Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 46

Þjóðlíf - 01.06.1989, Side 46
MENNING Kvenréttindadagurinn Barnalæknir með friði Höfum við sem nú byggjum þessa jörð aðeins 10 ár til stefnu ef takast á að bjarga heiminum frá tortímingu? Því hcldur bar- áttukonan og barnalæknirinn Helen Cald- icott fram. Hún er væntanleg til Islands og hcldur fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu að kvöldi kvenréttindadagsins 19.júní. Það eru samtökin sem stóðu að ferð ís- lenskra kvenna á Nordisk Forum síðastlið- ið sumar sem bjóða Helen Caldicott hing- að. Hún var gestur Nordisk Forum ráð- stefnunnar og vakti þar mikla athygli og aðdáun — og kom af stað umræðum. Hún þykir með allra áhrifamestu fyrirlesurum og liggur ekkert á skoðunum sínum á ráða- mönnum, hergagnaframleiðendum né heldur á þeim leiðum sem færar eru í friðar- baráttu. Helen Caldicott er frá Ástralíu og kynnt- ist þar ung baráttunni gegn kjarnorku- vopnatilraunum Frakka á Kyrrahafinu. Hún bjó um skeið í Bandaríkjunum og beitti sé þar fyrir stofnun samtaka lækna gegn kjarnorkuvá. Nú ferðast hún um heiminn og brýnir fólk til dáða í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum. búa til manneskju. Ég tel mun merkilegra að skipta á barni og hugsa um það en sitja í einhverri nefnd og ræða hluti sem eru alveg út í hött. Konurnar eru kjarninn sem hlutirn- ir snúast um. Erum við þá koniin að kjarna málsins? — Ég er að reyna að koma þessari karl- ímynd á réttan kjöl. Við erum ekki eins stór- kostlegir og við höldum fram. Ég myndi treysta öllum konurn betur til að ráða. Ég er alveg viss um að réðu konur heiminum væri hann örugglega ekki verri, mjög líklega betri. Þvíaðkonur eru meðlífinu, fæða börn og finna það sem karlar geta ekki fundið. Þær standa líka nær lífinu. En það eru margir sem segja að konur rugli málin með tilfínningatali, þær skilji ekki harðan heim viðskipta. Er citthvaö hæft í þessu? — Þetta er bara della. Okkur vantar til- finningar í málin. Ef nokkur tilfinning væri í ráðamönnum núna myndu þeir ekki láta stað eins og Stöðvarfjörð drabbast niður. Þú býrð á Stöðvarfirði. — Já, ég flutti þangað fyrir fimm árum. Ég gerði það til að breyta til, fá nýja impúlsa, nýtt energí. Það er auðveldara að lifa þar, lífið er einfaldara. Þarna er ég nær náttúr- unni, mjög nálægt. Það er betra fyrir börnin að alast þar upp og ég upplifi samfélag sem hvorki er hlutlaust né á móti heldur með mér. Þannig líður mér vel. Vinnuandinn er góður og aðstaðan líka. Ég sé ekki eftir því að hafa flutt þrátt fyrir það slæma ástand sem þar er. Ertu þá hamingjusamur maður? — Ég er algjörlega hamingjusamur maður í þeim skilningi að ég hef unnið ýmsa sigra, í því felst viss hamingja. Ef maður tapar er maður óhamingjusamur. Það er nefnilega geysimikill munur á því hvort maður er á bömmer eða ekki. Hver hefur verið þinn stærsti sigur? — Ég veit það ekki, kannski að hætta að hafa nokkurn metnað gagnvart umhverfi mínu. Ég hef mikinn metnað gagnvart sjálf- um mér, en ekki til þess að komast í ein- hverja stöðu. Maður kemst ekki áfram í líf- inu með því að vera ofboðslega elskulegur. Það er tóm vitleysa. Það er ekki hægt að græða peninga nema með því að láta aðra vinna fyrir sig. Það er á hreinu. Maður verð- ur að taka þátt í öllum hugsanlegum svikum til að komast áfram. Okkar kapítalíska þjóð- félag er bara þannig. Ég er ekki með í þessu kerfi. Ég vil frekar lifa í mínu eigin og það er það sem ég geri. í mér hefur alltaf verið þessi anarkisti. Ég hef aldrei viljað vera í neinum samtökum. Að vísu er hægt að gera eitthvað gagn þannig, en maður breytir engu. Ég hef áhrif með því að gera ekki neitt, eins og flestir. Ef mér tekst að breyta einhverju inn- an fjölskyldu minnar, þá er ég ekki alveg gagnslaus, það er stórkostlegt. T.d. setti ég barnaherbergin hlið við hlið og gluggarnir snúa að sama fjallinu. Ég er að innræta þeim eitthvað án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Þau sjá þetta fjall kannski næstu tíu árin og þetta fjall mun fylgja þeirn hvert sem er, þau bera það í sér. Þannig geri ég meira en með því að banna hitt og þetta. Ég er alveg viss um að það sem maður man eftir foreldr- um sínum er þegar þeir voru góðir við mann, þegar maður fann hlýju og hjálpsemi þeirra. Slík augnablik hafa mótandi áhrif. Hver er myndin í hjarta þínu? — Skógurinn og fjöllin heima. Leitar sú mynd mikið á þig? — Auðvitað. Æskuárin móta okkur mest. Ég hef fundið rnjög sterkt fyrir því. Maður miðar allt út frá uppeldinu, heimilinu, vilj- andi sem ósjálfrátt. Allt sem við gerum seinna. Maður lærir ekki síðar að vera góð- ur. Sama hvert ég fer ber ég með mér þessa mynd, þessa viðmiðun sem ég hef haft frá unga aldri. Guðrún Tuliníus SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 ® SÍMI 25050 ® REYKJAVÍK

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.