Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 27
ERLENT
IVIarek Kosalowski: Umhverfisverndar-
sinnar virðast njóta mikilla vinsælda
meðal yngra fólks. Mynd: Árni Snævarr.
Frelsi segir að Samstöðuforystan hafi ekki
fylgst með tímanum og ekki gert sér grein
fyrir hversu heitt umhverfismál brenni á
fólki.
Gebert telur fleiri ástæður vera fyrir því að
Samstöðu takist illa að ná hljómgrunni með-
al unga fólksins. „Walesa er dæmigerð föð-
urímynd, strangur, umvöndunarsamur og
ævinlega með klerkana á hælunum.“ Gebert
ætlar og vitnar til skoðanakannana að Sam-
staða njóti stuðnings fjórðungs kjósenda
áður en kosningabaráttan sé komin á skrið,
sem er álíka mikið og stjórnin. Slagurinn
standi um helmings kjósenda.
Hvað gerist næst?
Hvernig sem kosningarnar í júní fara er
ljóst að á næstu fjórum árum munu fylking-
arnar stríðandi búa sig undir komandi átök.
Samstaða telur að hringborðssamkomulagið
sé aðeins fyrsta skrefið í lýðræðisátt en ekki
eru allir sammála forystunni um að baráttan
eigi að fara fram innan þings. „Stjórnvöld
gengu að samningaborðinu nauðug viljug,
vegna þess að verkföllin í fyrra sumar sýndu,
að hún hafði engan stuðning til að hrinda
efnahagsstefnu sinni í framkvæmd“, segir
vinstri maðurinn Konstanty Gebert. „Ef
Samstöðu tekst að virkja fjöldann í starfsemi
sinni er von til þess að gengið verði lengra.
Það skiptir meira máli en fjöldi þingmanna á
valdalitlu þingi. Ef ekki kemur til þrýstingur
frá samfélaginu munu kommúnistar smátt og
smátt kasta hringsborðssamkomulaginu
fyrir róða“.
Ekki er ljóst hvað leiðtogar kommúnista
ætla sér. Alexander Kwasniewski einn helsti
samningamaður þeirra við hringborðið( sjá
rammagrein) segir þróun í átt til lýðræðis
hafna, en á næstu mánuðum og árum kemur í
ljós hvort það orð þýðir það sama í munni
pólskra kommúnista og andstæðinga þeirra.
Baráttan um skilgreiningar er hafin.
Árni Snævarr í Varsjá
Hringborðið á sér
öfluga andstæðinga
Alexander Kwasniewski, annar helsti samn-
ingamaður kommúnista við hringborðið og rís-
andi stjarna í pólskri pólitík. Mynd: Árni Snæv-
arr.
Segir Alexander Kwasniewski,
ráðherra ípólsku stjórninni
„Þróun í átt til lýðræðis er hafin.
Hvernig framhaldið verður ræðst
vitaskuld af aðstæðuni en ég er bjart-
sýnn“, segir Alexander Kwasniewski,
ráðherra í pólsku stjórninni.
Kwasniewski er talinn framtíðar-
maður í pólskum stjórnmálum. Hann
er aðeins 38 ára gamall, fyrrum rit-
stjóri og er spáð miklum frama, hugs-
anlega embætti forsætisráðherra.
Hann tekur á móti mér í stjórnarráðs-
byggingunni í Varsjá. Hann er
snaggaralegur í hreyfingum, öruggur
með sig og þótt hann mæli á pólsku er
auðséð að enskukunnátta hans er ág-
æt. Að minnsta kosti leiðréttir hann
túlkinn. Fyrsta spurningin var hvort
þróun í átt til fulltrúalýðræðis með
framboði stjórnmálaflokka væri haf-
in.
Kwasniewski taldi svo vera en bætti
svo við: „Ég hlýt þó að benda á, að
það eru ljón á veginum. Fyrst og
fremst eru það erfiðar efnahagsað-
stæður. Einnig eru öflugir hópar bæði
innan Kommúnistaflokksins og Sam-
stöðu sem vilja hringborðssamkomulagið
feigt. Þessir hópar kunna að blása til ófriðar.
Ég tel ekki sjálfgefið að flokkurinn glati
völdum sínum í kjölfar frjálsra kosninga.
Kommúnistaflokkurinn hefur tekið sögu-
lega ákvörðun. Hann hefur fórnað sjálf-
tryggðu forystuhlutverki sínu og horfst í
augu við samkeppni í stjórnmálum. Við tók-
um þá áhættu að tapa en við höfum þó alla
möguleika á að sigra. Við munum nota
næstu fjögur ár til að styrkja okkur pólitískt
og uppskera eins og við sáum“.
Eftir 45 ára kommúnistastjórn eru lífskjör
með þeim verstu í Evrópu, samt er pólska
ríkið skuldum hlaðið, á barmi gjaldþrots...
Kwasniewski byrstir sig og grípur fram í:
„Finnst þér þú vera í gjaldþrota landi þegar
þú heimsækir vini þína blaðamennina", segir
ráðherrann og skírskotar til kunningsskapar
míns við pólskan blaðamann. „Lífskjörin eru
ekki þau sömu og í Vestur-Þýskalandi, en
þau eru ekki verri en víða í Suður-Evrópu.
Ég held að stjórnmálakerfi okkar hafi enn
mikla möguleika til að þróast. Vinur minn
sem er ekki hallur undir okkur kommúnista
er nýkominn frá Bandaríkjunum og var ekki
hrifinn af því að frétta af þremur milljónum
heimilisleysingja. Samt talar enginn um að
Bandaríkin séu gjaldþrota. Lágmarks lífs-
kjör í Póllandi eru ekki slæm þótt við getum
gert betur. Þú ættir að vara þig á blaðamönn-
unum. Ég vildi gjarnan geta setið á hljóð-
skrafi með þeim yfir vodkaglasi í notalegum
hlýjum íbúðum og talað um gjaldþrot. En
svartagallsrausið í þeim er slíkt, að stundum
velti ég því fyrir mér hvers vegna þeir fara
ekki og hengja sig.“
Eftir þennan lestur setur mig hljóðan. Ég
spyr svo Kwasniewski hvað sé eftir af komm-
únismanum eftir þær umbætur sem nú hafi
verið ákveðnar.
„Þetta er erfið spurning. Mörg af þeim
grundvallaratriðum sem farið var eftir á
sjötta og sjöunda áratugnum eiga ekki Iengur
við. Horfið verður frá miðstýringu efnahags-
lífsins og einveldi flokksins í félagasamtök-
um. Við höldum hins vegar fast í ráðandi
hlutverk ríkisgeirans og ekki síður í þróaða
félagsmálapólitík. Við innleiðum hins vegar
lausnir frá Vesturlöndum. Vestrænt auð-
magnskerfi hefur hins vegar líka þróast frá
byrjun aldarinnar og tekið upp félagslegar
lausnir jafnaðarstefnunnar. „Bæði kerfin
hafa þróast á pragmatískan hátt. Ég held að
sagnfræðingar 21. aldarinnar muni flokka
okkar tíma sem flótta frá hugmyndafræði",
sagði Kwasniewski að lokum.
ás
27