Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 29
ERLENT
Ríkisstjórn Thatchers
fagnar 10 ára afmæli
um þessar mundir.
stefna, trotskýistar og aðrir „herskáir"
kommúnistar voru reknir úr flokknum og
síðast en ekki síst voru Neil Kinnock og Roy
Hattersley, sá fyrri hægfara vinstrimaður og
hinn síðari til hægri í flokknum, kosnir til
formanns og varaformanns fljótlega eftir
kosningar 1983.
Eftir kosningarnar 1987 hefur enn á ný
hafist átakanleg sjálfsskoðun innan Verka-
mannaflokksins og knýja sterk öfl á um rót-
tæka endurskoðun á stefnu, skipulagi og
starfsháttum hans. Nú þegar eru hafnar
breytingar á skipulagi og starfi flokksins sem
miða að því að gera hann lýðræðislegri og
skilvirkari. Einn liður í þessari þróun er
notkun nýjustu tölvu- og upplýsingatækni til
að ná betur til almennings og virkja óbreytta
flokksmenn, annar er að fjölga meðlimum
stórlega. En mesta athygli hafa vakið nýjar
reglur um val þingmanna sem miða að því að
draga úr áhrifum kjördæmisráða, og um val
fulltrúa á landsfund. Hingað til hafa verka-
lýðsfélög farið með þorra atkvæða á honum,
en nú stendur til að draga úr valdi þeirra og
fá flokksmönnum hverjum og einum stærri
atkvæðahlut.
Það eru einkum hægri menn frá Norður-
Englandi og Skotlandi sem gangast fyrir rót-
tækri stefnubreytingu. Þeir segja að flokkur-
inn þurfi að losna við þá ímynd að hann sé
málsvari „þröngra“ stéttarhagsmuna. Petta
merkir að draga verður úr tengslum við
verkalýðshreyfinguna, sem hefur sterk ítök í
flokknum, skírskota þarf til stærri hluta
þjóðarinnar og gjóa menn augunum aðallega
til velmegandi millistéttarfólks, og loks þarf
að draga úr stórfelldum þjóðnýtingaráform-
um, sem boðuð eru í stefnuskránni.
Nú orðið hefur forystusveitin sterk tök á
flokknum. Með þyrnum stráðan kosninga-
feril að baki er hún tilbúin að ganga langt í
breytingaátt, en verður að sýna gætni og taka
tillit til ólíkra hreyfinga og skoðanahópa. A
landsfundi flokksins í Blackpool í fyrra fékk
forystan samþykkta nýja stefnuskrá þar sem
horfið er frá hefðbundnum þjóðnýtingar-
hugmyndum og tekin af öll tvímæli um að
flokkurinn er fylgjandi blönduðu hagkerfi.
En jafnframt er ítrekað að nauðsynlegt sé að
samfélagið ráði yfir mikilvægri efnahags-
starfsemi þar sem markaðurinn bregst eða
leiðir til óviðunandi ójafnaðar. Margvísleg
félagsleg rekstrarform koma til greina, þar á
meðal rekstur sveitarfélaga, samvinnurekst-
ur, hlutafjáreign starfsmanna og bein hlut-
taka ríkisins. A hinn bóginn tókst forystu
flokksins ekki að breyta stefnunni í varnar-
málum sem gerir ráð fyrir einhliða afvopnun
Bretlands.
Mestur mótblástur gegn þessum breyting-
um hefur komið frá vinstri arminum sem
telur að verið sé að hverfa frá sósíalískri
grundvallarstefnu flokksins. Þeirra á meðal
eru áhrifamiklir verkalýðsforingjar á borð
við Arthur Scargill, Tony Bcnn, John
Prescott og Eric Heffer sem buðu sig fram
gegn formanni og varaformanni flokksins í
fyrra til þess fyrst og fremst að mótmæla
hægritilhneigingum forystunnar. En vinstri-
armurinn má muna sinn fífil fegurri. Kinn-
ock var endurkjörinn með 89% akvæða en
Tony Benn fékk 11% í formannskjöri, og
Hattersley fékk 67% atkvæða, en Prescott
23% og Heffer 10% í varaformannskjöri.
