Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 1. 2013
„Einstaklingar með
opin tengslanet
virtust kerfisbundið
fá betri hugmyndir
en þeir sem höfðu
lokuð tengslanet.“
sökuð frá því um 1970 en það
var erfitt að gera nokkuð af viti
með þetta á þeim tíma. Það er
mjög erfitt að vinna empírískar
rannsóknir á þessu sviði öðru
vísi en með tölvum því þetta eru
mikið til stór gagnasett þar sem
stuðst er við flóknar tölfræði
greiningar sem var ekki beint
hægt að gera hér áður.
Árið 1957 var skrifuð grein
sem er mjög þekkt og fjallaði
um útbreiðslu á nýju lyfi meðal
lækna í Bandaríkjunum. Þetta
var fyrsta greinin þar sem tókst
að skrásetja hvernig hug mynd
breiðist út eftir tengslaneti
ein staklinga. Í henni voru 125
læknar þátttakendur sem var
mjög stórt tengslanet á þeim
tíma en í dag þætti það ansi lítið,
auk þess sem aðeins var hægt
að skoða einn atburð, eitt lyf.
Þetta breyttist upp úr 1980
eða 1990 því það hafa orðið
miklar framfarir á þessu sviði
og er í raun mjög mikil gróska á
þessu fræðasviði hér í Banda
ríkjunum. Þetta er þver fag legt
svið sem er til dæmis notað
í viðskiptafræði, hagfræði
og á heilbrigðisvísindasviði,
til dæmis við rannsóknir á
lýðheilsu. Þessi aðferðafræði
byrj aði hjá eðlisfræðingum og
verkfræðingum sem voru að
setja upp tölvunet. Aðferða
fræðin breiddist svo út og var
aðlöguð ýmsum aðstæðum og
nú erum við loks komin á þann
stað að nýta þessa tækni til að
skilja betur tengslanet fólks.
Engu að síður eru margir þættir
sameiginlegir á milli þeirra
fræðigreina sem nýta þessa
aðferðafræði. Ef tengslanetið
er þéttriðið flæða upplýsingar
hraðar en ef tengslanetið er
lausriðið flæða upplýsingarnar
hægar og er þá sama hvort um
er að ræða tauganet, tölvunet
eða tengslanet.“
Hluti af daglegu stjórn-
unarkerfi
Umræðan og fræðin um
tengslanet eru skammt á veg
komin á Íslandi miðað við í
Bandaríkjunum þar sem þetta
þykir sjálfsagt námsefni í öllum
viðskiptaháskólum. „Nemend ur
taka ekki MBApróf hér öðru
vísi en að fá að minnsta kosti
einhvern grunn í tengsla netum.
Flestir stærri skólar bjóða upp
á námskeið og fyrirtæki nota
tengslanet sem hluta af sínu
hefðbundna stjórnunarkerfi. Hér
er t.d. haldið utan um tengsla
net starfsfólks sem hluta af
reglulegu starfsmannahaldi,
haldinn er gagnagrunnur um
hver gaf hverjum ráð og svo
framvegis. Þetta er hluti af
daglegu stjórnunarkerfi innan
skólans sem er síðan notað til
að bæta reksturinn og sjá ný
tækifæri.
Ég veit ekki til þess að fyrir tæki
vinni skipulega að úrvinnslu á
gögnum varðandi tengslanet
heima á Íslandi. Á síðasta ári
leit ég í heimsókn til MBAnema
við Háskóla Íslands og eitt af
því sem við töluðum um var
hvort tengslanet skipti yfir höfuð
einhverju máli á Íslandi en slík
umræða væri til dæmis mun
ólíklegri til að koma upp í banda
rískum háskóla þar sem er meiri
meðvitund um þetta svið.
„Hverra manna ert þú?“
Í tímanum heima með MBA
nem endum var þeirri hugmynd
velt upp hvort tengslanet væru
óþörf á Íslandi því að allir
þekktu alla. Þar virðist hægt að
hringja í hvaða fyrirtæki sem
er og fá samband við fram
kvæmdastjóra þess, sem væri
óhugsandi hér í Bandaríkjunum
nema eftir miklum krókaleiðum.
Ef þú vilt ná tali af framkvæmda
stjóra til að kynna honum
áhættusama viðskiptahugmynd
dugir honum ekki bara að tala við
þig, heldur þarf hanna að treysta
þér og þar geta sameiginleg
tengslanet skipt miklu máli.
Ef við skoðum tilhugalíf fólks
þá tekur það hérna úti yfirleitt
langan tíma því fólk þarf að
byggja upp traust en á Íslandi
þekkir alltaf einhver þann
sem þú ert að hitta og þannig
geturðu auðveldlega fengið
upplýsingar með skjótum
hætti. Við Íslendingar notum
tengsla net mjög markvisst til að
tékka af fólk þótt við gerum það
stund um ómeðvitað.“
Vannýtt auðlind tengslaneta
Með vorinu mun Magnús hafa
umsjón með námskeiði við
Endurmenntun Háskóla Íslands
sem ber yfirskriftina Tengslanet
fyrirtækja – vannýtt auðlind.
Á námskeiðinu verður fjallað
um aðferðir til að byggja upp
skilvirk tengslanet fyrir fyrirtæki í
heild en einnig hvernig einstakl
ingar geta nýtt tengslanet sitt til
að auka afköst sín og hvernig
þeir geta þróað tengslanet sem
fellur að þörfum þeirra.
„MBAnemar í Bandaríkjun
um eru mjög meðvitaðir um
samfélagsmiðlana eins og
LinkedIn og fleiri netmiðla. Hér
í Bandaríkjunum hefur töluvert
verið rætt um hvernig ferlið við
að kynnast fólki er að breytast.
Fyrsta skrefið er oft að líta á við
komandi á Fésbókinni og kanna
hver séu áhugamálin og stjórn
málaskoðanir og svo framvegis.
Það er ótrúlega margt sem við
vitum ekki hvaða áhrif hefur á
samskiptmynstur fólks.
Samskiptamiðlar eru
áhugavert rannsóknarefni þar
sem þeir eru með miklu ítarlegri
gögn en nokkur hefur getað sett
saman áður. Samhliða þessu
eru fyrirtæki farin að rannsaka
rafræn samskipti sín meira út frá
þessari aðferðafræði. Notkun á
tengslanetum verður stöðugt al
gengari í tengslum við markaðs
setningu og mark aðsstarf, eins
og varðand hegð unarmynstur
neytenda, kaup hegðun og
neyslu hegðun.“
Magnús Þór Torfason, lektor við Harvard Business School í Boston, sinnir kennslu og rannsóknum á
sviði tengslaneta og frumkvöðlastarfsemi.
Lektor við Harvard
Fundir, ráðstefnur, veislur,
spennandi matarupplifun í kraftmiklu umhverfi
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R
Hafðu samband í síma 420 8800 eða á sales@bluelagoon.is