Þjóðlíf - 01.06.1989, Qupperneq 70
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL
í maí, þá reyndust jákvæðu greinarnar vega
þyngra en fjöldi þeirra gaf til kynna.
Er hægt á grundvelli þessarar könnunar að
álykta um þátt dagblaðanna í því að fjór-
menningarnir voru handteknir?
Því verður að svara neitandi varðandi þá
þrjá sem voru handteknir 26. janúar þar sem
ekki finnast nein skrif um þá vikurnar á und-
an. Aftur á móti er ekki hægt að útiloka að
hin áköfu og neikvæðu skrif í garð hinna
svokölluðu Klúbbmanna hafi leitt til þess að
Sigurbjörn Eiríksson var settur í gæsluvarð-
hald í febrúarbyrjun. Um það verður þó ekk-
ert fullyrt hér.
Stjórnarandstöðublöðin
andsnúin
Hvað með einstök dagblöð? Ekki skrifuðu
þau öll eins um málið? Voru ekki síðdegis-
blöðin tvö sem þá voru á lífi verst í sínum
skrifum?
Síðdegisblöðin, Vísir og Dagblaðið skrif-
uðu að sönnu mest um Geirfinnsmálið á
þessu tímabili og þau voru bæði mjög nei-
kvæð í febrúar. Hins vegar sneru þau alger-
lega við blaðinu í maí og tóku þá mjög mál-
stað fjórmenninganna. Það var eins og þau
væru að rétta hina neikvæðu slagsíðu sem
verið hafði á umfjöllun þeirra framan af ineð
kúvendingu.
Alþýðublaðið fjallar ítarlega um mál fjór-
menninganna í upphafi gæsluvarðhaldsvistar
þeirra og er þá næstum því eins neikvætt og
síðdegisblöðin. Aftur á móti þegar fjór-
menningunum var sleppt verður umfjöllunin
jákvæðari, en þó snöggtum minni en síðdeg-
isblaðanna. Slagsíðan er ekki leiðrétt nema
að litlu leyti.
Þjóðviljinn skrifar aldrei mikið um Geir-
finnsmálið, a.m.k. ef miðað er við þrjú
áðurnefnd blöð. Aftur á móti er það ein-
kennandi hvað skrif þessa blaðs eru neikvæð
í garð fjórmenninganna, eða 47% af öllum
greinum.
Tíminn skrifar blaða minnst um Geirfinns-
málið. Það er kannski ekki undalegt ef sá
pólitíski keimur sem málið fékk er skoðaður.
Umfjöllunin er fyrst og síðast hlutlaus en lítt
áberandi.
Skrif Morgunblaðsins eru einna jöfnust
þegar á allt tímabilið er litið og hlutlaus
fréttamennska hvað mest áberandi af öllum
dagblöðunum ef Tíminn er undanskilinn.
Blaðið jafnar þó ekki reikningana eins og
síðdegisblöðin gerðu; á heildina litið er því
umfjöllunin frekar neikvæð.
Svo virðist sem pólitísk hlið Geirfinns-
málsins hafi haft nokkur áhrif á umfjöllun
dagblaðanna. Þannig virðast stjórnarand-
stöðublöðin á þessum tíma, Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn vera hvað neikvæðust í garð fjór-
menninganna. Tíminn aftur á móti, blað
dómsmálaráðherra, virðist halda sig næst
þeirri hugsjón blaðamanna að gæta hlutleys-
is í fréttaflutningi.
Það var ekki fyrr en fengin var til landsins
línur fóru að skýrast í Geirfinnsmálinnu.
Sakleysi uns sekt er sönnuð
Hversu vel eða illa stóð pressan sig þá í
raun í þessu viðkvæma sakamáli? Það er erf-
itt að gefa einfalt svar annað en að vísa í þær
tölulegu upplýsingar sem þessi innihalds-
greining leiddi í ljós. Ekki er til að rnynda 1
reynt að mæla hversu hlutdrægnin hafi verið :
mikil í einstökum greinum, því að það hefði
krafist flókinnar málfræði- og merkingar-
fræðilegrar greiningar. Þessi grófa flokkun :
gefur þó nokkrar vísbendingar, eins og áður 1
er getið, ekki síst þegar vægi greinanna er
skoðað.
Getur umfjöllun fjölmiðla um sakamál
nokkurn tíma orðið fullkomlega hlutlaus? :
Sennilega ekki. Fjölmiðlamenn gera óhjá- '
kvæmilega skyssur í erli dagsins, ekki síst
vegna þröngra tímamarka sem þeim eru sett
í vinnu. Hins vegar er það varla fyrir slysni '
þegar stór hluti greina er hlutdrægur. Tökum
febrúar 1976 sem dæmi, þegar fjórmenning-
V-Þýskur rannsóknarlögreglumaður að
arnir voru eða höfðu nýlega verið úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald. Af 112 greinum sem
fjölluðu um Geirfinnsmálið þennan mánuð
var 61 grein, eða 54% allra skrifa um málið,
neikvæð í garð fjórmenninganna. Slíkt gerist
ekki óvart. Slíkt er heldur ekki hægt að sætta
sig við í landi sem telur sig réttarríki.
Af hverju gerðist þetta? Sú könnun sem
hér var gerð gefur í sjálfu sér engin svör við
slíkum spurningum. En nokkrar skýringar
eru þó sennilegastar:
1. Blaðamennirnir voru illa undir það
búnir að fjalla um flókið sakamál af því tagi
sem Geirfinnsmálið var, einfaldlega vegna
þess að slík mál eru sjaldgæf hér á landi.
2. Löggæslumenn og þeir sem rannsök-
uðu Geirfinnsmálið virðast sömuleiðis hafa
verið illa undirbúnir. Ennfremur virðist
þeim hafa verið það óljóst hvaða upplýsingar
skyldi birta fjölmiðlum. Það má kannski
virða rannsóknarmönnum það til vorkunnar I
70