Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 15

Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 15
INNLENT an. Breytingumfylgjavaxtaverkir. Enþað er ekkert samasemmerki á milli frjálsra vaxta og hárra vaxta. Nú eru rnargir þeirrar skoðunar að kerfið hafi á sínuni tíma jafnað út sveiflur og til- flutning fjár, — þannig að á tímum nei- kvæðra raunvaxta hafi verið tilfærsla fjár- magns sem einnig hafi verið nauðsynleg? — Sannarlega var mikil tilfærsla í tíð nei- kvæðra raunvaxta. Við getum ekkert neitað því að það var meira og minna pólitísk ákvörðun frá hverjum peningar voru teknir og til hvers þeir fóru. Nútímaþjóðfélag geng- ur einfaldlega ekki undir slíkri skömmtunar- stjórn. Við megum ekki gleyma því að þessi tilfærsla var frá sparendum launafólki og líf- eyrisþegum, til fyrirækja. það var siðlaus til- færsla að mínu mati. Það er alveg rétt að mörg fyrirtæki byggðu upp eigið fé sitt með því að stela með löglegum hætti sparnaði almennings, en það gengur ekkert þjóðfélag til langframa með þessum hætti. Nútíma fyrirtæki sem keppa eiga í alþjóðlegu um- hverfi verða ekki byggð upp á fölskum undir- stöðum. Og þar sem við eruni að bera peningakerfi okkar saman við önnur lönd, — er ekki úr vegi að niinna á að við erum að borga verð- tryggð lán og raunvexti. Alls staðar í þessum samanburðarlöndum er áhættan bæði hjá lánveitanda og lántaka. Þar konia því öðru hvoru upp mjög lágir raunvextir eða jafnvel neikvæðir vextir. Er svona fyrirkomulag nokkurs staðar annars staðar en í Suöur- Ameríku. — Vandinn sem þú ert að tala um er verð- bólguvandi. Það er hins vegar alveg rétt að verðtryggingin mælir þetta ástand með sjálf- virkum hætti. Við vöruðum mjög sterklega við verðtryggingunni þegar Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn keyrðu hana fram 1979, vegna þess að frá okkar bæjardyr- um séð er miklu heilbrigðara að menn geri samninga og taki áhættu í samningum, en hafi ekki sjálfvirka mælingu. Þessi ákvörðun var tekin meðan vextir voru undir miðstjórn- arákvörðun. Ég get alveg tekið undir það að verðtryggingin sem slík er ekki heilbrigð, en það er hins vegar erfitt að komast út úr henni. Ég barðist fyrir því sem fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar og svo aftur í minni ríkisstjórn að verð- tryggingin yrði strax bönnuð á skammtíma- fjárskuldbindingum. Fyrri ríkisstjórn „Ég er að tala um tvær grundvallar- yfirlýsingar — yfirlýsingu Steing- ríms Hermannssonar um að ísland ætli að hverfa frá viðurkenndum vestrænum aðferðum við stjórn efnahagsmála og yfirlýsingu Al- þýðubandalagsins um að þau fyrir- tæki eigi að lifa sem þeir ákveða er ferðinni ráða“. „Þó það komi mörgum á óvart þá sýnist mér að Ólafur Ragnar hafi gert Alþýðubandalagið að meiri forsjárhyggjuflokki en það áður var og í raun og veru þrengt flokkinn, gerthann að hrokafullum forsjárhyggju- og valdbeitingarflokki“ Steingríms kom því aldrei í verk og í maí í fyrra gerðum við samkomulag um þetta. Það hafði ekki staðið nema í nokkra daga þegar Framsóknarflokkurinn gerði kröfu um að það yrði tekið til baka að því er varðaði innlán. Þetta er gott dæmi um gjána milli orða og athafna á þeim bæ. Telur formaður Sjálfstæðisflokksins að ís- lendingar eigi að ganga í Evrópubandalagið? — Það er ekki dagskrárefni að mínu mati. Við eigum að einbeita okkur að hagstæðum fríverslunarsamningum við Bandaríkin og Evrópubandalagið. Við eigum að taka þátt í samstarfi Evrópubandalagsríkja á ýmsum sviðum; efnhagslífi, sviði mennta, menning- ar og vísinda og umhverfismálum. Við meg- um ekki verða utangarðs í Evrópu en það vantar skýra stefnumótun af íslands hálfu og brotthvarf frá fyrirvarapólitík ríkisstjórnar- innar gagnvart Evrópu og efnhagssamvinnu Norðurlandanna, sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins að lokum. Óskar Guðmundsson 15

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.