Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 19
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 19
Sp.: Vildir þú nefna 1 til 2 íslensk fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til?
bankarnir 13,10% 1 19,60% 1 -6,50%
arion banki 2,50% 2 4,50% 3 -2,00%
bónus 2,40% 3-4 5,10% 2 -2,70%
landsbankinn 2,40% 3-4 2,80% 6 -0,40%
hagkaup 2,30% 5 1,30% 13-14 1,00%
Síminn 2,10% 6 1,50% 12 0,60%
iceland 1,90% 7 1,90%
olíufélögin 1,70% 8 2,60% 7-8 -0,90%
íslandsbanki 1,60% 9 2,10% 10 -0,50%
n1 1,50% 10 2,30% 9 -0,80%
baugur 1,30% 11-13 1,30% 13-14 0,00%
icelandair 1,30% 11-13 1,30%
tryggingafélögin 1,30% 11-13 1,30%
morgunblaðið 1,10% 14 1,10%
Þ
að er alltaf mikil
upphefð, viðurkenn
ing og gaman að
svona margir séu
á þessari skoðun
og maður vonar að
hún sé þá rétt,“ segir Jón Sigurðs
son, forstjóri Össurar, um fyrsta
sætið í könnuninni. Þegar hann
er spurður um líklegar ástæður
fyrir fyrsta sætinu segir hann að
alltaf hafi sömu stefnu verið fylgt
innan fyrirtækisins. „Stefnumörkun
fyrirtæki sins er mjög skýr og hún
breytist ekki mikið. Þótt fyrirtækið
sé miklu stærra en það var höfum
við ekki breytt viðhorfum okkar
og gildum. Fyrirtækið er ákaflega
gildismiðað og við gerum mikið í
því að allir skilji gildin og fylgi þeim
eins vel og mögulegt er.
Við höfum verið að gera góða
og rétta hluti. Stefna fyrirtækisins
í markaðsmálum felst í að við
tengjum markaðsstefnu fyrirtækis
ins mjög sterkt við gildin, við lofum
aldrei meiru en við getum staðið
við, við erum heiðarleg í öllum
okkar málflutn ingi og við styttum
okkur ekki leið. Ég held að það
skili sér í gegnum tíðina.“
S
igsteinn P. Grétarsson,
fram kvæmdastjóri Marels
hér á landi, segir að lík
leg ar ástæður fyrir því að
Marel skyldi lenda í 2. sæti í
könnuninni sé að félagið er
þekkt og vel liðið hér á landi.
„Markmið okkar er að vera í fararbroddi í
þróun og markaðssetningu á tækjabúnaði
og að þjónusta fisk, kjöt og kjúklingafram
leiðendur. Reksturinn hefur í gegnum
tíðina gengið mjög vel og ég held að
Marel sé áhugaverður vinnustaður. Við
höfum verið heppin að fá til okkar hæft og
hæfileikaríkt starfsfólk.“
Hvað varðar ímynd fyrirtækisins segir
Sigsteinn að fyrirtækið sé ekki á neytenda
markaði þannig að ólíkt mörgum öðrum
fyrirtækjum á Íslandi sé ekki auglýst beint
til neytenda. „Við viljum hins vegar fyrst
og fremst vinna beint með viðskipta vin um
okkar og þá aðallega í gegnum vörusýning
ar og beina markaðssetningu og notum
til þess þá miðla sem í boði eru. En fólk
veit þó af okkur þar sem Marel er stærsta
félagið á markaðnum á Íslandi í dag.“
Sigsteinn segir að hvað markaðsmálin
varðar hafi starfsmenn fyrst og fremst
einbeitt sér að því að þjónusta viðskipta
vini beint. „Við gerum það í gegnum
vörusýningar eins og áður sagði og í
gegn um margmiðlun. Við gerum t.d. mikið
af því að taka upp myndbönd og annað
efni hjá viðskiptavinum okkar og dreifum
því til annarra viskiptavina. Viðskiptavinir
okkar geta líka sent inn spurningar á
netinu en dreifinet okkar nær til um 100
landa. Við leggjum mikið upp úr því að
vera með góðar sýningarverksmiðjur til
að geta sýnt viðskiptavinum okkar hvað
félagið getur gert til þess að ná fram betri
nýtingu, hagkvæmni, meiri afköstum og
öruggari vinnslu.“
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
sÖmu stefnunni fyLgt
stærsta féLagið á
marKaðnum
Jón SigurðSSon, forStJóri ÖSSurar:
SigurStEinn P. grétarSSon, framkvæmdaStJóri marElS:
„Það er alltaf
mikil upphefð,
við urkenn ing og
gaman að svona
margir séu á þess
ari skoðun og mað
ur vonar að hún sé
þá rétt.“
„Markmið okkar er að vera í fararbroddi í þróun og
markaðssetningu á tækjabúnaði og að þjónusta fisk,
kjöt og kjúklingafram leiðendur. Reksturinn hefur í
gegnum tíðina gengið mjög vel og ég held að Marel sé
áhugaverður vinnustaður.“