Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 61

Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 61
UPPELDI Einbeitt börn við skap- andi starf. Talið frá vinstri Arnar Proppé 5 ára, Jón Karl Sigurðs- son 6 ára, Berglind Sigurðardóttir 5 ára og Karen Marteinsdóttir 5 ára. Og börnin þurfa að fá nægjanlegan tíma til að kynna sér hlutina og tjá sig um þá. Pað vill oft á tíðum brenna við í þessu nútímaþjóðfé- lagi að fólk fái ekki nægilegan tíma til að gera hlutina. Að skoða hlutina vel er í raun for- senda þess að maður geti lagt raunsætt mat á þá. Við erum ekki að búa til einhverja lista- menn, þó við hlúum vel að sköpunargáfunni, heldur sjálfstæða einstaklinga sem eru gagn- rýnir á hlutina og sjá fleiri en eina hlið á málunum", segir Guðrún Alda um sköpun- arþáttinn í uppeldisstarfinu. „Fyrir einu ári fórum við nokkrar fóstrur héðan ásamt nemendum í Fósturskólanun í kynnisferð til Ítalíu til að kynna okkur upp- eldisstofnanir sem starfa í anda Malaguzzi“, segir Sigurhanna, „og það kom mér sérstak- lega á óvart hve opnir Italir eru gagnvart öllu. Ég man sérstaklega eftir einu heimili þar sem m.a. var unnið með sjón- varpið, sem vissulega er orðið veigamikill þáttur í lífi flestra. í stað þess að horfa á það sem óvirkir áhorfendur var börnun- um kennt að horfa á það með gagnrýnum augum. Hér á landi hefur verið mikil umræða um hvort banna eigi börnum að leika með svokölluð stríðsleikföng, en á sum- um þessara heimila á íta- líu var einnig unnið með þau. Þeir segja sem svo að þar sem þessir hlutir séu til í umhverfinu sé sjálfsagt að vinna með þá eins og aðra hluti. Pað er mikið til í þessu því við erum ákveðinn hluti af þeim þjóðfélagsveruleika sem við lifum í og því getur það verið var- hugavert að loka augunum fyrir öðrum hlut- um hans. Hlutverk okkar sem uppalenda hlýtur að vera að hjálpa börnunum við að takast á við raunveruleikann". Undir þessi orð Sigurhönnu tók Guðrún Alda og bætti því við að lokum að það væri mikilvægt að kynna fyrir börnunum sem flest af því sem þau mæta í þjóðfélaginu. „í þessu sambandi er t.d. hægt að benda á tölvuna, sem er að verða æ stærri hluti af lífi okkar flestra. A Italíu voru börnin höfð með þegar kaupa átti tölvu á eitt barnaheimilið. Og með því að kynnast tölvunni, starfsemi hennar og hagnýti komust þau að þeirri sjálfsögðu nið- urstöðu, sem vill nú oft gleymast að tölva starfar ekki nema hún sé sett í sam- band. Á þennan hátt skynj- uðu börnin að það væru þau sem stjórnuðu tölvunni en hún ekki þeim“. Og að þess- um orðum sögðum þakkaði Þjóðlíf þeim stöllum fyrir spjallið, enda komið að „drekkutíma“ eins og krakk- arnir kalla það, en „nón- máli“ eins og fóstrurnar eru að reyna að kenna þeim. Kristján Ari. Myndverkið „Hár“ eftir Guðmund Óla Hauksson 6 ára. Að sögn þeirra Guðrúnar og Sigurhönnu byggist starfið á Marbakka mikið á hópvinnu þar sem unnið er út frá einhverju meginþema sem er börnunum þekkt. í vetur var megin- þemað í hópavinnunni „Hvað er ég?“. — „Við skoðuðum ásamt börnunum „mannslíkamann" og „hugsunina" út frá ýmsum hliðum og reyndum síðan að fá börn- in til að tjá sig um hugmyndir sínar hverju sinni á margvíslega vegu, t.d. með framsögn, leikrænni— og myndrænni tjáningu, for- mmótun og söng. Pað var gífurlega gefandi fyrir okkur fullorðna fólkið og við urðum vör við miklar framfarir hjá börnunum. Við stöldruðum t.d. lengi við heilann, því börnin sættu sig ekki við að hann væri bara líffæri því þar væri sálin, sem stjórnaði öllum okkar gerðum og hugsunum. Út frá þessu spunnust miklar og fjörugar umræður og frjóar hugmyndir barn- anna endurspegluðust bæði í leik þeirra og starfi. Og það kom okkur á óvart hve miklir heimspekingar börnin geta verið.“ „Við leggjum mikla áherslu á að börnin tjái sig með öllum líkamanum en ekki bara með töluðu máli. 61

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.