Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 31

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 31
ERLENT Gro Harlem Brundtland forsætisraðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. Flokkurinn hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu eftir hægri bylgjuna sem reið yfir Evrópu í byrjun 8. áratugarins. Vegna sundrungar á hægri vængnum hefur dregið úr fylgi borgaraflokkanna samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum. fengið sínu framgengt og að Kristilegi þjóð- arflokkurinn verði áfram sá flokkur sem ligg- ur næst Hægri í norskum stjórnmálum. Miðjuflokkurinn Miðjuflokkurinn hét áður Bændaflokkur- inn og er systurflokkur Framsóknarflokksins á íslandi. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að þetta er sá flokkur sem norskum kjósendum þykir reikulastur í stefnu sinni. En í einu máli hefur flokkurinn skýra stefnu og það er í andstöðu sinni við inngöngu Nor- egs í EB. Líklega verður það aðalkosninga- mál flokksins. Vinstri Á seinni hluta síðustu aldar og fram undir 1920 var Vinstri stærsti flokkurinn á vinstri vængnum og þá að sjálfsögðu höfuðandstæð- ingur Hægri. í kosningunum 1882 fékk flokk- urinn tæp 63% atkvæða. Nú er öldin önnur því flokkurinn á nú engan fulltrúa á Stór- þinginu. Arne Fjörtoft og liðsmenn hans gera sér vonir um nýja uppsveiflu í komandi kosning- um, þar sem flokkurinn hefur gert umhverf- ismál að sínu aðalmáli. Sósíalíski vinstriflokkurinn Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) undir forystu Erik Solholm getur gert sér vonir um fylgisaukningu í haust. SV hefur alltaf verið lítill flokkur og aldrei setið í ríkisstjórn. Fyrir vikið hefur flokknum tekist að varðveita sitt pólitíska hreinlyndi betur en mörgum öðr- um, en nú hafa þær raddir heyrst sem vilja að flokkurinn seilist til meiri áhrifa og bjóði Verkamannaflokknum til stjórnarsamstarfs ef þessir tveir flokkar ná meirihluta í kosn- ingunum í haust. Þessar raddir voru hálf- kæfðar á landsfundi flokksins fyrir skömmu og undirtektir Verkamannaflokksins eru að sama skapi dauflegar. Það eru líka litlar líkur á að þessir flokkar auki fylgi sitt samanlagt í kosningunum í haust. Flokkurinn leggur mjög mikla áherslu á umhverfisvernd og virðist standa þar sterkt að vígi í samanburði við aðra flokka sem vitaskuld segjast allir hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. Kommar, konur og græningjar I Noregi eru tveir kommúnistaflokkar, AKP og NKP. NKP hefur fylgt Moskvulín- unni á meðan endurskoðunarsinnarnir hafa verið í AKP. Samanlagt fengu þessir flokkar innan við 1% í síðustu kosningum. Rautt kosningabandalag, sem er útvíkkuð útgáfa af AKP hefur hinsvegar tvo fulltrúa í borgar- stjórn Osló og víðar í sveitarstjórnum hefur þeim tekist að komast að. Nú bendir flest til að þessum tveimur flokkum takist að koma sér saman um kosn- ingabandalag með græningjum og áhuga- hópi um kvennalista. Enn er margt óljóst um það hverjir sameinast undir regnhlífinni. Til dæmis er ósennilegt að áhugakonur um kvennalista geti notað þessa leið til að fjölga konum á þingi og vandséð að þær komi til með að styrkja framboðið mikið. Einnig er óvíst hvað nýstofnaður flokkur Græningja gerir. Helsta von þessara regnhlífarsamtaka heitir Jon Michelet, vinsæll maður með skrautlega fortíð sem sjómaður, blaðamað- ur, sakamálasagnahöfundur og kommúnisti. Ætlunin er að hann verði fyrsti maður á Oslóarlistanum en þegar þetta er skrifað er alltof margt óljóst til að spá nokkru um hvort þetta sameiginlega framboð verður að raun- veruleika. Yngvi Kjartansson/Noregi 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.