Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 20
INNLENT Sumar í sveit Félag fósturmæðra í sveitum hefur nýlega hafið milligöngu um dvöl yngri barna í svcit og Ráðningarstofa landbúnaðarins ræður unglinga á aldrinum tólf til 16 ára í vinnu- mennsku í sveitum landsins. Hundruð barna og unglinga í höfuðborginni hafa verið ráðin til starfs og dvalar í sveitinni í sumar. Störf til sveita eru orðin hættulegri en áður og löggjafarvaldið hefur reynt að spyrna gegn því að börn vinni við hættuleg tæki með strangari löggjöf. Margir foreldrar eiga góð- ar minningar frá æskuárunum úr sveitinni og vilja gjarnan gefa börnum sínum kost á að afla sér svipaðrar reynslu. Um árabil hefur Ráðningarstofa landbún- aðarins haft milligöngu um að ráða börn yngri en 12 ára í sveit og á því hefur engin breyting orðið. Að sögn Eiríks Helgasonar, starfsmanns Ráðningarstofunnar, hefur vél- væðingin í landbúnaðinum dregið verulega úr möguleikum bænda á að nýta vinnufram- lag barna. „Því fylgir meiri áhætta nú orðið að vera með unga krakka í landbúnaðar- störfum. Sumir foreldrar virðast hinsvegar ekki skilja að tímarnir hafa breyst frá því þeir voru ungir og eru að nauða í bændum að taka börn sín £ vinnu“. A vegum Ráðningarstofu landbúnaðarins voru á annað hundrað unglingar ráðnir til sveitastarfa síðastliðið sumar og taldi Eiríkur líklegt að fjöldinn yrði svipaður í ár. Hann sagði að vinsælasti aldurshópurinn væri 14 og 15 ára strákar og 12 til 14 ára stelpur. „Það er af sem áður var að krakkar fái eitt lamb eður svo í sumarhýru. Nú fá þau greidd laun og greiða jafnframt fyrir fæði og húsnæði“, sagði Eiríkur í spjalli við Þjóðlíf. Þó bændur séu nær ófáanlegir til að ráða yngri börn en 12 ára til sveitastarfa eru þó ekki öll sund lokuð fyrir yngri börnin, því á undanförnum árum hefur ungum kaupstað- arbörnum í auknum mæli boðist að dvelja á sveitaheimilum og í sumarbúðum yfir sumar- mánuðina, án þess að farið sé fram á vinnu af þeirra hendi og þá fyrir þóknun. Án nokkurs vafa er „sveitadvöl“ sem þessi eftirsóknar- verð í hugum barnanna. Stéttarsamband bænda í samvinnu við Fé- lag fósturmæðra í sveitum er einn þeirra að- ila sem býður börnum upp á sumardvöl í sveit. Á skrifstofu Stéttarsambandsins er hægt að fá upplýsingar um fjölda sveitaheim- ila, víðsvegar á landinu, sem taka að sér börn á sumrin. Að sögn Halldóru Ólafsdóttur, starfsmanns Stéttarsambands bænda, hafa allar „fósturmæðurnar" sótt námskeið í um- önnun barna. „Heimilin hafa öll hlotið með- Börnin úr þéttbýli hafa bæði þörf fyrir að gaman af því. mæli viðkomandi barnaverndarnefndar og einnig liggja fyrir hjá okkur skýrslur lækna um húsakynni og heilbrigði heimilisfólksins og sakavottorð húsráðanda". Halldóra kvaðst hafa margvíslegar upplýsingar um þessi heimili sem fólk gæti nálgast hjá sér. „Við kappkostum að koma til móts við þarfir hvers og eins og getum t.d. gefið upplýsingar um hvaða dýr eru á hverjunt og einum stað. Sum þessara heimila starfrækja einnig ferða- þjónustu þannig að í þeim tilvikum gætu for- eldrar verið með börnunum hluta dvalartím- ans“. Hjá Félagi fósturmæðra í sveitum gildir sú regla að ekki eru höfð fleiri en 4 börn á aldrinum 6 til 10 ára í senn á hverju heimili. Að sögn Halldóru er lögð rík áhersla á að börnin taki þátt í heimilislífinu, þannig að þau kynnist af eigin raun hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Þegar Þjóðlíf spurði Halldóru hvað þessi þjónusta kostaði sagði hún verðið vera krón- kynnast lífinu í sveitinni og yfirleitt mjög ur 8.078 á viku, en möguleiki væri á einhverj- um afslætti ef dvölin væri til lengri tíma. Aðspurð taldi hún verðið alls ekki vera hátt. „Það kostar allt peninga og ég fæ ekki séð að það sé mikið ódýrara að hafa börnin heima og borga háar fjárhæðir fyrir ýmiskonar námskeið og aðra sumarafþreyingu“. Hall- dóra benti á að það kostar foreldra álíka mikið að leyfa barni að dvelja með þessum hætti í íslenskri sveit og að taka það með í þriggja vikna sumarleyfi til útlanda. „Og þess ber einnig að minnast að á þennan hátt öðlast börnin reynslu og þekkingu sem seint verður metin til fjár“. Búast má við að þetta framtak Stéttar- sambands bænda og Félags fósturmæðra í sveitum sé mörgum foreldrum kærkomið. Og án nokkurs vafa mun fjöldi barna njóta góðs af því á komandi sumri, sér til gleði og foreldrum sínum til ánægju. Og þá er bara að segja gleðilegt sumar... Kristján Ari. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.