Of einfalt er þó að stilla málinu þannig
upp að breytingamenn séu einfaldlega
hægrisinnar sem vilji draga flokkinn lengra
inn að miðju stjórnmálanna. Krafan um
endurnýjun tekur til miklu fleiri málaflokka
en þeirra sem venjulega skipta mönnum í
hægri- og vinstrisinna. Má þar nefna um-
hverfismál, kynjajafnrétti, neytendamál,
kynþáttamál, mannréttindamál, stjórnskip-
un og kosningalöggjöf. Fólk með
margvísleg viðhorf hefur sameinast
um að endurmeta flokksstefnuna
með sérstöku tilliti til þeirra þjóðfé-
lagsbreytinga sem hafa orðið á
undanförnum árum og áhrif hafa
haft á pólitískar væntingar og
viðhorf manna. En það sem um-
fram allt knýr þetta fólk áfram
er þó sú sannfæring að án end-
urskoðunar á stefnu og starfs-
háttum eigi flokkurinn enga
möguleika á að koma í veg
fyrir fjórða sigur íhalds-
flokksins í röð.
Guðmundur
um í flokknum á árunum 1979-1982. Hann
framfylgdi róttækri efnahagsstefnu sem varð
til þess að fæla marga kjósendur frá. En það
voru ekki bara efnahagsmál á borð við þjóð-
nýtingu, völd verkalýðshreyfingarinnar og
vöxt velferðarkerfisins sem ágreiningi ollu,
heldur mörg mál af öðrum toga, afstaðan til
lávarðadeildarinnar, varnarmál, erlend þró-
unaraðstoð og starfshættir flokksins sjálfs.
Árið 1981 þoldi hægri armurinn ekki leng-
ur við og stór hópur gekk úr flokknum undir
forystu Shirley Williams, David Owens,
Williani Rodgers og Roy Jenkins. Þau stofn-
uðu Jafnaðarmannaflokkinn, Social Dem-
ocratic Party og gerðu kosningabandalag við
Frjálslynda flokkinn í kosningunum 1983
með þeim árangri að það hlaut samanlagt
fjórðung atkvæða. Verkamannaflokkurinn
beið hins vegar afliroð, fékk aðeins tæp 28%
atkvæða, og verður að fara aftur til kosning-
anna 1918 til að finna jafn lágt kosninga-
hlutfall. Sagan endurtók sig í stórum drátt-
um í kosningunum 1987. Þótt Verkamanna-
flokkurinn næði sér nokkuð á strik með 31%
atkvæða, var hann órafjarri því að sigra
íhaldsflokkinn. Kosningasamstarf frjáls-
lyndra og jafnaðarmanna leiddi hins vegar til
samruna flokkanna tveggja 1988, en þó tókst
ekki betur til en svo að David Owen og lítill
minnihluti Jafnaðarmannaflokksins neituðu
að ganga í eina sæng með frjálslyndum og
ákváðu að halda áfram uppi merki Jafnaðar-
mannaflokksins.
Kosningaósigurinn 1987 er ekki síst at-
hyglisverður vegna þess að þá var Verka-
mannaflokkurinn samhentari en hann hafði
lengi verið og rak fremur hófsama vinstri-
stefnu. En kröftug hægristefna og vel smurð
kosningavél íhaldsflokksins svipti hann
frumkvæði í hugmyndabaráttunni eins og
endranær á þessum áratug. Flokkurinn var í
varnarstöðu, mestu púðri eytt á síðustu at-
lögu íhaldsmanna, gamalgrónum hugmynd-
um flíkað í stað þess að trúverðug framtíðar-
stefna væri mótuð og sett einarðlega fram.
Hann tók málstað þeirra sem hafa orðið fyrir
barðinu á stefnu ríkisstjórnarinnar, atvinnu-
leysingja, fátæks fólks, húsnæðisleysingja,
en gaf um leið minni gaum þeim stóra hópi
fólks sem má sín betur og hefur jafnvel haft
hag af þjóðfélagsbreytingum undanfarinna
ára. Flokkurinn átti erfitt með að þvo af sér
þann stimpil sem andstæðingar flokks-
ins komu á hann að hér færi flokkur
sem væri fastur í fortíðinni.
Ósigrarnir tveir, 1983 og 1987, hafa
leitt til mikillar uppstokkunar innan
Verkamannaflokksins. Eftir ófa-
rirnar 1983 var tekin upp hófsam-
ari og sveigjanlegri efnahags-
29