Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 50
HEILBRIGÐISMÁL
Áfengið
Börn alkahólista í Uandaríkjunum hafa
niyndað fclagsskap um vandamál sem fram
koma í lífi þeirra allt frá bernsku til fullorð-
insára. Mikil umræða hefur orðið þar vestra
í kjölfar umfjöllunar í Newsweek í fyrra um
þetta mál og er þessi grein byggð á úttekt
tímaritsins.
Allt frá árinu 1935 hafa meðlimir AA-sam-
takanna (Alcoholics Anonymous) í Banda-
ríkjunum haldið því fram að áfengisdrykkja
þeirra hafi gert þeim ókleift að stjórna eigin
lífi. Al-Anon, sem eru samtök aðstandenda
áfengissjúkra, sýndu okkur hinsvegar fram á
að ættingjar og vinir líða fyrir drykkju þess
áfengissjúka og verða hluti af vandamálinu.
Síðar komu Alateen, sem eru samtök ungl-
inga er líða fyrir áfengisneyslu foreldra
sinna. Alatot, sem eru samtök ættingja lát-
inna áfengissjúklinga hafa einnig verið stofn-
uð. Öll eiga þessi samtök það sameiginlegt
að leitast við að lækna þau sár sem myndast
hafa vegna ofneyslu áfengis og leita lausna á
þeim vandamálum sem fylgja áfengissýk-
inni.
„Uppkomin börn alkóhólista“
Að undanförnu hafa ný samtök sem tengj-
ast áfengisvandamálinu verið í örum vexti.
„Uppkomin Börn Alkóhólista“ (Children of
Alcholics, skammstafað COA) eru lítt
skipulögð samtök. Þau eru að flestu leyti
byggð upp á svipaðan hátt og ýmsar grasrót-
arhreyfingar þar vestra. Samtökin hafa á
stuttum tíma haft gríðarleg áhrif á hugsunar-
hátt þeirra rúmlega 28 milljóna Bandaríkja-
manna sem hafa þurft að horfa uppá a.m.k.
annað foreldra sinna lenda í þeirri ógæfu að
missa stjórn á áfengisneyslu sinni. Uppkom-
in börn áfengissjúklinga sem starfa innan
COA—samtakanna hafa bent á áður
óþekktar afleiðingar áfengissýkinnar og fyrir
vikið er þetta vanabindandi vímuefni nú tal-
ið enn lævísara en áður. Engu að síður telja
samtökin að forða megi aðstandendum
áfengissjúklinga frá þeirri óhamingju og
eymd sem oft einkennir líf þeirra allt ævi-
skeiðið.
ímyndið ykkur barn sem býr á óreglu-
heimili, keyrir um með drukknum ökumanni
og hefur engan til að tala við um skelfinguna.
Þó ýmsir kynnu að halda að slíkt heyrði til
undantekninga þá er svo ekki í raun, því að í
Bandaríkjunum einum eru yfir tíu milljónir
rnanna háðar áfengi og flestir þeirra eiga
börn. „Eg ólst upp í smækkaðri mynd af
Víetnam,“ lét eitt af þessum fjölmörgu upp-
komnu börnum áfengissjúklinga hafa eftir
sérá fundi COA—samtakanna nýverið. „Ég
og fjölskyldan
Börn áfengis-
sjúklinga ná tökum
á ótta, sektarlund
og reiði
vissi hvorki hvers vegna ég var þarna né hver
óvinurinn var.“ Jafnvel áratugum eftir að
foreldrar þeirra deyja geta börn áfengissjúkl-
inga átt í vandræðum með náin samskipti við
aðra („maður lærir að treysta engum") eða
taka þátt í gleði með öðrum („ég faldi mig í
skápnum").
Börn svipt æsku sinni
Börn ofdrykkjusjúklinga ímynda sér að
þeim hafi mistekist að bjarga „mömmu“ og
„pabba“ frá drykkjunni og yfirfæra þá til-
finningu á allt það sem þau taka sér fyrir
hendur, jafnvel þótt þau séu hyllt um allan
heim vegna starfa sinna, eins og listamaður-
inn Eric Fiscl til dæmis. Og þessi börn hafa
tilhneigingu til að giftast áfengissjúklingum
eða öðru alvarlega trufluðu fólki. Ein ástæða
þess er að þau eru tilbúin til að sætta sig við
brenglaða hegðun og eru reyndar mörg hver
orðin háð óreglulegu fjölskyldulífi.
