Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 36

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 36
36 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 skoðun Ásmundur Helgason segir að leiðir til að koma skilaboðum til markaðarins og mark­ hópa verði æ fjölbreyttari og nauðsynlegt sé að vera vakandi fyrir öllum þeim fjölmörgu leiðum sem fyrirtæki eiga kost á að nota til að ná til markhópsins. „Þegar um er að ræða svo mikið úrval ólíkra miðla sem fyrir tæki geta nýtt sér þá skiptir staðfærslan kannski aldrei meira máli en núna. Í staðfærslunni þarf að vera með alveg á hreinu í fyrsta lagi hver skilaboðin eiga að vera og í öðru lagi hvernig á að koma þeim á framfæri. Út frá því kemur eitthvað sem heitir staðfærsla vörumerkis; það er að segja hvað vill viðkomandi að varan sé í huga markhópsins og hver á „persónuleiki“ vörumerk­ isins að vera. Ég held að fyrirtæki og vöru­ merki hafi aldrei áður þurft að gæta jafnvel að þessu. Það þarf ekki bara að huga að stað færslunni í tengslum við auglýsingar heldur líka hvernig vörumerkið kemur fyrir á vefnum, á útsölustöðum og í allri umfjöll­ un. Hvernig á tryggðakerfið eða klúbburinn að vera, eða söluaug­ lýsingar, ímyndaauglý s ingar, innra markaðsstarf, almanna tengsl og hvað á að gera á samfélags­ miðlum? Á nýju ári skiptir skýr staðfærsla meira máli en nokkurn tímann áður.“ Huga þarf að staðfærslu vörumerkis ÁSmunduR HElGaSon – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR Skuldir óreiðumanna dR. StEfanÍa ÓSkaRSdÓttiR – lektor við HÍ STJÓRNMÁL Nokkrum dögum eftir gjaldþrot bankanna 2008 sagði Davíð Oddsson í Kastljóss­ viðtali að Íslendingum bæri ekki að greiða skuldir óreiðu­ manna. Yfirlýsing Davíðs fór illa í marga sem töldu að með henni stefndi hann hagsmun­ um Íslands í stórhættu. Niðurstaða EFTA­dómstólsins í Icesave­mál inu staðfestir hins vegar að þetta reyndist rétt mat. Samkvæmt dómnum bar íslenska ríkið enga ábyrgð á tapi erlendra innistæðueigenda og íslenska ríkið var í fullum rétti að taka bara yfir innlendan hluta bankakerfisins sem varð til þess að íslenskir innistæðu­ eigendur gátu gengið að sínum innistæðum. Lengi vel reyndu forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar­ dóttur að telja almenningi trú um að ráðherrar Sjálfstæðis­ flokksins hefðu svo gott sem samið um greiðslu á „skuldinni“ og það á hærri vöxtum en hinir illræmdu Svavarssamningar. Það þótti ríma ágætlega við þá söguskýringu að gjaldþrot bankanna væri afleiðing þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafði leitt ríkisstjórn frá 1991. Þeir hinir sömu gáfu lítið fyrir skýringar um að gjaldþrotin væru afleiðing þátta sem tengjast alþjóðlega fjármálakerfinu og vanmætti smáríkis gagnvart peningaöflun­ um og stærri ríkjum. En pólitísk hlið Icesave­málsins sýndi þó glöggt þetta varnarleysi þótt Ísland hafi að lokum haft betur. En bara vegna þess að almenn­ ingur fylgdi ekki ríkisstjórninni að málum.“ „Yfirlýsing Davíðs fór illa í marga sem töldu að með henni stefndi hann hagsmun um Íslands í stórhættu.“ „Svokallaðar „hv­ spurningar“, en það eru spurningar sem byrja til dæmis á hvað, hvernig, hvenær eða hvers vegna.“ Ásta Bjarnadóttir segir að hægt væri að fyrir­byggja mörg vanda­mál á vinnustöðum ef stjórnendur temdu sér betri hlustun. „Sumir stjórnendur gera sér ekki grein fyrir mikilvægi sínu sem hlustendur og afleiðingin er að þeir setja sér hvorki markmið um að fá sjálfir eitthvað út úr samtalinu né nota virka hlustun til að hjálpa hinum aðilanum með hans eða hennar vandamál. Þetta leiðir til þess að tímanum sem fer í samtalið er ekki nægi­ lega vel varið. Meginatriði virkrar hlustunar er að spyrja spurninga sem miða að því að vera opnar; svokallaðar „hv­spurningar“, en það eru spurningar sem byrja til dæmis á hvað, hvernig, hvenær eða hvers vegna. Annað sem einkennir virka hlustun er að endurtaka það sem hinn aðilinn sagði til að vera viss um að hafa skilið hann eða hana rétt. Ef þetta þrennt er gert – að setja sér markmið í upphafi samtals, spyrja hv­spurninga og endurtaka það sem hinn sagði – er mun líklegra að báðir aðilar fái mikið út úr samtalinu.“ góð hlustun er galdur dR. ÁSta BjaRnadÓttiR – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN FLUGKORTIÐ FLUGFeLaG.Is FaRsímaveFUR: m.flugfelag.is vInGUmsT: facebook.com/flugfelag.islands veRTU sKReFI Á UnDan sm eLL Pa ssa R í ve sK IÐ FLUGFéLaG ísLanDs mæLIR meÐ Flugkortinu. Með því færðu drjúgan afslátt af farg jöldum og skilmálar kortsins henta vel þeim sem fljúga mikið innanlands. Sláðu á þráðinn og fáðu upplýsingar um Flugkortið hjá Fyrirtækjaþjónustu Flugfélags Íslands í síma 570 3606 eða sendu okkur línu á flugkort@flugfelag.is ÍS LE N SK A /S IA .IS /F LU 6 31 64 0 2/ 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.