Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 37

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 37
ERLENT Og svo fór að í at- kvæðagreiðslu í þinginu 23. mars 1933 sam- þykktu einnig miðflokk- arnir að stjórninni skyldi fengið alræðisvald í hendur. Meirihlutinn var því traustur, 444-94. Opinber ástæða þess að miðflokkarnir studdu einnig einræðislögin var sú að þessir flokkar vildu forðast borgarastyrjöld í landinu. Aðeins jafnað- armenn greiddu atkvæði á móti og þegar að at- kvæðagreiðslunni lok- inni voru nokkrir þing- menn þeirra handteknir. Kommúnistar voru allir fjarverandi. Með þessum lögum sem samþykkt voru 23. mars 1933 má segja að nasistar séu komnir til valda í Þýskalandi. Hverjir áttu sökina? Að framan eru ýmsar ástæður valdatöku nas- ista raktar. Þær voru vissulega flóknar og enn í dag eru þær mjög um- deildar. Weimarlýðveld- ið var alltaf veikt í sessi og það varð stöðugt veikara eftir því sem á leið. Kreppan átti mik- inn þátt í auknum stuðn- ingi við nasista; nasistar voru nýtt afl sem þeir studdu sem óttuðust um sitt: einkum smáborgar- ar af ýmsum toga. En Nasistaflokkurinn var fjöldaflokkur og vel upp- byggður sem slíkur; hon- um tókst að höfða til margra og ólíkra hópa, hann hafði eitthvað frá öllum og eitthvað handa öllum. Hann var róttæk- ur en samt hægrisinnað- ur, hann var þjóðernissinnaður rétt eins og gömlu íhaldsflokkarnir, hann skelfdi gömlu valdastéttirnar ekki að neinu marki. Um leið jókst fylgi kommúnista sem olli því að jafnaðarmenn hræddust ábyrgð af landstjórninni, og hröktust út í vafasamt hlutleysi gagnvart minnihlutastjórn sem í raun var andsnúin lýðveldinu. Þannig áttu jafnaðarmenn einnig þátt í falli lýðveldisins, sem þeir voru sjálfir aðalhöfundar að. Ábyrgð kommúnista á falli þess var þó miklu meiri. Þeir voru í grundvallaratriðum and- snúnir þessu stjórnkerfi og vildu fara aðrar leiðir. Þeir beittu sömuleiðis ofbeldi í bar- áttu sinni og áttu sök á dauða tuga manna, til dæmis fyrir kosningarnar í júlí 1932. Áróður þeirra sem stjórnað var frá Moskvu Stalíns gegn meintum „sósíalfasisma höfuðandstæð- inganna", jafnaðarmanna, var veigamikill þáttur í uppgangi nasista. Mest var þó óefað ábyrgð hægriaflanna, gömlu íhaldsaflanna. Stuðningur þeirra reyndist að lokum það sem reið baggamun- inn í valdatöku nasista. Þeir höfðu aðgang að Hindenburg og það var Hindenburg sem gerði Hitler að kanslara. Hitler var skjól- stæðingur Hindenburgs, — kanslari forset- ans en ekki þingsins. Án fulltingis gömlu íhaldsaflanna hefðu nasistar tæpast komist til valda í Þýskalandi. Það er einhver mesta kaldhæðni veraldar- sögunnar að einmitt þegar fylgi Nasista- flokksins var loks tekið að minnka, bólan farin að hjaðna, skyldu þau öfl er úrslitavald höfðu, loks kveða upp úr með stuðning sinn við þessa stefnu, og þar með færa Adolf Hitl- er völdin í hendur. Einar Heimisson/Freiburg Ný eða nýleg rit um Weimarlýðveldið sem stuðst hefur verið við: Jiirgen Falter: Wahlen und Abstimmungen in der Weimarer Republik, Munchen 1986 Reinhard Neebe: Grossindustrie, Staat und NSDAP, Göttingen 1981 Volker Rittberger: Wie die Republik der Diktatur verlag, Berlin 1983 Henry Ashby Turner: German Big Business and the Rise ofHitler, New York 1985 Heinrich August Winkler: Der Weg in die Katastrophe, Berlin/Bonn 1987 Kosningatölur: Sjá Mannkynssögu eftir 1858 eftir Swen og Aastad. Hitler, kanslari þýska lýðveldisins, á tali við Franz von Papen varakanslara og Blomberg her- málaráðherra fyrir utan Ríkisdaginn árið 1933, í þann mund er Weimarlýðveldið leið undir lok. 37

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.