Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 48
HEILBRIGÐISMÁL Umdeild Fósturvefja- lœkningar Á undanförnum árum hefur opnast nýtt svið í læknavísindum sem virðist lofa góðu um lækningu á sjúkdómum sem hingað til hafa verið ill- eða ólæknandi. Nýjungarnar felast í því að taka vefi úr lífvana mannsfóstri og græða í sjúkt fólk eða nýta þá á annan hátt til lækninga. A sama tíma hafa slíkar rannsóknir vakið upp deilur um siðferðislegt réttmæti notkun- ar á vefjum úr mannsfóstrum, einkum ef þau eru fengin við fóstureyðingar. Vorið 1988 var lagt bann við öllum rannsóknum á læknis- fræðilegri nýtingu vefja úr fóstrum sem falla til við fóstureýðingu. Bannið stendur þar til ýtarleg umfjöllun um siðferðislegar hliðar málsins hefur farið fram. Til að fjalla um þessi mál hafa ýmsar nefndir verið settar á laggirnar og fjallað verður um skýrslu einnar þeirra (Stanfordnefndarinnar) hér á eftir. Séreiginleikar fósturvefja Vefir úr mannsfóstrum hafa verið notaðir við rannsóknir frá því á fjórða tug þessarar aldar í þeim tilgangi að rækta ýmsa stofna fruma. Slíkir frumustofnar hafa reynst mjög notadrjúgir í rannsóknum á veirum og í framhaldi af því við framleiðslu á bóluefnum gegn þeim, t.a.m. gegn lömunarveiki. Mun skemmra er síðan farið var að flytja vefi úr lífvana fóstrum í lifandi sjúklinga í lækninga- skyni. Það eru einkurn þrír eiginleikar fóst- urvefja sem gera þá heppilega til flutnings af þessu tagi. (1) Þeir vaxa mjög hratt. (2) Þeir hafa mikla aðlögunarhæfileika. (3) ígræðsla þeirra vekur lítil eða engin ónæmisviðbrögð í líkama þess sem þiggur þá. Vegna þessara eiginleika hafa tilraunir verið gerðar til að flytja fósturvefi t.d. í sjúklinga með lamariðu (parkinsonsveiki), sykursýki og blóðleysi af völdum geislunar. Einnig hafa fósturvefir verið nýttir við grunnrannsóknir á ónæmiskerfinu og göllum í því. Þá hafa þeir verið fluttir í mýs með veiklað ónæmiskerfi. Allar þessar tilraunir eru á frumstigi en lofa góðu um að hægt verði að ráða niðurlögum ýmissa sjúkdóma sem milljónir rnanna þjást af. Fáir mótmæla líffæraflutningum milli manna séu þeir gerðir í þeim tilgangi að lina Gagnrýnendur óttast að hætta sé á að notkun fósturvefja í læknisfræðilegum tilgangi hvetji konur til að gangast undir fóstureyðingu sem þær myndu annars ekki gera. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.