Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 34

Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 34
ERLENT Hitler á leið úr fangelsi eftir misheppnaða stjórnarbyltingu árið 1924. göngu um kosningar til stjórnlagaþings í janúar 1919. Var stjórnarskrá hins nýja þýska lýðveldis samþykkt í borginni Weimar, 11. ágúst 1919. Stjórnarskrá Weimarlýðveldisins hafði í för með sér veigamiklar breytingar á valda- kerfi landsins. Þjóðþingið, „Ríkisdagurinn" svokallaði, varð nú helsta valdastofnun landsins, og kanslari og ráðherrar bundnir meirihluta í honum. Hins vegar voru forseta landsins, sem kjörinn skyldi í beinum kosn- ingum, einnig tryggð mikil völd: hann gat, ef „öryggi ríkisins var ógnað“, skipað kanslara að eigin geðþótta og þar með í rauninni tekið landstjórnina í sínar eigin hendur. Þetta ákvæði reyndist síðar afdrifaríkur þáttur í falli Weimarlýðveldisins. Kosningakerfi Weimarlýðveldisins var mjög frábrugðið því sem gilti á keisaratíman- um. I stað hinna gömlu einmenningskjör- dæma var komið á hreinni hlutfallskosningu. Þegar kosningaúrslit úr Weimarlýðveldinu eru skoðuð kemur þannig í ljós, að ótrúlega lítill munur var á atkvæðahlutfalli annars vegar og hins vegar þingmannahlutfalli flokka. Þetta olli því að smáflokkar áttu ein- att möguleika á að koma mönnum inn á þing, og allt að fimmtíu flokkar buðu fram lista í einstökum kosningum. Þýskar konur fengu í fyrsta sinn kosninga- rétt í kosningunum til stjórnlagaþingsins í janúar 1919. Það er kaldhæðnisleg staðreynd að Rosa Luxemburg einhver helsti baráttu- maður fyrir jafnrétti og lýðfrelsi í landinu var myrt aðeins fjórum dögum fyrir þessar kosn- ingar og fékk því aldrei að taka þátt í neinum opinberum kosningum í landinu. Það er einnig kaldhæðnislegt, að jafnaðarmenn sem ávallt höfðu barist harðast fyrir því að konur fengju kosningarétt í landinu, hlutu ávallt minni stuðning kvenna en karla í kosningum í Weimarlýðveldinu. Jafnaðarmenn voru óefað „feður“ Weim- arlýðveldisins og mynduðu burðaraflið í landstjórninni á fyrstu árum þess. Þeir fylgdu „hægfara sósíalisma", og vildu fyrir alla muni forðast byltingu í sovéskum stíl. Um- bætur þær sem stjórnarskráin kvað á um voru þó verulegar og nánast byltingarkennd- ar á þeirra tíma vísu. Til dæmis var átta tíma vinnudagur lögbundinn í landinu. Hins vegar var Kommúnistaflokkurinn sem stofnaður var í ársbyrjun 1919 andvígur lýðveldinu. Þjóðþingið var að dórni komm- únista „verkfæri ríkjandi valdastétta í land- inu“ og engan veginn til þess fallið að „hrinda markmiðum byltingarinnar í fram- kvæmd“. í samræmi við þetta tóku kommún- istar aldrei sæti í ríkisstjórnum Weimarlýð- veldisins, sem alls urðu 21. Deilur þeirra og jafnaðarmanna mögnuðust er nær dró lokum lýðveldisins, og eftir fyrirskipun Komintern, sem stjórnað var frá Moskvu Stalíns frá 1928 um að jafnaðarmenn væru höfuðandstæð- ingar kommúnista um allan heim, ríkti að 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.