Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 61

Frjáls verslun - 01.01.2013, Síða 61
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 61 dag inniheldur fleiri bílamerki en nokkurt annað umboð, nánast risi á íslenskum bíla markaði. Þar má finna merkin sem Erna þekkir svo vel frá B&L­árunum eins og Hyundai, BMW, Renault og Land Rover. Því til viðbótar eru merkin sem komu við sam­ runa B&L og Ingvars Helgasonar ehf. Þar eru Nissan, Subaru, Opel, Isuzu og nú síðast Dacia. Félagið á þar að auki aðgang að fleiri merkjum. Í samdrættinum eftir bankahrun var öllu steypt á einn stað en undir stjórn Ernu hafa þegar verið gerðar breytingar. Opel­umboðið hefur fengið sterk ari ásýnd með opnun sérstaks umboðs í Ármúlan­ um og Hyundai er nú komið í Kaup tún í Garðabæ þar sem sérstaða þessa rís andi merkis frá Suður­Kóreu hefur verið efld. „Mér finnst alltaf gaman að þessum bransa, það eru vitaskuld miklar sveiflur en þetta er ólíkt flestum greinum. Nú þegar ég hef kynnst öðrum rekstri finn ég hvernig áskoranir í þessari atvinnugrein eru öðru vísi en maður kynnist nokkurs staðar ann ars staðar. Þetta félag er hins vegar allt annað en það sem ég hætti hjá fyrir fimm árum. Það er í senn stærra og fjölbreyttara og samsetningin þar af leiðandi önnur en var.“ Erna bendir á að rekstraruppbygging BL í dag sé um margt ólík því sem áður var. Bæði sé umboðun­ um dreift víðar og semsetn ing margra þátta ólík. Á sínum tíma var búið að leggja í talsverða upp byggingu hjá BL, meðal annars með uppbygg ingu gæðastjórnunar­ kerfa, og félagið gekk mjög vel þegar það var selt. Allt breyttist í kjölfar bankahruns­ ins og nú þarf aftur að leysa úr margvís­ legum rekstrarvanda málum þótt hluta endurskipulagningar innar sé lokið. Erna tekur undir þetta. „Mér finnst stundum að maður sé aftur á ákveðnum byrjunarpunkti, það er að hluta til svipað og við lentum í eftir kreppuna 2001, en þá þurfti að byggja félagið upp á nýtt. Við erum pínulítið þar aftur. Okkur Íslendingum hættir til þess að sveiflast mjög mikið og sérstaklega í bíla­ sölu. Það hefur reynst okkur dýrt.“ ÞarF að uppFylla staðla Innan bílgreinarinnar voru miklar vanga­ veltur um það hvort merkin innan BL yrðu seld hvert í sínu lagi og því var hvíslað á markaðinum að tilboð í einstaka merki hefðu borist. Allt var það þó selt í einum pakka til Ernu en áfram eru vangaveltur um hvernig uppbygging félagsins verður í framtíðinni – verða þetta kannski nokkur merki eða umboð rekin undir einu eignar­ haldsfélagi? „Já, til lengdar. Það er svo sem ekki það að við vildum ekki hafa öll merkin hér á einu gólfi. Framleiðendur ætlast hins vegar kláralega til þess að þeirra merki sé gert hærra undir höfði en býðst þegar allir eru hafðir undir einni regnhlíf. Evrópsku staðlarnir gera okkur þetta líka dálítið erfitt. Vitaskuld er það þannig að þetta er sett upp með ákveðnum tilgangi hjá fram­ leiðendum, til þess að erfitt sé að hafa alla á einum fleti. Um leið og markaðurinn stækk­ ar munu fleiri merki springa út héðan, rétt eins og við sjáum hjá keppinaut unum þar sem reynt er að skapa skýr skil milli merkja. Á meðan markaðurinn er ekki stærri en hann er þá er mjög erfitt að borga fyrir staðlana. Ég þekki þeirra kröfur mjög vel frá fyrri tíð og þetta getur verið mjög nákvæmt, allt að því að vera smásmugu­ legt eins og það hvernig flísum og gleri er fyrirkomið og í hvaða lit það er. Þeir skipta sér nánast af öllu til þess að það sé heildstæður svipur á versluninni. Þetta er að sjálfsögðu ekki aðeins í bílgreininni, þú finnur þetta í öllum verslunargreinum. Alls staðar eru menn að gæta að umgerð sinnar vöru og líklega sést þetta best í tískuvöru­ bransanum þar sem allar verslanir eru eins. Þetta sést vel til dæmis í Zöru­versl­ ununum, sem eru eins sama í hvaða landi Erna og stjórnendurnir. Frá vinstri: Loftur Ágústsson markaðsstjóri, Íris B. Ansnes framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Dagur Jónasson framkvæmda­ stjóri Bílalands, Bjarni Benediktsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs, Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs, Hrafnhildur Hauksdóttir starfsmanna­ og gæðastjóri, Heiðar J. Sveinsson framkvæmdastjóri Hyundai og Erna Gísladóttir forstjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.