Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 26

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 26
ERLENT dag. „Sagði ég þér ekki“, sagði íhaldssamur pólskur kunningi minn, „nú fer allt til fjandans“. Hvorki Lech Walesa, sem sagður var veikur, né Janusz Oniskiewicz talsmaður Sam- stöðu, létu svo lítið að mæta til leiks. Hinn síðarnefndi viðurkenndi að þetta hefði ekki verið tilviljun. Bronis- law Germek prófessor, aðal- samningamaður stjórnar- andstöðunnar í hringborðs- umræðunum fór fyrir liði Samstöðu. Hann sagði í sam- tali við tíðindamann Þjóðlífs (sjá rammagrein) að þetta væri söguleg stund sem — því miður — kæmi of seint. I kjölfar hringborðssam- komulagsins sögulega hafa Samstöðumenn skriðið út úr fylgsnum sínum og aðeins tveimur mánuðum síðar þurfa þeir og aðrir stjórnar- andstæðingar að heyja fyrstu frjálsu kosningabaráttuna í kommúnistaríki. Auk 35% sæta sem stjórnarandstöðunni eru skömmtuð í neðri deild þingsins verður kos- ið um öll sæti nýstofnaðrar en valdalítillar efri deildar. Jaruzelski konungur Á hinn bóginn urðu stjórnarandstæðingar að kyngja því að forsetinn sem verður vafa- laust Jaruzelski hershöfðingi fær veruleg völd. Starfsemi stjórnmálaflokka er ekki leyfð og Samstaða mun ekki hafa verkfalls- rétt. Verulega verður hins vegar létt á rit- skoðun og útgáfa óháðra blaða leyfð. Nið- urstaðan er því sannarlega ekki lýðræði á vestræna vísu en engu að síður hefur verið Við tókum áhættu Segir Bronislaw Geremek Samstöðuleiðtogi Hringborðssamkomulagið kemur of seint sögulega séð“, sagði Bron- islaw Geremek, aðalsamninga- maður Samstöðu við hringborðið þegar Þjóðlíf ræddi við hann örfáu- um nnnútum eftir að dómari í Var- sjá tilkynnti að óháða verkalýðs- hreyfingin hefði fengið starfsleyfi að nýju. „Það er rétt að almenningur er ekki í sjöunda himni. Efnalegar aðstæður eru erfiðar og fólk hefur enga trú á yfirvöldum og þar með á undirskrift valdhafanna. Því finnst gengið of skammt. Við töldum að ekki væri um annað að ræða en að hrökkva eða stökkva. Alþjóðlegar aðstæður eru hagstæðar en geta hæglega breyst. Kreppa efnahags- lífins er svo djúpstæð að verði ekk- ert að gert blasir hrun landsins og menningarinnar við. Almenningur gerir sér hins veg- ar grein fyrir að kosningarnar sem fara í hönd eru ekki frjálsar, því að starfsemi stjórnmálaflokka er ekki leyfð. Það verður því kosið á milli einstaklinga en ekki urn heimssýn. Við höfum náð fram félagafrelsi og pólitísku tjáningarfrelsi án þess að ná fram frelsi til pólitískra athafna. Við tókum áhættu með því að skrifa undir samkomulagið, við veðjum á tímann". ás í Varsjá Konstanty Gebert, í hópi fámenns hóps vinstrisinnaðra andstæðinga stjórnvalda og ritstjóri KOS, ólöglegs neðanjarðar- blaðs. Mynd: Árni Snævarr. brotið blað í sögu ríkja Austur-Evrópu. En hvers vegna hefur þessum tíðindum verið tekið tómlega í Póllandi? Konstanty Gebert ritstjóri KOS, eins helsta neðanjarðarblaðs andófsmanna, telur að ástæðurnar séu augljósar. „Ég fæ ekki séð að stjórnarandstaðan hafi unnið neinn stór- sigur við hringborðið“, sagði Gebert í sam- tali við Þjóðlíf. „Kommúnistaflokkurinn mun ráða lögum og lofum í efri deild, neðri deild er svo gott sem valdalaus. Jaruzelski verður nánast stjórnarskrárbundinn einvald- ur, með meiri völd en Pinochet