Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 18

Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 18
INNLENT Gífurleg þörf fyrir leiguíbúðir Stjómvöld hafa aldrei staðið við fyrirheit um eflingu félagslegra íbúðabygginga í fyrra var gert ráð fyrir að veita lán úr Byggingarsjóði verkamanna að upphæð 2.338 milljónir kr. Útlánin urðu hins vegar 1.869 milljónir kr. Fyrir þennan mun hefði mátt byggja um 100 íbúðir. Þetta verða að teljast alvarleg tíðindi þegar horft er til þess að biðlistar eftir íbúðum í félagslega kerfinu lengjast stöðugt. Þannig hefur umsóknum um íbúðir hjá Verkamannabústöðum í Reykjavík fjölgað um 63% frá því 1986, á sama tíma hefur framboð á íbúðum staðið í stað. — Það er ekki hægt öllu lengur að sitja aðgerðalaus og bíða eftir að stjórnvöld geri eitthvað raunhæft í því að efla íbúðabygging- ar innan félagslega kerfisins, sagði Arnþór Helgason formaður Öryrkjabandalagsins á fundi sem átta fjöldasamtök boðuðu til ný- verið, til að kynna stöðuna í húsnæðismálum félagsmanna sinna. Samtökin átta hafa í nokkur ár haft með sér samstarf um húsnæð- ismál. I sameiginlegri jfirlýsingu sem samtökin hafa sent frá sérTcémur fram, að aldrei hafa legið fyrir fleiri óafgreiddar umsóknir um húsnæði en nú, eða biðlistar verið lengri, hvort sem litið er til verkamannabústaða, sveitarfélaga, Búseta eða samtaka öryrkja, námsmanna og aldraðra. Jafnframt segir í yfirlýsingunni að útlit sé fyrir stórfelldan nið- urskurð á fjármagni til félagslega húsnæðis- kerfisins á þessu ári. Þegar fundurinn var haldinn fyrir skömmu lágu ekki fyrir áætlanir um fjármögnun á þessu ári þrátt fyrir að þriðjungur þess sé liðinn. Einnig benda sam- tökin á, að enn hafa ekki verið afgreiddar umsóknir um lán til félagslegra íbúða af ýmsu tagi fyrir þetta ár- umsóknir sem lagðar voru inn fyrir 1. ágúst 1988. — Það er ljóst að þeir aðilar sem ætluðu að hefja framkvæmdir í ár eru að brenna inni á tíma. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafa dregið svona lengi að afgreiða þessar um- sóknir og gera kunnugt hvað áætlað er til félagslegra íbúðabygginga í ár, sagði Reynir Ingibjartsson hjá Búseta. Hann benti á að mörg sveitarfélög úti á landi hefðu haft uppi áform um að byggja kaupleiguíbúðir í sumar en þar sem ekki hefði enn fengist svör við þeim umsóknum sem sveitarfélögin hafa lagt inn ríkir óvissa um framkvæmdir á þessu ári. Reynir sagði að víða út á landi væru íbúða- byggingar nánast aflagðar og ljóst væri að lítið yrði um nýframkvæmdir á þessu ári. Þetta er enn undarlegra sagði hann í ljósi þess að núverandi ríkistjórn boði í stjórnar- sáttmálanum að hún ætli að stórefla félags- legar íbúðabyggingar utan Reykjavíkur- svæðisins. Langir biðlistar Samtökin átta eru auk Öryrkjabandalags- ins og Búseta, Sjálfsbjörg, Landssamtökin Þroskahjálp, Samtök aldraðra, Stúdentaráð, Bandalag íslenskra sérskólanema og Leigj- endasamtökin. Hjá öllum þessum hópum eru langir biðl- Ekki samdráttur til félagslegra íbúða —Það er ekki rétt að drcgið liafi úr fjárveitingum til byggingar fclagslegra íbúða, segir Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar í viðtali við Þjóðlíf. — Ástæður þess