Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 52
HEILBRIGÐISMÁL
sín sagði hann m.a.: „Verk mín
eru ekki sjálfsævisöguleg , en
samt er tónn þeirrra nátengdur
barnæsku minni“.
Um mynd sína „Háttatími"
segir Fischl að hún tengist minn-
ingunni um það þegar allt var að
fara til andskotans. „Ég býst við
að gera megi ráð fyrir að strákur-
inn sé ég, og skömm hans, dapur-
leiki og ráðleysi sé líka frá mér
komið. Superman náttföt litla
stráksins snúa öfugt, svo það er
einsog horft sé í spegil. Ég málaði
konuna standandi á glerborði á
háum hælum til að sýna við-
kvæmni og hættu. Maðurinn hef-
ur aðeins annan handlegginn
vegna þess að ég vildi ná fram
getuleysi." Að eigin sögn gerði
Fischl sér ekki grein fyrir hversu
sorgmæddur hann var fyrr en
móðir hans dó í bílslysi árið 1970
þar sem áfengi kom við sögu. „Að
eiga drykkjusjúka foreldra leiðir
til þess að maður lítur á þetta sem
sitt eigið vandamál", segir hann.
„Sjálfum leið mér eins og mér
hefði mistekist að bjarga móður
ÞAÐ ER VANDAMÁL Á HEIMILINU
í bókinni „Uppkomin börn alkóhólista,11 talar
Janet Geringer Woititz um eina 13 þætti
sem flest börn áfengissjúklinga finna fyrir aö
einhverju leyti. Þessir þættir geta skapað
vandamál sem hrjá fólk alla ævi, segir hún.
Uppkomin börn alkóhólista.
* giska á hvað sé eðlilegt.
* eiga erfitt með að halda
sig við lausn verkefna frá
upphafi til enda.
* Ijúga þegar jafnauðvelt
væri að segja satt.
* dæma sig sjálf miskunn-
arlaust.
* eiga erfitt með að
skemmta sér.
* taka sig mjög alvarlega.
* eiga erfitt með náin sam-
skipti.
* bregðast á öfgafullan hátt
við breytingum sem þau
hafa enga stjórn á.
* eru stöðugt að sækjast
eftir hrósi og viðurkenn-
ingu.
* finnst þau vera öðruvísi
en annað fólk.
* eru annaðhvort fram úr
hófi ábyrg eða óábyrg.
* eru mjög trygglynd, jafn-
vel þótt augljóst sé að
traust þeirra sé ekki verð-
skuldað.
* lokast inni í ákveðnu
hegðunarmynstri án þess
að íhuga fyrir alvöru aðrar
leiðir eða hugsanlegar af-
leiðingar.
hefðu gert henni mögulegt að sjá
veruleikann í nýju ljósi og þar
með kleift að öðlast sjálfsvirð-
ingu. Á öðrum fundi sagðist Car-
olyn nokkur hafa kvartað við
lækninn sinn yfir þunglyndi.
„Hann spurði mig hvort annað
hvort foreldra minna væri áfengis-
sjúklingur, — þetta var gríðarlegt
áfall fyrir mig“, sagði hún. og má
líka vera það. Læknastéttin á enn
langt í land með að gera sitt til að
draga úr áhrifum áfengissýkinnar,
því að bandarískir læknastúdent-
ar fá í mesta lagi tíu kennslustund-
ir til að læra um þær hörmungar
sem drepa árlega um 100 þúsund
manns í Bandaríkjunum einum.
Afneitunin og fölsk
mannalæti
Titillinn á hinni sérstæðu bók Claudiu
Black „Pað kemur ekkert fyrir mig“ endur-
speglar hina dæmigerðu blöndu af afneitun
og fölskum mannalátum sem einkennir þá
sem háðir eru þörfum annarra. í henni legg-
ur hún áherslu á að börn frá ofdrykkjuheim-
ilum komist aldrei í kynni við umhverfi sem
sé mótsagnalaust og í föstum skorðum, —
það sem þau hafa mesta þörf fyrir. Einnig
talar hún urn að þessi börn takist ekki að
tileinka sér venjubundin „unglingahlutverk“
og festist í hlutverkum á borð við að vera
„hinn ábyrgðarfulli“ og „aðlögunarmeistar-
inn“.
