Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 71

Þjóðlíf - 01.06.1989, Blaðsíða 71
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL að þeir voru ávallt undir miklum þrýstingi, m.a. frá fjölmiðlum að leysa málið. 3. Almenningsálitið krafðist skjótrar lausnar á ráðgátunni um hvarf Geirfinns. Ymsar gróusögur voru á kreiki á meðal fólks, sögur sem jafnvel urðu uppspretta að fréttum, fréttum sem almenningur áleit svo jafnvel að væru staðreyndir. Gamla sagan um fjöðrina sem varð að tveimur hænum. 4. Samkeppni fjölmiðla hefur eflaust átt einhvern þátt í því að skapa það andrúmsloft sem ríkti. Fjöldi greina um mái fjórmenningana í dagblöðum og skipt- ing þeirra eftir efnistökum mánuðina janúar til júní 1976. | Jákvæð umfjöllun BM Neikvæð umfjöllun Tjáningarfrelsi — réttaröryggi Sú niðurstaða þessarar könnunar að dag- blöð hafi farið offari í umfjöllun sinni um fjórmenningana sem sátu í gæsluvarðhaldi að ófyrirsynju, vekur upp þá grundvallar- spurningu hvort þau hafi misnotað tjáningar- frelsið og jafnvel stefnt sjálfsögðum mann- réttindum í hættu. Eins og áður er getið var það og er enn í siðareglum Blaðamannafélags íslands að hver maður er saklaus uns sekt hans er sönn- uð. Ef til vill gerðist það í þessu tilfelli að þessari grundvallarreglu var snúið á haus. Fjórmenningarnir voru álitnir sekir, a.m.k. af almenningi og á síðum dagblaðanna, uns sakleysi þeirra hafði verið sannað. Ef þessi ályktun er rétt leiðir það af sér að tjáningar- frelsið hafði verið notað til að brjóta sjálf- sögð mannréttindi þeirra fjórmenninga. Að hve miklu leyti fjölmiðlar höfðu áhrif á rannsókn lögreglumanna, verður ekkert fullyrt. Pó er varla ofmælt að þeir voru undir þrýstingi frá almenningi og fjölmiðlum að leysa málið. Það vakti líka undrun margra hversu gagnrýnislaust Hæstiréttur fram- lengdi gæsluvarðhald fjórmenninganna. Varla hefur það sannfært almenning um sak- leysi þessara manna sem lágu undir alvarleg- um grun. Nú kann það að vera að áhrif fjölmiðla á réttarfar séu minni hér en í þeim löndum þar sem kviðdómur úrskurðar um sekt eða sak- leysi, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Pví sé minni hætta hér á landi að fjölmiðlar ógni réttarörygginu með gáleysislegri umfjöllun. Þetta kann að vera rétt. Á hinn bóginn er meiri hætta í litlu þjóðfélagi eins og íslandi að einstaklingurinn — og fjölskylda hans — verði rúinn ærunni. í stóru þjóðfélagi er auð- veldara að hverfa í mannhafið. Á íslandi sem og öðrum löndum sem búa við svipað réttarfar er ákvæði í lögum um takmörk fréttaflutnings og fréttatúlkunar. Hins vegar verður að telja ákjósanlegra að fjölmiðlar setji sér sjálfir reglur til að starfa eftir í umfjöllun um opinber mál, en að eiga það á hættu að dómstólar takmarki tjáning- arfrelsi þeirra. Því má heldur ekki gleyma að tjáningarfrelsi fjölmiðla er grundvallaratriði í sérhverju opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi. Halldór Reynisson Hlutlaus umfjöllun Dagblaðið 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.