Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 54
VIÐSKIPTI
koma nú svo gott sem í veg fyrir samruna
samkeppnisfyrirtækja hvenær sem annað
eða eitt þessara fyrirtækja hefur umtalsverða
markaðshlutdeild í sinni starfsgrein. Og víða
hafa sérstakar ríkisstofnanir eftirlit með
sameiningu fyrirtækja, enn fremur vald til að
hafna boðaðri sameiningu ef samruni er tal-
inn stríða gegn hagsmunum almennings. I
Bandaríkjunum er þetta starf í höndum sér-
stakrar deildar í dómsmálaráðuneytinu; í
Bretlandi í verkahring Einokunar- og sam-
runaráðsins.
Hér á landi eru slík afskipti nær óþekkt;
ríkisvaldið hefur ekki talið nauðsynlegt að
gefa breytingum á heimamarkaðsaðstæðum
sérstakan gaum. I lögum um verðlag, sam-
keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti
er Verðlagsráði almennt falið að hafa eftirlit
með markaðsráðandi fyrirtækjum, skaðleg-
um samkeppnishömlum og óheimilu sam-
ráði fyrirtækja, en verksvið þess nær hvorki
til eftirlits né afskipta af samruna fyrirtækja
og aukningu markaðsvalds. Svo fjarri hafa
áhyggjur af þessum málum verið íslenskum
stjórnvöldum að þau höfðu sjálf veg og
vanda að sameiningarviðræðum Flugfélags
Islands og Loftleiða á sínum tíma og gengust
síðan nýlega fyrir viðræðum um sameiningu
Flugleiða og Arnarflugs , einu alhliða flugfé-
laganna hér á landi.
Skattahagræði
Ríkisvaldið kemur inn í samruna fyrir-
tækja með öðrum hætti: það ívilnar fyrir-
tækjum sem hlut eiga að máli í sköttum. Með
sameiningu hafa fyrirtæki getað notfært sér
tap annars til að minnka heildarskattgreiðsl-
ur beggja. Oft er beinlínis stofnað til samein-
ingar fyrirtækja af þessu tilefni. Petta skýrir
að nokkru hvers vegna þetta gerist svo oft
sem raun ber vitni stuttu fyrir áramót. Til
skamms tíma hefur verið leyfilegt að fyrir-
tæki í ólíkum atvinnugreinum sameinist;
Ástæður sameiningar
Á fundi sem Félag viðskipta- og hag-
fræðinga hélt í mars sl. undir yFirskrift-
inni „Sameining fyrirtækja: tískufyrir-
bæri eða varanieg lausn“ nefndi Ólafur B.
Thors, annar af framkvæmdastjórum
Sjóvá-Almennra, átta ástæður fyrir því
að Aimennar Tryggingar sameinuðust í
vetur Sjóvátryggingafélagi íslands. Þær
voru:
1. Lækkun rekstrarkostnaðar.
2. Sterkari staða á markaði.
3. Sterkari staða í þróun trygginga.
4. Meiri markaðshlutdcild.
5. Hagstæðari endurtryggingavernd.
6. Betri ávöxtunarsamningar.
7. Ódýrara umboðsmannakerfi.
8. Styrkari varnir gegn erlendum
tryggingafélögum.
dæmi eru t.d. um samruna gosdrykkjafyrir-
tækis og útgáfufyrirtækis sem eingöngu var
stofnað til vegna hins skattalega hagræðis.
Og hagstæðari skattar vegna samruna eru
heldur ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar U.S.
Steel tók yfir Marathon olíufélagið fyrr á
þessum áratug þá mun það um leið hafa spar-
að sér um milljarð dollara í skattgreiðslur til
alríkisstjórnarinnar í Washington, með því
að nota sér betur fyrninga- og skattaafslátta-
kerfi. Samruni fyrirtækja er þannig óbeint
fjármagnaður af hinu opinbera.
Nú virðist hins vegar vera farið að þrengj-
ast um þetta skattahagræði. Um síðustu ára-
mót gengu í gildi breytingar á íslenskum
skattalögum í þá veru að viðkomandi fyrir-
tæki verði að vera í skyldum atvinnurekstri.
Bandarískum skattalögum var einnig breytt
fyrir rúmu ári á svipaða lund.
Til viðbótar þeirri stefnu sem birtist í lög-
gjöf og beinum stjórnaraðgerðum, þá hafa
íslensk stjórnvöld á undanförnum mánuðum
beinlínis hvatt til þess að „endurskipulagn-
ing atvinnulífsins" eigi sér stað með sam-
bræðslu fyrirtækja. Opinberir sjóðir og fjár-
málastofnanir hafa í nokkrum tilfellum greitt
fyrir sameiningu með fjárhagslegri þátttöku.
Því virðist sem íslensk stjórnvöld hafi gengið
út frá því, í ríkari mæli en stjórnvöld í flestum
vestrænum ríkjum, með afskiptaleysi sínu,
skattaívilnunum, fyrirgreiðslum og yfirlýs-
ingum, að sameining fyrirtækja þjóni al-
mannahagsmunum.
