Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 12

Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 12
INNLENT „ Við megum ekki verða utangarðs í Evrópu en það vantar skýra stefnumótun af íslands hálfu og brotthvarf frá fyrirvarapólitík ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópu og efnhagssamvinnu Norðurlandanna “ „Við erum hvorki taglhnýtingar Reagans né Thatcher". Þorsteinn afneitar þröngri markaðshyggju í viðtalinu við Þjóðlíf. að meiri forsjárhyggjuflokki en það áður var og í raun og veru þrengt flokkinn, gert hann að hrokafullum forsjárhyggju- og valdbeit- ingarflokki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið glæsi- lega útkomu í skoðanakönnunum að undan- fórnu og það styrkt núverandi forystu flokks- ins. Hverjar telur þú heistu skýringar á vax- andi fylgi flokksins í skoðanakönnunum? — Við verðum auðvitað að horfa á það að flokkurinn varð fyrir verulegu stjórnmála- áfalli þegar einn af áhrifa- flokk og mestu forystumönnum fékk flokksins stofnaði nýjan mikið fylgi. Þetta var megin . skýringin á því hvernig fór í J síðustu kosningum. Satt best að segja hefur gengið vonum framar að byggja þessa stöðu \ upp aftur. Ég átti fremur von á því að það tæki okkur heilt kjör- tímabil að vinna þetta upp, en kannanir benda til að við séum að ná þessari fyrri stöðu þegar eftir tvö ár. Ef ég man rétt þá hefur meðaltalsfylgi flokksins síðustu tuttugu árin verið í kring- um 37% og ég tel að við höfum með örugg- um hætti náð því. Skoðanakannanir síðustu mánuði sýna meira að segja sveiflu upp fyrir það mark. Það eru margar skýringar: sú ós- átt sem leiddi til klofnings er ekki lengur fyrir hendi. Áður en Albert Guðmundsson fór til Parísar tókust sættir með honum og flokkn- um. Það skiptir miklu í þessu sambandi. Við höfum í annan stað í stjórnarandstöðu í vetur Eimreiðarhópurinn nú orðið „hinn ágœtasti saumaklúbbur“ sýnt fram á mismuninn milli Sjálfstæðis- flokksins og vinstri flokkanna. Við höfum ýtt þeirri freistingu frá okkur að fara í stjórnar- andstöðuupphlaup eins og Alþýðubandalag- ið tíðkaði á sínum tíma. Við höfum viljað sýna festu og hógværð og leggja áherslu á grundvallaratriði í stefnumörkun. Ég er sannfærður um að fólkið í landinu skynjar þennan skýra kost og mun sem er á milli frjálslyndis Sjálfstæðisflokksins annars vegar og hins vegar fjölmiðlastefnu vinstri flokk- anna sem skilar engum árangri. Innri ró og friður í flokknum? — Það er óhætt að segja að við höfum komist út úr þessum miklu erfiðleikum sem flokkurinn lenti í fyrir tveimur árum. Það var ein mesta áraun fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hann hefur lent í. Armaskiptingunni er lokið og djúpstæður ágreiningur er úr sög- unni. Sættir við Albert hafa leitt til þess að meginþorri stuðningsmanna Borgaraflokks- ins hefur komið til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn eins og skoðanakannanir sýna. Við eig- um mjög gott málefnalegt samstarf við þing- menn Frjálslynda hægri flokksins, þannig að allt hefur fallið í eðlilegan farveg á miklu styttri tíma en nokkur átti von á. Þó það sé engin lognmolla í Sjálfstæðisflokknum og þar sé tekist á um trúnaðarstörf og málefni eins og fiskveiðistefnu þá er hann orðinn á ný samhentur og sterkur, — sterk heild. Nú kemur það fram í skoðanakönnunum að stjórnmálaflokkarnir fá fylgi vegna óánægju með hina flokkana. Þannig eru t.d. samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísinda- stofnunar cinungis 33% fylgismanna Sjálf- stæð- flokks ánægðir með hann en 43% is- gefa upp óánægju með aðra flokka sem skýringu á fylgi við Sjálfstæðisflokk. Er þetta þér ekki áhyggjuefni? ' fjl — Þetta hlutfall er mjög ' /I hátt hjá öllum flokkunum. En 'M það er rökrétt að þetta hlutfall ’ n sé hærra hjá Sjálfstæðisflokkn- lum í þessari könnun vegna þess að hann er að taka við miklu f fylgi frá öðrum flokkum miðað við síðustu könnun þessara aðila. — Það er bæði gömul saga og ný að stjórnmálin og -flokkar og -menn liggja ævinlega undir mikilli gagnrýni. Það hlýtur að vera stöðugt umhugsunarefni þessara að- ila að halda þannig á málum að sem mestur trúnaður sé við fólkið í landinu. Ég lít á það sem stöðugt viðfangsefni. Nú er sagt að allir stjórnmálaflokkarnir eigi við innri vanda að etja; minnkandi virkni, rneiri örðugleika við fjáröflun til starfseminnar og þess háttar. Heldur þú að þetta fyrirbæri geti verið samtengt óánægju „ Okkur í Sjálfstœðisflokknum finnst Morgunblaðið ekki vera mikið flokksmálgagn “ 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.