Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 59

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 59
UPPELDISMÁL „Skólamálaumræðan er í meira jafnvægi nú og miklu meira a vegum kennaranna sjálfra og er það von mín að rekja megi til Kennarháskólans þá breytingu til bóta sem orðið hefur..“ sagði að á þessum árum hefði gætt vaxandi tilhneigingar til að líta á skólann sem tæki til að ná félagspólitískum markmiðum, sbr. slagorðið að skólamál væru ævinlega stjórn- mál. Hann sagði að hættan væri sú að skólinn og skólamálin væru misnotuð í flokkspóli- tískum átökum. Jónas taldi að þessar hrær- ingar hefðu verið hluti af umróti síðasta ára- tugar. Félagsfræði menntunar var í miklum uppgangi á þessum árum og opnaði augu margra fyrir þeim sannindum að skólar og opinberar menntastofnanir gætu jafnan orð- ið tæki ráðandi þjóðfélagsafla til að styrkja stöðu sína. Jónas taldi að margt jákvætt hefði fylgt þessari umræðu en að sumu leyti spilltu átökin fyrir raunverulegum umbótum þar sem stofnanir menntamála hefðu verið of veikar til að fylgja þeim fram. Og eins og jafnan fyrr og síðar áttu kennarar sjálfir of lítinn þátt í umræðunni sem var ekki nema að litlu leyti á þeirra forsendum. „Skólamálaumræðan er í meira jafnvægi nú og miklu meira á vegum kennaranna sjálfra og er það von mín að rekja megi til KHÍ þá breytingu til bóta sem orðið hefur í umræðum um skólamál á undanförnum 15- 20 árum,“ — sagði Jónas. Hann taldi að nú virtist nokkur samstaða um meginatriði í skóla- og menntastefnu a.m.k. meiri en fyrir 20 árum. Með nýjum kynslóðum mundi þessi samstaða rofna á ný og innan 10-20 ára kom- in ný sveifla. Hann sagði að það mætti svo sem kalla þessa framvindu eða þróun díal- ektíska. Kennaraháskólinn í kröggum Á sama tíma og ríkisvaldið ætlar Kennara- háskólanum aukin verkefni lækka fjárveit- ingar til stofnunarinnar verulega að raun- gildi á árinu auk þess sem ríkisstjórnin hefur ákveðið lækkun á launa- og þjónustugjöld- um opinberra stofnana. Staða Kennarahá- skólans er verri en flestra annarra ríkisstofn- ana þar sem rekstrarkostnaður ársins er beinlínis vanáætlaður og hefur svo verið undanfarin ár en verður enn háskalegra nú vegna nýrra verkefna sem skólanum hafa verið falin. Við bætist að hækkun fjárveit- inga frá fyrra ári er einungis 7 prósent á meðan aðrar skólastofnanir virðast fá 12 eða 14 prósent hækkun. Jónas sagði að þessi stefna yfirvalda væri mikið áhyggjuefni. Kennaraháskólinn væri ungur og þar ætti sér stað uppbygging á margvíslegri þjónustu- starfsemi við kennara auk þess sem stjómun- argeiri stofnunarinnar væri í mótun. Pá væri og framtíðarskipan húsnæðis í megnustu óreiðu. Hann sagði að fjársveltið væri mjög bagalegt sérstaklega þegar verið væri að skapa skólanum heildarstarfsskilyrði. asti hlekkurinn og bregðist hann þá missir gott námsefni gildi sitt. — Jónas vildi líka leggja áherslu á hlutverk kennarasamtak- anna við að móta faglega skólastefnu í sam- ræmi við þarfir og kröfur hins nýja íslenska samfélags. Sennilega ylti það líka á atbeina og félagspólitískum stuðningi kennarasam- takanna hvort draumurinn um Kennarahá- skólann sem öfluga miðstöð í uppeldis- og menntamálum yrði í raun að veruleika á næstu árum. Það kemur fæstum á óvart að Jónasi þyki kennaramenntun miklu skipta þar sem hann hefur í nærri tvo áratugi helgað sig henni. í rúman áratug, áður en hann varð rektor Kennaraháskólans, var hann skólastjóri Æf- inga- og tilraunaskóla KHÍ, og því er hann rækilega tengdur stofnunum og starfsfólki á þessu sviði þjóðlífsins. Sjónarmið Jónasar bera þó ekki merki sérhagsmuna eða fag- legrar þröngsýni. Hann sér víða, bæði í tíma og rúmi, þegar hann lítur yfir skólavanginn. Sjálfur segist hann aldrei hafa litið á skóla og menntun sem einangrað fyrirbæri heldur ávallt í tengslum við mikilvæg samfélagsleg hlutverk og markmið og þarfir einstaklinga. Trúlega er það þess vegna sem hann er svo metnaðarfullur fyrir hönd kennaramenntun- ar í landinu. Ásgeir Friðgeirsson „Hætta er á,“ sagði Jónas, „að Kennara- háskólinn verði fórnarlamb breytts verð- mætamats í samfélaginu. Eftir því sem sam- félagið kemst á hærra efnahagslegt stig og neyslan eykst, er erfiðara fyrir menntastarf að sækja réttmætan hlut í þjóðarframleiðsl- una.“ Hann sagði að það væru svo margir aðilar sem gerðu tilkall til fjármagns og þar sem skólanám væri orðið það mikið sæi fólk sér ekki hag í að efla menntakerfið og léti það þvíróa, — mönnum væri skítsama. „Fáir gera sér grein fyrir þessu og því er skólinn háður velvilja tiltölulega fárra víðsýnna og skilningsríkra manna," sagði Jónas. Hann taldi samt að hér yrðu kennarasamtökin að koma til skjalanna og beita áhrifum sínum. Jónas vildi gera greinarmun á aukinni hag- ræðingu og niðurskurði. Hann taldi jafnvel að tímabundnar þrengingar gætu leitt til þess að stofnanir kæmu betur auga á aðalatriðin í starfsemi sinni og gætu betur greint hismið frá kjarnanum. Forsenda farsæls skólastarfs Jónas Pálsson segist vera bjartsýnn á að góðgjarnir og skynsamir menn geri sér grein fyrir mikilvægi kennaramenntunar og muni því leggja sitt af mörkum til þess að vegur hennar verði sem mestur. Hann taldi að á tímum sparnaðar og hagræðingar í mennta- kerfinu væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að fólk gerði sér grein fyrir að hin raun- verulegu verðmæti væru falin í þekkingu og kunnáttu kennaranna sjálfra. Flestar varan- legar umbætur í menntamálum grundvölluð- ust á hæfileikum þeirra til þess að nýta náms- efnið og náms- og kennslugögnin á þann hátt að það leiddi til árangursríkara skólastarfs. „Með fullri virðingu fyrir námsefnisgerð og kennslutækni,“ sagði Jónas, „þá er það skoðun mín að eðlilegt sé að auka fjárveit- ingar til kennaramenntunar á kostnað nám- sefnis, tækja og jafnvel húsnæðis.“ Kennarar eru að mati Jónasar mikilvæg- 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.