hafði nokkru sinni í Chile. Pað skyldi engan undra að fólk hlaupi ekki út á götu til að fagna því að Samstaða skuli hafa lagt blessun sína yfir þetta. Svokölluð eftirgjöf stjórnvalda felst eingöngu í því að viðurkenna staðreyndir". Vopnahlé Hringborðssamskomulagið er í raun og veru vopnahléssamkomulag stríðandi fylk- inga. Frá því herlög voru sett í árslok 1981 hefur ríkt skotgrafarhernaður í Póllandi. Vopnahléð mun standa í fjögur ár og þann tíma að minnsta kosti mun Samstaða taka á sig ábyrgð af óvinsælum en óumflýjanlegum aðgerðum. Búist er við að þrátt fyrir að 80% vísitölubætur sem samið var um við hring- borðið verði lífskjör skert um 10% á næstu árum. Róttæklingum til dæmis innan Baráttu- Samstöðu sem hafnar hringborðssamkomu- laginu gæti vaxið fiskur um hrygg þegar grip- ið verður til uppskurðar á efnahagslífinu. Búist er við að tugir ríkisfyrirtækja leggi upp laupana, dregið verði úr niðurgreiðslum og verðmyndun að verulegu leyti gefin frjáls. Samstöðuleiðtogar gera sér grein fyrir að ekki verður hjá því komist að beita niður- skurðarhnífnum. Janusz On- iskiewicz, talsmaður Sam- stöðu sagði í samtali við tíð- indamann Þjóðlífs að hann óttaðist ekki atvinnuleysi á næstu árum þrátt fyrir þetta. Hann bendir á að þjónustu- greinar séu nánast ekki til í Póllandi og ef þeim verði sköpuð vaxtarskilyrði geti þær tekið við töluverðu vinnuafli. Samstaða hefur að veru- legu leyti samþykkt „frjáls- hyggju“ Kommúnistaflokks- ins. Hins vegar má búast við að fyrr en síðar verði skilið á milli stjórnmála- og verka- lýðsarms Samstöðu. Víst er að verkamenn eru ekki jafn fúsir til þess að skrifa undir uppstokkun efnahagslífsins. Sársaukafullar aðgerðir sem eru í bígerð afla Samstöðu tæpast vinsælda, en það er ekki eina áhyggju- efnið. Skoðanakannanir benda til þess að ungt fólk í Póllandi hafi misst áhugann á slagsmálum risanna þreyttu í Samstöðu og Kommúnistaflokknum. Það kemur engum á óvart að kommúnistar njóti takmarkaðra vinsælda en hitt vekur undrun að stjórnar- andstæðingar njóta ekki almennra vinsælda. Petta þýðir þó ekki að unga fólkið sé afhuga stjórnmálum. Sem dæmi má nefna að 75% þátttakenda í nýlegri skoðanakönnun sögð- ust styðja umhverfis- og friðarhópa. Tortryggið ungt fólk „Unga fólkið er tortryggið í garð Sam- stöðu, sérstaklega eftir að leiðtogar hennar settust niður við hringborðið með rauðlið- um“, segir Pawel Targonsk, 27 ára félags- fræðingur. Targonsk er félagi í umhverfis- og friðarsamtökum sem merkilegt nokk spruttu upp úr opinberu skátahreyfingunni og náð hafa verulegu fylgi. Vinkona hans Krystyna Kosicka. 21 árs, segir að Samstaða hafi verið byltingarhreyfing sem runnið hafi sitt skeið á enda. „Ungt fólk bíður eftir einhverju nýju, það vill breytingar strax.“ Konstanty Gebert, ritstjóri KOS, segist skilja unga fólkið. „Við erum sama þreytta liðið. Á meðan Samstaða var bönnuð, varð engin endurnýjun. Gerræði forystunnar óx. Walesa kom einstaklega illa fram við óháðu stúdentasamtökin, sem þó hafa stutt hann með ráðum og dáð. Ný vinsæl umhverfis- verndarsamtök spruttu upp, en í stað þess að bjóða þau velkomin í hópinn reyndu Walesa og félagar að kveða þau í kútinn“. Marek Kosalowski einn leiðtoga öflugustu umhverfisverndarsamtakanna Friður og

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.