Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 58
UPPELDISMÁL
„Áhrif uppeldisfræða og skyldra fræðigreina á hagnýtt skólastarf og uppeldi í landinu
er býsna sundurleitt og í heild sennilega yfirborðskennt og lítið“, segir Jónas Páls-
son.
Þjóðaruppeldi
„Uppeldisfræði er ávallt óaðskiljanlegur
hluti af lífsháttum hverrar þjóðar, menningu
hennar og gildum“ — sagði Jónas. Þessu
væri nokkuð öðruvísi farið með sálarfræði,
sem fengist meira við almenna þætti í atferli
manna. Brýnasta verkefni skólamanna, að
mati Jónasar, er að endurtúlka séríslenska
lífsreynslu og atvinnuhætti innan ramma
sérfræðilegrar og alþjóðlegrar þekkingar í
uppeldisfræði, félagsfræði ogsálarfræði. Síð-
an þarf að beita þeim niðurstöðum á skipu-
legan hátt við uppeldi þjóðarinnar og skóla-
starf í landinu.
Jónas sagði að forsenda þessa væri að stór-
efla rannsóknir á uppeldi, námi, kennslu og
skólastarfi hér á landi. Hann sagði að ekki
þyrfti að fara í grafgötur um það að fræði-
störf og rannsóknir á þessu sviði yrðu því
aðeins unnin að marki að stofnað yrði til
framhaldsnáms í uppeldisgreinum og
kennslufræði. Hjá honum kom fram að veru-
legar rannsóknir og kannanir hefðu á undan-
förnum árum verið unnar af kennurum og
nemendum Kennaraháskólans á þessu sviði
en það leiddi af eðli málsins að fræðistörfum,
sem tengjast grunnnámi kennaraefna við
þessar stofnanir, hlyti að verða nokkur tak-
mörk sett m.a. vegna þess að námið beindist
eðlilega og óhjákvæmilega að hagnýtri
starfsþjálfun og því gæfist minni tími til
grunnrannsókna.
Trúboð í uppeldisfræðum
Jónas Pálsson taldi sig ekki sérlega dóm-
bæran á áhrif sálarfræði og uppeldisfræði á
skólamál hérlendis síðastliðin 20 ár. Til þess
væri hann of nátengdur ýmsu sem hefði verið
að gerast og oftast mjög upptekinn við skóla-
stjórn og hversdagslegt vafstur. „Áhrif upp-
eldisfræða og skyldra fræðigreina á hagnýtt
skólastarf og uppeldi í landinu eru býsna
sundurleit og í heild sennilega yfirborðs-
kennd og lítil,“ sagði Jónas. — Til þess lægju
auðvitað ýmsar ástæður og eðlilegar. Ein
væri það almenna tómlæti almennings og
stjórnvalda gagnvart sérfræðilegri þekkingu
á þessum geira — og stundum jaðraði við
hreina hleypidóma og jafnvel fjandskap.
Jónas benti á að umræðan hefði of mikið
verið á meðal fræðinga en kennarar sjálfir
hefðu tekið of lítinn þátt í henni. Á þessu
væri þó að verða greinileg breyting. Hann
taldi að stofnun Kennaraháskólans á sínum
tíma hefði m.a. skapað forsendur þessarar
þróunar. Þegar hann var spurður hvaða áhrif
Kennaraháskólinn hefði haft svaraði hann
því hins vegar til að það væri ávallt erfitt að
segja til um slíkt því að vissulega hlytu að
hafa orðið einhverjar breytingar án tilkomu
hans. En stofnun skólans væri þó áfangi á
þeirri braut að viðurkenna gildi faglegra og
fræðilegra starfa í þágu uppeldis- og skóla-
mála.
Þegar Jónas var inntur eftir áhrifum hug-
mynda af uppeldisfræðilegum meiði á skóla-
starf, svo sem hópkennslu, einstaklings-
kennslu, blöndun í bekki og öðru í þeim dúr,
þá svaraði hann því til að hreyfingar af þessu
tagi hefðu of oft snúist um aukaatriði og
gjarnan hefði verið deilt um keisarans skegg.
