Þjóðlíf - 01.06.1989, Page 66
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
sem horfði á handboltaleik telpnanna í þorp-
inu sem Helén tók þátt í rétt áður en hún
hvarf, en nýjasta kenning lögreglunnar er sú
að ntaðurinn hafi verið kunnugur Helén og
þess vegna átt létt með að lokka hana burt
með sér.
Þrenns konar nauðgarar
Á sl. ári kom út hjá bókaforlaginu Prisma í
Stokkhólmi bókin Mannen bakom kvinno-
valdet (Karlar sem beita konur valdi). Bókin
er skrifuð af þrem sálfræðingum og byggir á
áralangri reynslu þeirra af meðferð á ofbeld-
ismönnum og nauðgurum. I bókinni er
nauðgurum skipt í þrjá flokka eftir því
hvernig þeir haga sér við verknaðinn, og þó
að flokkunin sé fengin frá bandaríska sál-
fræðingnum Groth, virðist enginn grundvall-
armunur vera á sænskum og bandarískum
nauðgurum og sennilega þá ekki íslenskum
heldur, ef hegðunarmynstur þeirra væri
kannað sérstaklega.
I. Sá reiði. — Nauðgarinn missir skyndi-
lega stjórn á skapi sínu.
II. Sá ráðríki. — Nauðgarinn ætlar að
sanna konunni hver hafi völdin. Hver ráði.
III. Sadistinn. — Nauðgarinn svalar losta
sínum með því að kvelja fórnarlambið, helst
lengi, kvelja það og meiða og að lokum
myrða.
Langflestar konur verða fyrir barðinu á
manninum í öðrum flokki, — manninum
sem ætlar að ráða. En litla stúlkan Helén
hefur mætt örlögum sínum í sadistanum.
Það eru líka voðaverk sadistans sem vekja
heiftúðugustu viðbrögðin og kalla á hefnd
samfélagsins. Sem dæmi má nefna að for-
maður Sambands ungra Miðflokksmanna
hefur nú gert það að tillögu sinni að nauðgar-
ar verði geltir, hvar sem til þeirra næst. Sjálf-
ur er hann ungur karlmaður og sumum þykir
hann hraustur að snúast svo gegn kyni sínu.
Öðrurn þykir tillagan frumstæð í meira lagi
og bera vott um takmarkaðan skilning á
nauðgunarfyrirbærinu sem eigi sér djúpar
samfélagslegar og sálfræðilegar rætur.
Nauðganir verði ekki upprættar með skurð-
aðgerðum eða hormónasprautu í punginn á
einstaklingum sem fari út fyrir sett ofbeldis-
mörk. Það þurfi að breyta viðhorfi samfé-
lagsins til kvenna og barna.
En af því að viðhorfsbreytingar taka
venjulega ár og aldir þá er kannski einhverj-
um fróun í að frétta að í Bandaríkjunum
tíðkast nú í sumum fylkjum að gelda skæð-
ustu nauðgarana með hormónum, jafnframt
því sem þeir sæta annarri meðferð og þetta
þykir skila árangri eftir því sem fram kom í
þætti í sænska ríkisútvarpinu morguninn sem
ég settist niður til að skrifa þessa grein.
Hremmingar
Á liðnum vetri kom út hjá Máli og rnenn-
ingu bók sem segir frá reynslu nokkurs hluta
Að baki hverjum
ofbeldismanni standa
uppalendur hans og
þjóðfélag. í vissum skilningi
er hann aldrei „einn“ að
verki. Samt verður hver
einstaklingur að standa skil
gerða sinna. Saklausir
samferðamenn
ofbeldismannsins eiga
heimtingu á að vera varðir
fyrir honum. En um leið œtti
þjóðfélagið að gera upp við
sína eigin ofbeldisdýrkun ....
þeirra íslensku kvenna sem kærðu menn
fyrir nauðgun á árabilinu 1981-’83. Bókin
kallast því lýsandi nafni Hrenimingar og er
eftir Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráðgjafa.
Bókin hlýtur að teljast mikill fengur öllum
þeim sem þurfa að taka ákvarðanir urn með-
ferð nauðgunarmála, eða með öðrum hætti
að hafa afskipti af nauðgunum og fórnar-
lömbum þeirra. Þar að auki er hún fróðleg
og tiltölulega auðveld lesning öllum almenn-
ingi sem áhuga hefur á að kynna sér þetta
sérstaka tilbrigði í samskiptum kynjanna og
þekkir það ekki af eigin raun.
Bókin er skrifuð sem nytjabók og er það
frá sjónarmiði fórnarlambanna. Pví að eftir
að fyrirbrigðinu hefur verið lýst og það kruf-
ið koma ýtarlegar tillögur til úrbóta á þeirri
meðhöndlun sem konurnar hljóta þegar þær
leita sér hjálpar. Það kemur sem sé á daginn
að það viðmót sem mætir konu sem er ný-
sloppin lifandi úr klóm nauðgara síns, er oft-
ar en ekki þess eðlis, að henni finnst eins og
nauðgunin sé tví- og þrítekin. Hún mætir
kulda, fyrirlitningu og vantrú jafnt hjá lög-
reglu og læknisþjónustu og það er lítið gert til
að hjálpa henni að leita réttar síns og fá
miskabætur eða sjá til þess að nauðgarinn sé
tekinn úr umferð. Nauðgunin virðist álitin
meira og minna konunni sjálfri að kenna.
Það eru bara druslur sem láta nauðga sér. Og
þetta vilja þær.
Fordómar og goðsagnir
Bók Sigrúnar er merk vörn fyrir konur.
Hún gerir atlögu að margháttuðum fordóm-
um og goðsögnum um nauðgunarfyrirbærið
og gegnir að ýmsu leyti svipuðu hlutverki og
bandaríska kvikmyndin Akœrð (Accused)
sem verið er að sýna á Vesturlöndum um
þessar mundir. Myndin hefur hlotið mikla
aðsókn hér í Svíþjóð og mér fannst það
merkileg reynsla að sjá hana í stórum troð-
fullum bíósal sem var að 3/4 hlutum setinn
ungum konum. Þegar aðalpersónan Sara
(Jodie Foster) vann með hjálp lögfræðings
síns fágætan sigur og fékk þá sem hvöttu
nauðgara hennar til „dáða“ dæmda þá braust
út dynjandi lófatak. Kvikmyndasýning hafði
breyst í baráttufund.
Það er nefnilega ekki örgrannt um að það
teljist til karlmennsku og karlmannlegra
„dáða“ að nauðga. Það eru heldur ekki svo
margar aldir síðan það var leyfilegt að festa
sér konu með þeim hætti. Það hét brúðarrán.
I Svíþjóð er aðeins rúm öld síðan eiginmönn-
um var ekki lengur heimilt að berja konur
sínar til hlýðni. Og það var ekki fyrr en al-
deilis nýlega, eða 1982, að ofbeldi innan fjög-
urra veggja heimilisins var lagt að jöfnu við
ofbeldi á almannafæri fyrir lögum.
Karlmennska
En er það svo mikil karlmennska að
þvinga konu til kynmaka? Eru það óvenju
66