Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 68

Þjóðlíf - 01.06.1989, Síða 68
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL Saklausir dæmdir í fjölmiðlum — Könnun á umfjöllun dagblaða um fjórmenningana sem að ósekju voru settir í gæsluvarðhald í Geirfinnsmálinu Geirfinnsmálið reyndi á niarga þætti þjóðlíf- ins. Saklausir menn voru settir í gæsiuvarð- hald til lengri tíma og fengu harkalega með- ferð í fjölmiðlum. í könnun sem gerð var við bandarískan háskóla var farið yfir hlut- drægni dagblaða í máli fjórmenninganna. Ef að líkum lætur hefur Geirfinnsmálið öðlast sígildan sess í íslenskri réttarsögu, líkt og Sjöundármorðin á öldinni sem leið. Varla hefur nokkurt sakamál valdið öðrum eins titringi í þjóðfélaginu í seinni tíð og kemur þar ýmislegt til. Svo virtist sem skipulögð glæpastarfsemi væri komin upp á Islandi í fyrsta sinn; málið hafði margvíslegar póli- tískar afleiðingar og það vakti upp spurning- ar um réttaröryggi í landinu. Hún var því ekki fjarri lagi fyrirsögnin í einu dagblað- anna árið 1976 en þar stóð: „Hvarf hvers- dagsmanns veldur þjóðlífsröskun“. Margt og mikið hefur verið skrafað og skrifað um Geirfinnsmálið á þeim tæplega fimmtán árum sem liðin eru frá því að þessir atburðir gerðust. Er þar sumt í þjóðsagnastíl eins og ávallt þegar dramatísk sakamál eru annars vegar. Hins vegar ber minna á því að menn hafi rannsakað málið með skipulögð- um hætti. Þar er þó af ýmsu að taka, því málið hafði ýmsar hliðar, fleiri en eitt andlit eins og Janus forðum. Sá þáttur Geirfinnsmálsins sem hér verður fjallað um snertir þá fjóra menn sem að ósekju voru hnepptir í gæsluvarðhald og um- fjöllun dagblaða um þann þátt. Það er mál margra að sú fjölmiðlun hafi verið óvönduð í meira lagi og hafi nært það viðhorf að þessir menn væru valdir að hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Geirfinnur hverfur Geirfinnur Einarsson hvarf 19. nóvember 1974. Lögreglu varð lítið ágengt í rannsókn málsins fyrr en í janúar 1976. Þá leiddi vitnis- burður fjögurra manna, sem tengdust öðru sakamáli, Guðmundarmálinu svonefnda, til þess að þrír menn voru handteknir. Það gerðist 26. þess mánaðar. Mennirnir voru Einar BoIIason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen. Þar með var sprengjan fallin. Fjölmiðlar kepptust hver um annan þveran við að upp- lýsa almenning um þetta mikla sakamál og fjölskrúðugar kenningar um samsæri komust á kreik. Málið tók síðan óvænta stefnu nokkrum dögum seinna þegar Vilmundur Gylfason ásakaði þáverandi dómsmálaráð- herra um að hafa heft rannsókn þessa við- amikla máls, vegna óeðlilegra tengsla við hina grunuðu. Þegar þarna var komið virtist sem harla sennileg skýring væri komin fram í þessu glæpamáli. Hvarf Geirfinns tengdist spíra- smygli sem veitingahúsið Klúbburinn var viðriðið. Mennirnir sem höfðu nú verið handteknir tengdust á einn eða annan hátt því veitingahúsi. Það er óhætt að fullyrða að stór hluti þjóðarinnar hafi verið þeirrar skoðunar að mennirnir væru valdir að hvarfi Geirfinns. Skömmu seinna var svo fjórði maðurinn handtekinn vegna sama gruns. Það var Sigurbjörn Eiríksson eigandi Klúbbsins. Næstu mánuði gerðist fátt. Gæsluvarð- haldsúrskurður fjórmenninganna var tvisvar framlengdur, og staðfestur í Hæstarétti. Þó má minna á að lögreglan efndi til blaða- mannafundar 26. mars þar sem „öll sagan“ var sögð. Þar var byggt á framburði þeirra vitna er bent höfðu á fjómenningana. I maí- byrjun féll þó eitt þeirra frá sínum fyrri vitn- isburði og 9. maí 1976 voru fjórmenningarnir svo látnir lausir, en þeir sættu eftirliti allt til júníloka þetta ár. Þeir voru síðan hreinsaðir af öllum grun um aðild að Geirfinnsmálinu í febrúar 1977. Þeir fjórmenningar fóru allir í skaðabóta- mál við ríkið vegna gæsluvarðhaldsins. í febrúar 1983 fór fram málflutningur í því máli fyrir Hæstarétti. Þar lét lögmaður eins fjórmenninganna þess getið að dagblöðin hefðu gengið vasklega fram í rógburði. Ann- ar lögmaður sagði að það yrði aldrei mælt hversu djúpt rógurinn risti. í þessum orðum fólust ansi þungir áfellisdómar um fjölmiðla og umfjöllun þeirra í Geirfinnsmálinu. Á grundvelli þessara orða og annarra sem féllu í svipaðan farveg ákvað ég að kanna að hversu miklu leyti þessar fullyrðingar ættu við rök að styðjast. Könnun mín var unnin sem M. A-.ritgerð í fjölmiðlun við háskóla í Bandaríkjunum. Hún fór þannig fram að tekin voru öll dag- blöð fyrri hluta árs 1976 og allar þær greinar skoðaðar sem fjölluðu um Geirfinnsmálið. Fjórmenningarnir sátu einmitt í gæsluvarð- haldi á þessum tíma, þrír í 105 daga, en sá fjórði í 90 daga. Ljósvakafjölmiðlum var sleppt til að takmarka umfang könnunarinn- ar. Svokallaðri innihaldsgreiningu (content analysis) var beitt og voru allar greinarnar flokkaðar í þrjá flokka: hlutdrægar gegn fjór- menningunum, hlutdrægar með þeim og hlutlausar. Nánari skilgreining á hlutdrægni byggðist á útbreiddum siðareglum í Banda- 68

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.