Þaö er mat margra barna áfengissjúklinga,
sem nú eru orðin fulltíða, að þau hafi verið
svipt æsku sinni. „Ég hef séð fimm ára gamla
krakka annast heilu fjölskyldurnar," segir
Janet Geringer Woititz, einn af frumkvöðl-
um hreyfingarinnar. Og þrátt fyrir þá óham-
ingju sem einkennir líf þessara barna virðast
þau upp til hópa sýna foreldrum sínum ótrú-
lega hollustu, jafnvel þótt hún sé augsýnilega
óverðskulduð. Woititz bendir á að þegar
þessi börn komast á fullorðinsár séu þau með
nagandi samviskubit yfir því að vera frá-
brugðin öðru fólki. Nýlegar rannsóknir
benda til að hér sé ekki einungis um minni-
máttarkennd og ímyndun að ræða heldur sé
raunverulegur líffræðilegur munur á þeim og
öðru fólki. Dr. Henri Begleiter, sem starfar
við læknadeild Ríkisháskólans í New York,
hefur sýnt fram á það með heilaþverskurðar-
myndum, að í heilum uppkominna barna of-
drykkjufólks hafa oft fundist gallar í þeim
hlutum heilans sem hafa með tilfinningar og
minni að gera. A þennan hátt líkjast því af-
komendurnir foreldrum sínum og fyrir vikið
verður atferlið áþekkt, — sjálfsvirðingar-
leysi og þráhyggja. Og óhjákvæmilega rennir
þetta stoðum undir þann grun að börnum
áfengissjúklinga sé hættara en öðrum við að
verða fórnarlömb ofdrykkjunnar. Tölfræði-
lega hefur verið sýnt fram á það að fjórða
hvert barn áfengissjúklinga verður áfenginu
að bráð, en sé litið til heildarinnar verður
einungis tíunda hvert barn áfenginu að bráð.
Uppsöfnuð og bæld reiði
Illmögulegt er að gera vísindalegar mæl-
ingar á reiði og öðrum andlegum fylgifiskum
þeirra vandamála sem fylgja óhóflegri áfeng-
isnotkun á heimilum. Engu að síður virðist
mikil reiði safnast fyrir hjá börnum áfengis-
sjúklinga og búa um sig í sálarlífi þeirra. Og
hin bælda reiði getur brotist fram á margvís-
legan hátt og haft niðurdrepandi áhrif á líf
fólks allt fram á elliár, án þess að fólk viti
ástæðuna.
Ymsar leiðir hafa verið reyndar til að losa
fólk við bælda reiði af þessu tagi. Fjölskyldu-
meðferðarstofnun ein í Wernersville hefur
beitt nýstárlegri aðferð í þessu sambandi.
Hún felst í því að gefa fólki kost á því að
berja púða af lífs og sálar kröftum með kylfu.
Ken Gill, 49 ára gamall sölumaður hjá IBM,
reyndi þessa aðferð nýverið og að eigin sögn
varð árangurinn ótvíræður. „Ég kom vegna
þess að mér leið svo illa og vissi ekki hvers
vegna,“ segir hann að aflokinni meðferð-
inni. „Ég var vinnusjúkur og vanrækti fjöl-
skyldu mína en eftir að mér hafði verið sýnt
fram á að ég væri „uppkomið barn áfengis-
sjúklings“ og að atferli mitt mótaðist af því
breyttust viðhorf mín. Fyrir mér var það
mikils virði að geta útskýrt framkomu mína
þó svo að ég geti á engan hátt afsakað hana“.
Þessi vitnisburður Gills er athyglisverður,
því eins og svo mörg önnur börn sem alist
hafa upp á drykkjuheimili kynntist hann
aldrei foreldrum með eðlilega hegðun á
æskuárunum og kann þar af leiðandi ekki að
lifa eðlilegu fjölskyldulífi.
Leik- og söngkonan Suzanne Soniers varði
rnörgum árum í að fá útrás fyrir reiði sína
með því að skrifa bók sem nú er nýkomin út
og heitir „Keeping Secrets". „Mér fannst
nóg að láta þennan sjúkdóm leggja fyrri
hluta ævi minnar í rúst þótt hann færi ekki
eins með þann seinni.“
Einkenni samfara
drykkju foreldra
Ekki getur hvert og eitt uppkomið barn
áfengissjúklings heimfært upp á sjálft sig alla
þá 13 þætti (á töflunni) sent Woititz eignar
þeim í bók sinni, „Uppkomin börn alkóhól-
50