Skilyrði til umbóta væru að vísu mikilvæg en
þó því aðeins að menn gleymdu ekki sjálfum
kjarna málsins og hvert ferðinni væri heitið.
Of oft hefðu menn, hann og aðrir, hlaupið af
stað með hugmyndir, gjarnan erlendis frá,
og reynt í krafti þeirra að frelsa mann og
annan að hætti trúboða, án þess að huga
nægilega að heildarmarkmiðum og sérís-
lenskum lífsskilyrðum. Hugmyndirnar
hefðu oftast verið ágætar í sjálfu sér en þeim
hefði hætt til að einangrast vegna þess að
samhengið við raunverulegt skólastarf var
ófullnægjandi. Jónas taldi að enn bæri að
sama brunni, — enn skorti á starfslegan und-
irbúning kennara til að ummóta hugmynd-
irnar og fræðilegan styrk skólastofnana til að
veita þennan heimanbúnað og leggja mat á
nýjungar.
Stjórnmálaöfl og
ábyrgð þeirra
Jónas Pálsson fer ekki dult með óánægju
sína með stöðu uppeldis- og skólamála í ís-
lensku þjóðfélagi um þessar mundir. Að-
spurður svaraði hann að ábyrgð stjórnmála-
manna væri ótvíræð og mikil. „Sennilega
hefur mikill meirihluti alþingismanna fram á
þennan dag hvorki skilið né viðurkennt hlut-
verk skólans í þjóðaruppeldinu við nútíma
samfélagsaðstæður. Enn eimir eftir af þeim
hugsunarhætti að skólar séu eins konar við-
komustöðvar fyrir gáfuð ungmenni eða þá í
vissum tilfellum góðgerðarstofnun sem sjái
til þess að ekki sé farið illa með aumingja."
Jónas sagði ennfremur að svo virtist sem allt-
of stór hluti almennings og stjórnmálamanna
skildi ekki enn að skólinn væri óhjákvæmi-
legur grundvallarþáttur í þjóðaruppeldinu.
Jónas sagði það vera staðreynd að nútíma-
samfélag gæti ekki verið án dagvistunar og
skóla.
„Spurningin er einungis hvort menn vilja
lélegar eða góðar og vandaðar uppeldis- og
skólastofnanir," — sagði Jónas. Hann sagði
áhuga sinn á skólum í félagspólitísku sam-
hengi sprottinn af þeirri sannfæringu sinni að
lélegir og óvandaðir skólar væru stórhættu-
legir jafnt farsæld einstaklinga sem velferð
samfélagsins.
Hagsmunabarátta
almennings
Ekki vildi Jónas gera mikið upp á milli
stjórnmálaflokka á íslandi í seinni tíð varð-
andi afstöðuna til skóla- og menntamála.
Vinstri menn bæru svipaða sök í þessu og
aðrir. Að vísu ættu þeir heiðurinn af mjög
svo framfarasinnaðri fræðslulöggjöf í ráð-
herratíð Brynjólfs heitins Bjarnasonar og
hefðu beitt sér fyrir mörgum jákvæðum
breytingum síðan en samt mætti í þeirra röð-
um heyra mjög fjandsamlegar raddir gagn-
vart almenningsskólum og skólamenntun
yfirleitt. Þessa gætti eða hefði a.m.k. gætt
fyrir nokkrum árum, innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Sumt af þeim viðhorfum jaðraði
við hreina fordóma. „Því miður hafa forystu-
menn í verkalýðshreyfingunni gert alltof lítið
af því að ræða þátt uppeldis í skólastarfi í
hagsmunabaráttu almennings."
I framhaldi af þessu báru á góma áhrif
vinstri manna í röðum skólamanna á þróun
kennslu og skóla, einkum og sér í lagi fyrir
um það bil áratug. Sjálfur sagðist Jónas hafa
tilheyrt jaðri þessarar hreyfingar. Hann
58