Hagkvæmni stærðarinnar
Stjórnvöld byggja stefnu sína á þeirri
kenningu að samruni fyrirtækja leiði til hag-
ræðingar og eflingar atvinnulífs. En eflir
hann alltaf hag fyrirtækjanna? Reynslan sýn-
ir að svo er ekki. Hér á landi höfum við þegar
nokkur dæmi um að samruni hafi ekki skilað
árangri. Business Week birti nýlega forsíðu-
grein undir nafninu „Merger Mania“ (Sam-
runaæðið) og skýrði þar frá því að í sjö af
hverjum tíu skiptum hafi sameining banda-
rískra fyrirtækja á árunum 1960-80 mistekist.
Þannig hafi samanlagt markaðshlutfall fyrir-
tækjanna minnkað og verðmæti eða hagnað-
ur þeirra dregist saman. Og í allmörgum til-
fellum hefur hið sameinaða fyrirtæki beinlín-
is veslast upp.
Verð á hlutabréfum fyrirtækja sem þátt
taka í samruna hefur reyndar oft hækkað á
erlendum hlutabréfamörkuðum í kjölfar
hans. En athugun sem gerð hefur verið á
verðfallinu á hlutabréfamarkaði í Wall
Street í október 1987 sýnir að þá féll verð
mun meira hjá fyrirtækjum sem nýlega höfðu
farið í gegnum „endurskipulagningu" en
öðrum. Og þegar litið er yfir lengra tímabil
kemur í ljós, að hlutabréf slíkra fyrirtækja
hafa ekki reynst góð fjárfesting eins og kem-
ur fram í niðurstöðum sömu athugunar.
Forráðamenn sameinaðra fyrirtækja segj-
ast stefna að aukinni hagkvæmni með gerð-
um sínum. Frjáls verslun reiknaði nýlega út,
og byggði á yfirlýsingum nokkurra sem tekið
höfðu þátt í samruna fyrirtækja, að örfá ís-
lensk sameiningarfyrirtæki myndu þegar á
fyrsta ári eftir samruna spara nokkur hundr-
uð milljónir í útgjöldum — nokkra milljarða
á einum áratug. I útreikningum var miðað
við útgjöld fyrirtækjanna eins og þau voru
fyrir sameingu og þær áætlanir sem uppi voru
um útgjaldasamdrátt. En þetta er ekki mæli-
kvarði á nettóhagnað fyrirtækjanna af sam-
runa. Til þess að meta hann þarf víðara sjón-
arhorn, því samruni er svo gagnger breyting
á grundvelli fyrirtækja að hann hefur áhrif á
alla þætti í rekstri þeirra, bæði gjöld og tekj-
ur. Hann hefur mikil áhrif á framleiðni fyrir-
tækjanna, og ekki alltaf til aukningar.
Nú er oft viðurkennt að stærra þarf ekki að
þýða betra. Thomas J. Peters, annar höf-
unda In Search of Excellence bendir í nýlegri
tímaritsgrein á að nú sé orðið algengt að
stærri fyrirtækjum sé skipt upp í smærri fyrir-
tæki. Hann segir að smærri fyrirtæki hafi á
undanförnum árum aukið hlut sinn á kostn-
að stærri fyrirtækja á nær öllum mörkuðum.
Jafnvel minnstu fyrirtækin geti að jafnaði
gert sumt betur en risarnir. Þannig sé hag-
kvæmni vegna stærðar á undanhaldi.
Tvennt gerir smærri fyrirtækjum auðveld-
ara um vik að standast samkeppnina en
áður: upplýsingatæknin og uppbrot mark-
aða. Krafa þróaðra markaða er að fyrirtækin
fullnægi sífellt sérhæfðari þörfum með fram-
leiðslu sinni.
Ráðandi þættir
Ef stærðarhagkvæmnin er ekki einhlít,
hvaða þættir ráða þá mestu um árangur af
samruna? Önnur ofureinöld spurning vísar
okkur veginn: Hvernig fellur starfsemi upp-
haflegu fyrirtœkjanna saman? Hér verða
nefndir þrír þættir í starfi hvers fyrirtækis,
sem rétt er að gefa gaum þegar útkoman er
metin: „kúltúr“ fyrirtækis (þ.m.t. starfs-
mannaáhugi), ímynd þess og markaðsstefna.
Reynslan hefur sýnt að þessir þættir ráða
miklu um það hvort samruni tekst eða ekki.
Kúltúr snýst um innra starf fyrirtækja.
Hvað gefur þessu starfi gildi? Oft eru það
hreinar goðsagnir sem starfsfólk gengur fyrir
— t.d. um stofnendur, uppgangstímabil eða
háleitt hlutverk — en einnig almennur starfs-
andi, samskipti, öryggi, markmið, þjónusta,
þekking og hefðir. Það má fyllilega gera ráð
fyrir að sá kúltúr sem ríkir í tveimur fyrir-
tækjum sé að einhverju leyti ólíkur, en
hvernig tekst nýju fyrirtæki að skapa nyjan
kúltúr úr þeim kúltúr sem ríkti í eldri fyrir-
tækjunum?
Til eru margar sögur um hvernig þetta
hefur mistekist við samruna, t.d. hefur verið
bent á samruna McDonnell og Douglas fyrir-
tækjanna, og þess hraps í gæðum sem þar átti
sér stað. Og hér heima má velta því fyrir sér
hvort ólíkur kúltúr Loftleiða og Flugfélags
54