að ekki hefur enn veitt lán úr Byggingasjóði verkamanna er sú að stjórn stofn- unarinnar er að vinna úr nýfengnum niðurstöð- um úr könnun sem Byggðastofnun vann fyrir okkur um byggðaþróun, sagið Sigurður E. Guð- mundsson þegar hann var spurður hvers vegna það hefði dregist svo að veita lán til nýfram- kvæmda úr Bygggingasjóði verkamanna. Sigurður mótmælti þeirri fullyrðingu að venja hefði verið að afgreiða lán á haustmánuðum. Hann sagði að lánveitingar úr sjóðnum væru aldrei afgreiddar fyrr en búið væri að samþykkja fjárlög og lánsfjárlög. Kvað hann að síðbúna af- greiðslu alþingis á lánsfjárlögum hafa tafið fram- gang málsins. — Það er ekki rétt sem fulltrúar þessar sam- taka halda fram að verulegur samdrátttur hafi verið á milli ára á fjármagni til bygginga félags- legra íbúða. Samkvæmt þeim tölum sem ég hef, hækkuðu framlög til byggingar félagslegra fbúða um 17% milli áranna 1988 og 1989, sagði Sigurð- ur. Hann sagði jafnframt að það væri ekki rétt sem haldið væri fram að meirihluti lánsfjármagns færi til framkvæmda á Stór-Reykjavíkursvæðinu. I þvf sambandi benti hann á að í fyrra hefðu einungis um 22% af ráðstöfunartekjum Bygg- ingasjóðs verkamanna farið til framkvæmda í Reykjavík. s istar eftir húsnæði. Hans Jörgensen hjá sam- tökum aldraðra sagði að varla liði sá dagur að ekki spyrði einhver um hvort hægt væri að útvega húsnæði. Hann sagði að ntikil þörf væri fyrir litlar einstaklingsíbúðir fyrir aldr- aða. Hann sagði að samtök þeirra hefðu staðið fýrir byggingu eignanbúða, en þau hefðu nú áhuga á að ráðast í byggingu leiguíbúða, sem mikil þörf væri fyrir. Hans benti á að hjá Reykjavíkurborg hefðu legið fyrir um 1100 - 1200 umsóknir um húsnæði í árslok í fyrra. Arnþór Helgason formaður Öryrkja- bandalagsins sagði að nú biðu um 400 félags- menn eftir hentugu húsnæði. Arnór sagði að margt af þessu fólki ætti hvergi höfði sínu að halla, byggi hjá foreldrum sínum sem ekki einu sinni gætu farið yfir móðuna miklu vegna húsnæðisvandræða barna sinna. Arn- þór sagði að hússjóður Öryrkjabandalagsins hefði keypt nokkar íbúðir fyrir ágóða af sölu Lottómiða. Arnór gagnrýndi stjórnvöld fyrir sinnuleysi sem þau sýndu húsnæðishópnum, hann sagði að aldrei hefði verið leitað til samtakanna og þau spurð álits á þeim fjöl- mörgu breytingum sem búið er að fram- kvæma á húsnæðiskerfinu frá því samtökin tóku til starfa. Arnór sagði undarlegt að stjórnvöld litu framhjá svona fjölmennum samtökum þegar ákvarðanir eru teknar um breytingar á húsnæðiskerfinu. Jónas Friðrik Jónsson fulltrúi stúdenta í samstarfshópnum sagði að þrátt fyrir nokkra uppbyggingu að undanförnu væri mikill skortur á hentugu og ódýru leiguhúsnæði fyrir stúdenta. Hann sagði að komið hefði fram í könnun fyrir nokkrum árurn að þörf væri fyrir 840 fjölskylduíbúðir og 1758 ein- staklingsíbúðir. Frá þeim tíma er könnunin var gerð hefur stúdentum fjölgað um 800 og eru þeir nú á milli 4 og 5 þúsund. Jónas sagði að í eina tíð hefðu um 20% stúdenta búið á stúdentagörðum en nú fengju einungis um 4% þar inni. Fulltrúi Bandalags íslenskra sérskólanema Bjarni Ingólfsson tók undir 18

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.