Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 38

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 38
ERLENT Daður í stað þess að sofa hjá Eins og kunnugt er hefur „sex- kynslóöin" reynt allt í þeim efnum fram á daga hins hættulega kyn- lífs. Sálfæöingar við háskólann í Köln hafa nýverið fundiö út hvaö hafi komið í staö hins líflega kyn- lífs. Niðurstaðan kom mörgum á óvart; gamaldags daður. í ýtar- legum viðtölum kom í Ijós að mik- ill meirihluti þátttakenda í könn- uninni tók daður, líkamlega snertingu og kynlífsdraumóra fram yfir gjörninginn sjálfan — að elskast. Barbara Contzen sem tók þátt í þessum sálfræðiviðtöl- um sagði: „í daðrinu hleypum við lausum erótískum tilfinningum án þess að þurfa að taka óþægi- legum afleiðingum". Meira að segja nauðaómerkileg hvunnda- gsverk urðu skemmtileg, sögðu þátttakendur í þessari könnun, með því að „leika sér að eldinum, sem ekki mátti breiðast út“. Þannig kom í Ijós að daðrað var í strætisvögnum, lestum, bað- stöðum og líkamsræktarstöðv- um. Til þess var tekið að það fólk sem var í hamingjusamri sam- búð stundaði ekki síður en annað fólk þetta hvunndagsdaður af miklum krafti. En þeir sem ætl- uðu hins vegar að ná sér í maka með þessum hætti lukkaðist það ekki — því fyrirhöfnin við að vera fyndin(n) og skemmtileg(ur) lok- aði fyrir árangur... Þrúgur reiðinnar Bandaríski Ijósmyndarinn Hoce Bristol áttræður að aldri sagði nýverið frá því hvernig hann hafði léð John Steinbeck hug- myndina að bókinni „Þrúgur reið- innar“. Horace ætlaði sér að setja saman Ijósmyndabók um hina fátæku bændur í Oklahoma sem unnu sem farandverka- menn á ekrunum í Suður-Kalif- orníu við ömurlegar aðstæður. Hann fékk þá Steinbeck, sem var óþekktur rithöfundur í þann tíð, til að skrifa textann við hina áform- uðu Ijósmyndabók. Um sjö eða átta helgar óku þeir tveir saman og heimsóttu tjaldbúðir faran- dverkamannanna. Eftir um eitt þúsund myndatökur gekk Stein- beck úr skaftinu og sagði við fé- laga sinn: „Mér þykir það leitt, en sagan er of sterk fyrir einhverja Ijósmyndabók. Ég ætla að skrifa Horace og ein örfárra mynda sem til eru eftir ferðir þeirra Steinbecks. skáldsögu um þetta“. Og það var Þrúgur reiðinnar. Horace Bristol varð miður sín og í reiði sinni og þunglyndiskasti brenndi hann flestar myndirnar. Hann er Stein- beck enn sárgramur vegna þess að hans er ekki getið sem hug- myndasmiðs í bókinni. „En“ segir Horace Bristol „Þrúgur reiðinnar er bók sem varð að vera til“... Ron Perlman í hlutverki sínu ásamt hinni 28 ára gömlu Lindu Hamilton, sem er aðalmótleikari hans í þáttunum um Vincent. Vildi leika Hamlet Bandaríski leikarinn Ron Perlm- an hefur unnið mikla leiksigra í sjónvarpsþáttunum „Fríða og dýrið" í hlutverki Vincents. Vin- sældir þáttanna í mörgum lönd- um heims og sérstaklega þessa leikara hafa víða verið umfjöllun- arefni — „hann heillar konur, jafnvel þær sem eru með dokt- orsgráðu“. Talað er um óvenju- lega geislun persónuleikans, að hann fylli tómarúm í hjarta ungra stúlkna. Engu að síður er sagt að Perlmann eigi ekki sjálfum sér þessar vinsældir að þakka, held- ur útbúnaði og útfærslu förðun- armeistara, sem þurfa fjóra klukkutíma til að útbúa leikarann fyrir hvern þátt. „Ef til vill hljómar það asnalega, en ég vildi alltaf leika Hamlet", segir Perlman sem er orðinn fastur í hlutverki skepnunnar... Bjórkóngur í tónlist Nú hefur Alfred Henry Heineken hinn hollenski 65 ára gamli bjór- kóngur komist yfir áfallið eftir mannránið sem hann varð fyrir. Hann hyggst í framtíðinni helga sig áhugamáli, sem hingað til hefur setið á hakanum — tóns- míðum. Hann hefur sett fyrstu af- urð sína á markað en það eru 12 lög á geisladiski sem sungin eru af kanadískum söngvara, Kenn- edy Colman að nafni. Frank Sin- atra, sem löngum hefur verið sakaður um tengsl við Mafíuna, hefur verið bundinn Heineken vináttuböndum í 35 ár, mun hafa aðstoðað við gerð geisladisks- ins... Ráðherra fauk Fyrsti ráðherrann sem orðið hef- ur að víkja vegna tímaritaumfjöll- unar í Sovétríkjunum er Nikolai Wassiljew 72 ára, sem gengdi embætti virkjanamálaráðherra. Hið kaldhæðna tímarit Krokodil birti mynd af ráðherranum á for- síðu í rústum á byggingasvæði og harkaleg gagnrýni fylgdi. Stuttu eftir birtinguna var Wass- iljew, sem hafði verið í 23 ár í aðalstjórn flokkins, settur á eftir- laun... Ron Perlman eins og hann lítur út í raunveruleikannum. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.