Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 35
ERLENT heita mátti fullur fjandskapur með þessum flokkum. Lýðveidi án lýðveldissinna Meginveikleiki Weimarlýðveldisins fólst frá upphafi í því að aldrei var í rauninni traustur meirihluti á þingi sem hlynntur var lýðræði. Á hægri væng stjórnmálanna voru gamaldags íhaldsflokkar sem í grundvallar- atriðum voru andsnúnir stjórnarskrá lýð- veldisins. Einnig var í sumum atriðum óvíst hvort miðjuflokkarnir sem fyrst og fremst voru studdir af kaþólikkum, studdu í raun- inni lýðveldið. Er þá ónefndur Nasistaflokk- urinn sem fyrst lét ekki í rauninni að sér kveða fyrr en árið 1930. Weimarlýðveldið hefur verið nefnt „lýðveldi án lýðveldis- sinna“ og það sannaðist fyrst rækilega árið 1925, þegar Hindenburg, hershöfðingi, frambjóðandi „andstæðinga lýðveldisins“ var kjörinn forseti landsins. Illa gekk yfirleitt að mynda ríkisstjórnir á tímum Weimarlýðveldisins og þær sátu stutt- an tíma í senn. Fimmtíu flokkar og 21 stjórn segja sitt um það. Líkt og áður sagði áttu tíðum að þeim aðild flokkar sem í raun voru fráhverfir ríkjandi stjórnskipulagi. Fall síðustu þingræðis- stjórnarinnar Mars 1930 í þýskri sögu. Lýðræðislegt stjórnskipulag stendur á brauðfótum. Heimskreppan, sem hófst haustið 1929 er farin að segja alvarlega til sín í þýsku þjóðfé- lagi. Við völd er sam- steypustjórn jafnaðar- manna, miðflokkanna og hægriflokksins DVP (Deutsche Volkspartei). Undir forystu Gustavs Stresemanns, utanríkis- ráðherra, átti þessi flokk- ur þokkalegt samstarf við jafnaðarmenn en eftir fráfall hans árið 1929 er tekið að harðna á daln- um. Öfl innan þessa hægriflokks vilja stjórn- ina feiga og þar með lýð- veldið, einkum ýmsir stórkapítalistar sem ráða ferðinni að verulegu leyti í flokknum. Kreppan veldur því sömuleiðis að þanþol hinnar breiðu stjórnar minnkar stöð- ugt. Spurningin er sú: Hverjir eiga að bera byrðar kreppunnar? Hægrimenn innan stjórn- arinnar vilja minnka at- vinnuleysisbætur og auka ráðstöfunarfé fyrirtækj- anna, jafnaðarmenn taka það ekki í mál: Atvinnuleysisbæturnar verða því til að sprengja stjórnina í mars 1930. Petta er vendipunktur í sögu lýðveldisins: Fall síðustu stjórnarinnar sem studdist við þingmeirihluta. Eftir þetta tekur við nýtt skeið. Tímabil „forsetastjórnanna“, sem stóð fram í mars 1933. Líkt og áður sagði var í stjórnarskrá Weimarlýðveldisins ákvæði um það að for- seti landsins gæti í neyðartilfellum tekið landstjórnina í sínar hendur, skipað kanslara að eigin geðþótta sem ekki styddist við þing- meirihluta. Hindenburg forseti greip nú til þessa ráðs; — í samráði við hina gömlu valdastofnun, ríkisherinn (Reichswehr), valdi hann íhaldssaman stjórnmálamann, Heinrich Briining að nafni til embættisins. í samráði við forsetann gerði hann þegar áætl- anir um stjórnarskrárbreytingar sem miðuðu að því að eyða þingræði í landinu, gera ríkis- stjórnina óháða Ríkisdeginum. Jafnaðarmenn vörðu stjórn Brunings van- trausti allt fram á mitt ár 1932, að Hinden- burg setti Bruning af. Af hverju þoldu jafn- aðarmenn þessa hægrisinnuðu stjórn? Pað er einhver umdeildasti þátturinn í sögu þýska jafnaðarmannaflokksins. Ein helsta skýring- in er þó líklega ótti við að bera beina ábyrgð á stjórnarathöfnum sem kæmu sér illa fyrir alþýðu manna. Kommúnistaflokkurinn var í greinilegri sókn á þessum tíma; hann var hreint stjórnarandsöðuafl og einkum at- vinnuleysingjar flykktust hópum saman til stuðnings við hann. Þessa þróun óttuðust jafnaðarmenn mjög. Nasistar og stórkapítalistar í september árið 1930 voru haldnar kosn- ingar í landinu sem einkenndust fyrst og fremst af gífurlegum sigri flokks sem áður hafði ekki látið verulega að sér kveða í land- inu: Nasistaflokksins (NSDAP) sem hlaut 18.3 prósent atkvæða. í kosningunum 1928 hafði hann einungis fengið 2,6 prósent. Fylgi sitt hlaut Nasistaflokkurinn fyrst og fremst frá gömlu hægriflokkunum og frá ungum kjósendum sem ekki höfðu áður tekið þátt í kosningum. Fylgisaukning Nasistaflokksins haustið 1930 þýddi að ýmsir áhrifamenn á hægrivæng stjórnmálanna tóku að kynna sér betur stefnu þessa nýja flokks. Nasistar voru hins vegar of tvöfaldir í roðinu til þess að hefð- bundnir íhaldsmenn gætu sætt sig við flokk- inn. Þrátt fyrir að nasistar eins og Hermann Göring og Gregor Strasser ættu ágæt sam- skipti við t.d. stórkapítalista og fengju fjár- framlög frá þeim var flokkurinn í heild ekki verulega fýsilegur kostur fyrir þá. í kosn- ingaáróðri boðuðu nasistar þjóðnýtingu banka og stórfyrirtækja og fasíska stjórn at- vinnuveganna, þar sem verkalýðsfélögum og samtökum atvinnurekenda skyldi steypt saman. Einnig studdu nasistar oft verkfalls- menn á þessum árunt og það varð ekki til að auka fylgi þeirra meðal stórkapítalista. Nasistar reyndu að höfða til sem breiðasta hóps kjósenda og tíndu ávallt til eitthvað sem falla átti sérhverjum þjóðfélagshópi vel í geð: verkamönnum var lofað „raunveruleg- um þjóðlegum sósíalisma“ en á sama tíma lofaði Hitler stórkapítal- istum því að „einkaeign- arrétturinn skyldi í heiðri hafður“. Hrifning stórkapítal- ista af Hitler var ávallt takmörkuð. Hann reyndi iðulega að ná fundi þeirra, bauð t.d. eitt sinn á árinu 1931 nokkrum helstu þeirra, m.a. for- seta sambands iðnrek- enda Gustav Krupp von Bholen, til bjórdrykkju, en enginn mætti. Pað var ekki fyrr en á hinni frægu samkomu í Dússeldorf 26. janúar 1932 að Hitler náði í fyrsta sinn raun- verulega til stórkapítal- ista. Metþátttaka var á þessum fundi í „Iðnaðar- klúbbnum" svonefnda, sent einungis voldugustu menn á peningasviðinu fengu aðgang að. Hitler átti alltaf auðvelt með að haga orðum sínum eftir því sem við átti og þarna hélt hann ræðu almenns Stuðningur kaþólikka við þýska nasistaflokkinn var mun minni en mótmæl- enda. Engu að síður sýndu margir kaþólskir kirkjufeður „Leiðtoganum" tilhlýðilega virðingu, — og hollustu. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.