Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 55
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 55
Magnús Þór Torfason, lektor við Harvard Business School, stundar kennslu og rannsóknir á sviði
tengslaneta og frumkvöðlastarfsemi við skólann. Hann segir að allt annað viðhorf sé til tengsla-
neta í Bandaríkj unum en á Íslandi. Erlendis eru þau talin auðlind sem komi að miklum notum við
rekstur fyrirtækja og stuðli að velgengni einstaklinga.
TexTi: erla GunnarsdÓTTir
Myndir: anna María sKúladÓTTir
tengslanet Magnúsar í Harvard
M
agnús Þór Torfa
son, lektor við
Harvard Busin
ess School,
stundar kennslu
og rannsóknir á sviði tengsla
neta og frumkvöðlastarfsemi við
skólann. Hann hefur bakgrunn í
rafmagnsverkfræði og tölvunar
fræði frá Háskóla Íslands og áhugi
hans á tengslanetum kvikn aði
út frá reynslu hans af rekstri
fyrirtækis í hugbúnaðar þróun.
Það er fyrirtækið Hand point sem
hann stofnaði árið 1999 með
þeim Davíð Guðj ónssyni og Þórði
Heiðari Þórarinssyni, en fyrirtækið
þró aði hug búnað fyrir handtölvur.
Núna hefur fyrirtækið verið í frétt
unum vegna verkefnisins „Pinnið
á minnið“.
Tengslanetarannsóknir eru
ung og að mörgu leyti ókönnuð
fræðigrein en afar þýðingar
mik il á ýmsum sviðum þar sem
upplýsingar flæða eftir þessum
óformlega en mikilvæga þætti í
skipulagi fyrirtækja.
Magnús hefur starfað við
Har vard Business School
síðan hann lauk doktorsgráðu í
stjórn un við Columbia Univerity
í New York árið 2010. Þar skrif
aði hann doktorsverkefni um
tengslanet í tölvuleiknum EVE
Online en auk þess hefur hann
rannsakað alþjóðleg tengslanet
og tengslanet fjárfestingasjóða.
„Um þessar mundir er ég að
kanna gjaldmiðla á netinu og
færslunet þeirra. Eins er ég að
skoða tengslanet og nýsköpun í
sambandi við kennslu mína hér
í Harvard. Við skoðum fjármögn
unina á bak við frumkvöðla og
tengslanetin, en frumkvöðlar
þurfa víða að leita fanga þegar
þeir stofna nýtt fyrirtæki og nýta
sér tengslin.
Við könnum einnig hvaða áhrif
tengslanet hafa á viðskiptahug
myndir frumkvöðla. Ein af
þekkt ari rannsóknum á þessu
sviði bar saman einstaklinga
með lokuð tengslanet (vinir
einstakl inganna þekkja flestir
hver annan) og opin tengslanet
(einstaklingarnir þekkja marga
aðskilda hópa). Vísbendingar
eru um að einstaklingar með
opin tengsla net fái betri við
skipta hugmyndir en þeir sem
hafa lokuð tengsla net,“ útskýrir
Magnús.
vinna hugmyndum
brautargengi
Við greiningu á tengslanet
um er annars vegar hægt að
horfa á tengslanet fyrir fyrirtæki
og hópa eða einstaklinga.
Mar k miðið er að skilja hvernig
tengsl a netið getur hjálpað
fyrirtækjum að ná markmiðum
sínum og einstaklingum að
nýta og skapa tækifæri fyrir sig.
Magn ús ítrekar að þessi sjónar
horn séu þó ekki jafnólík og gæti
virst í fyrstu.
„Í daglegu tali heyrir maður
gjarna rætt um tengslanet á
þeim nótum að menn komist
áfram á neikvæðan hátt fyrir til
stilli þeirra í gegnum klíkuskap.
Það getur verið tilfellið en miklu
oftar hjálpa þau fólki að vinna
verkefni sín betur. Fólk kemst
áfram á jákvæðan hátt fyrir
til stilli þeirra með því að verða
hæfari starfskraftar. Fólk verður
að hugsa um hvernig tengslan
etin geta unnið hugmyndum
þess brautargengi, hvernig
þau stuðla að bættu aðgengi
að upp lýsingum og hvernig
þau geta gert verkefnastjórnun
skilvirkari.
Stærsta undirgreinin innan
rannsókna á sviði tengsla
neta er líklega sú sem fjallar
um tengslanet og nýsköpun.
Annað mikilvægt svið fjallar um
áhrif tengslaneta á hegðun,
réttara sagt það sem ég kalla
félagsvenjur (socialnorms).
Hvaða áhrif hafa tengslanet á
það hvort menn fylgja viðtekn
um venjum í samfélaginu eða
brjóta þær?“
Tengslanetin spennandi
vettvangur
Áhuga Magnúsar á tengsla
netum má rekja aftur til ársins
1999 þegar hann, ásamt Davíð
Guðjónssyni og Þórði Heiðari
Þórarinssyni, stofnaði fyrirtækið
Handpoint, þar sem þeir þróuðu
hugbúnað fyrir handtölvur.
„Á þessum tíma var mikið
lagt upp úr „WAP“ sem voru
veflausnir fyrir snjallsíma. Við í
Handpoint ákváðum hins vegar
að einbeita okkur að lausnum
sem byggðust á því sem kallað
er „thick clients“, sem er í raun
sambærilegt við APPlausnirn
ar sem við sjáum í dag. Þá
eru gögn geymd á miðlara en
forritið sem vinnur með gögnin
keyrir í handtölvunni sjálfri. Kerf
in okkar voru útbreidd og mikið
á Íslandi í alls kyns ferlum,
vörutalningum, verðkönnunum
og slíku.
Síðan unnum við verkefni í
tengslum við greiðslumiðlun og
nú er svo komið að fyrirtækið er
á stærstu mörkuðum erlendis
í greiðslumiðlun. Félagar mínir
eru með skrifstofu á Íslandi og
í Cambridge á Englandi og eru
með þeim fremstu í þróun lausna
fyrir kort og pinnúmer. Nú er
einmitt verið að innleiða slíkar
lausnir á Íslandi undir fororðinu
„Pinnið á minnið“ og gaman
að því að nú er fyrirtækið aftur
komið inn á innanlandsmarkað
með greiðslulausnir bæði fyrir
verslunarkeðjur sem og fyrir
smærri kaupmenn sem hafa
hingað til ekki tekið á móti
kortagreiðslum vegna mikils
kostnaðar.“
Fyrsta greinin skrifuð
árið 1957
Magnús segir að þær rann
sóknarniðurstöður sem til eru
um tengslanet séu gagnlegar
núna jafnvel þótt enn séu mörg
tækifæri til að auka skilning á
þeim. „Stóra nýnæmið í rann
sóknunum er að rannsaka
tengslanet yfir tíma, svokölluð
kvik tengslanet (dynamic social
networks). Hvernig fólk hagar
samskiptum sínum yfir tíma,
hvernig tengsl verða til og
hvern ig þau rofna. Þetta er mikil
breyting frá því að horfa bara á
kyrrmynd af tengslanetum eins
og var algengast þar til fyrir
örfáum árum.
Tengslanet hafa verið rann
„Tengslanetarann
sóknir eru ung og að
mörgu leyti ókönnuð
fræðigrein en afar
þýðingarmik il á
ýmsum sviðum þar
sem upplýsingar
flæða eftir þessum
óformlega en mikil
væga þætti í skipu
lagi fyrirtækja.“
Magnús fyrir framan aðalbyggingu Harvard Business School.