrirtækið ráðgjöf um starfsemi dagvistarheimila í land- inu. Blaðamaður Þjóðlífs bað þær Guðrúnu og Margréti Pálu um að segja örlítið frá til- gangi og starfsemi Dagvistarráðgjafar. — Við höfðum báðar starfað að dagvist- armálum í talsvert langan tíma þegar við ákváðum að stofna þetta fyrirtæki. Okkur langaði til að reyna nýjar leiðir til að vinna að þessum málum. Við vissum að mikil þörf var fyrir stuðning við dagvistarheimili víða um land og faglega ráðgjöf varðandi uppeldis- starf innan þeirra. í gegnum okkar störf er- um við búnar að þróa ákveðnar lausnir á skipulagningu og starfsaðferðum dagvistar- heimila og höfum ákveðnar hugmyndir um hvernig gott uppeldisstarf á á slíkum heimil- um á að vera og langaði til að koma því á framfæri. Það er víða vilji til að bæta starfið á dagvistarheimilum og margar góðar hug- myndir í gangi, og við komum oft þar inn í og tengjum saman alla þætti og smíðum heil- steyptan ramma eða grunn, sem hægt er að starfa eftir. — Uppeldisstarf þarf að vera vel skipu- lagt. Það er mikill misskilningur að tilviljana- kennt uppeldisstarf sé frjálsara og eðlilegra, en það er í rauninni skipulagið og ákveðinn grunnrammi um starfsemina sem býður upp á hið rétta frelsi og þá ákveðið aðhald um leið og það er þessi rammi sem við sjáum um að smíða. — Við höfum átt góða samvinnu við mörg dagvistarheimili um allt land síðastliðinn vetur. Bæði starfsfólk og rekstraraðilar heimilanna hafa leitað til okkar eftir ráðgjöf. Það ræðst í raun af aðstæðum á hverjum stað hvernig þessi vinna fer fram. Yfirleitt byrjum við á því að kynna okkur aðstæður á dagvist- arheimilinu, gerum úttekt á starfseminni. Við smíðum síðan upp úr því ákveðinn starfsramma, sem lagður er fyrir starfsfólk og rekstraraðila heimilisins. Ramminn er síðan kynntur starfsfólki nánar, ýmist með gögnum eða námskeiðahaldi sem miðast að því að kenna hvernig á að koma honum í framkvæmd. Við leggjum mikið upp úr því að starfsfólkið geti byrjað strax að fram- kvæma breytingarnar, vinna úr þeim gögn- um sem við létum í té, því það er ekki nóg að hugsa bara um hlutina, það lærist miklu meira á að framkvæma og æfa sig. — Við komum síðan aftur á heimilið eftir ákveðinn tíma og þá eru málin rædd, hlutirn- ir endurskoðaðir. þá getur starfsfólk borið undir okkur sína reynslu það sem af er og ýmsar viðbótarlausnir líta dagsins ljós. Þessi þáttur starfsins er mjög dýrmætur, að koma aftur og geta fylgt því eftir að hlutirnir séu framkvæmdir. Það er bæði aðhald fyrir starfsfólkið og mjög mikill stuðningur. 71

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.