Hin einstæða aðvörun Black er sú, að börn
sem lifa af áfengissýki foreldra sinna, með
þrautseigju og mikilli sjálfsbjargarviðleitni,
verða oft fyrir tilfinningalegu og sálarlegu
tjóni seinna meir. Pau eru einnig líkleg til að
verða áfengissjúklingar, segir hún. „Áfengi
gerir þau nefnilega frjálslegri því að það er
róandi, losar um hömlur og gerir þeim kleift
að slaka á. Þegar þau drekka taka þau sig
sjálf ekki eins alvarlega. „Þó svo að þessi
áhrif komi fram hjá öllum sem drekka
áfengi", segir Black, „þá blasir sú dapurlega
staðreynd við að fyrir þá sem fastir eru í
ánauð áfengissýkinnar er drykkja oftast nær
sú leið sem farin er til að gera tilveruna létt-
bærari“.
En þessi fullyrðing Black á ekki fullkom-
lega við rök að styðjast, því að komin er fram
hreyfing þar sem starfið einkennist af glað-
legum fundum uppkominna barna áfengis-
sjúklinga þar sem áfengi er ekki haft um
hönd. Á hundruðum COA funda talar fólk
saman og hlustar hvert á annað, grætur, hlær
og byggir sig upp, eða „hleður rafgeymana“,
einsog Ken Gill orðaði það. „Þetta kom í veg
fyrir að ég yrði áfengissjúklingur", sagði
kona ein að nafni Heather á samkomu fyrir
skömmu sem haldin var í hverfi efnafólks í
San Francisco. “Allt var mér að kenna vegna
þess að ég var elst. Mér tókst aldrei að gera
foreldrum mínum til hæfis. Ef ég útbjó t.d.
morgunverð handa þeim og færði þeim tvö
egg, annað hrært og hitt spælt, þá hafði ég
alltaf hrært vitlaust egg“. Á samkomunni var
kollum kinkað til samþykkis. Hver önnur en
börn alkóhólista geta sett sig í spor þeirra
sem reyna að gera áfengissjúkum foreldrum
sínum til geðs?
„Að tala og hlusta: Þannig lærðum við að
glíma við ofdrykkju", segja uppkomin börn
áfengissjúklinga. Og þrátt fyrir að þetta
hljómi barnalega, er ekki rétt að afneita því.
Þetta er besta leiðin til að ráða bót á, ekki
bara drykkjunni heldur líka öllum þeim
einkennum sem við köllum alkóhólisma.
Á COA—fundi sem haldinn var nýlega í
Boston tók kona ein að nafni Nina til máls og
sagði að hún hefði reynt allt fram til þessa að
breiða yfir þá staðreynd að foreldrar hennar
væru áfengissjúklingar. Þannig hefði hún
reynt að telja sjálfri sér, og sínum nánustu,
trú um að allt væri í himnalagi og sér liði vel.
Hún sagði að COA fundir og bókmenntir
Börn ofurseld
stöðugum kvíða
I Bandaríkjunum er það mikl-
um erfiðleikum bundið að hjálpa
þeim 7 milljónum barna áfengis-
sjúklinga sem eru undir 18 ára
aldri, því að afneitun foreldranna
á þeim sálrænu vandamálum sem
drykkju þeirra fylgja, leiðir til
þess að börnin komast ekki í
nauðsynlega meðferð. Börn sem aldrei vita
hvers þau eiga von þegar þau koma heim úr
skólanum eru „ofurseld stöðugum kvíða“,
segir Woititz. Að mati sumra barnalækna er
hægt að greina tengsl milli kvíða hjá börnum,
sem líða fyrir öryggisleysi af þessu tagi, og
geðrænna streitueinkenna á borð við maga-
sár, flökurleika, svefnleysi, meltingartrufl-
anir og húðertingu. Migs Woodside frá
COA-hreyfingunni segir að reyndur kennari
geti á augabragði greint hvort barn komi frá
fjölskyldu sem á við áfengisvandamál að
stríða. „Stundum má greina þessi börn út frá
klæðaburði eða því að þau eiga aldrei pen-
inga fyrir mat“, segir hún. „Börn sem koma
frá fjölskyldum sem eiga við áfengisvanda-
mál að stríða bregðast öðruvísi við umræð-
um um áfengisdrykkju og á þann hátt á kenn-
ari auðvelt með að greina þau, en einnig geta
myndir sem þau teikna gefið slíkar vísbend-
ingar".
Eftir tuttugu til þrjátíu ár fer þessum börn-
um ef til vill að finnast þau misheppnuð eða
sökkva í þunglyndi án þess að geta útskýrt
það almennilega. Þangað til beita þau vaxlit-
unum af afli. „Bjórdósir — ekki áfengis-
flöskur — eru leiðarstef í verkum ungra
barna sem líða fyrir áfengisvandamál for-
eldra sinna. Endrunt og sinnum má sjá stóru
spýtukarlana hella úr bjórdósum uppí litlu
spýtukarlana", segir Woodside, döpur í
bragði.
Magnús A. Sigurðsson.
Snarað og stytt úr Newsweek
52