Frjáls verslun - 01.01.2013, Qupperneq 61
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 61
dag inniheldur fleiri bílamerki en nokkurt
annað umboð, nánast risi á íslenskum
bíla markaði. Þar má finna merkin sem Erna
þekkir svo vel frá B&Lárunum eins og
Hyundai, BMW, Renault og Land Rover. Því
til viðbótar eru merkin sem komu við sam
runa B&L og Ingvars Helgasonar ehf. Þar
eru Nissan, Subaru, Opel, Isuzu og nú síðast
Dacia. Félagið á þar að auki aðgang að fleiri
merkjum. Í samdrættinum eftir bankahrun
var öllu steypt á einn stað en undir stjórn
Ernu hafa þegar verið gerðar breytingar.
Opelumboðið hefur fengið sterk ari ásýnd
með opnun sérstaks umboðs í Ármúlan
um og Hyundai er nú komið í Kaup tún í
Garðabæ þar sem sérstaða þessa rís andi
merkis frá SuðurKóreu hefur verið efld.
„Mér finnst alltaf gaman að þessum
bransa, það eru vitaskuld miklar sveiflur
en þetta er ólíkt flestum greinum. Nú
þegar ég hef kynnst öðrum rekstri finn ég
hvernig áskoranir í þessari atvinnugrein
eru öðru vísi en maður kynnist nokkurs
staðar ann ars staðar. Þetta félag er hins
vegar allt annað en það sem ég hætti hjá
fyrir fimm árum. Það er í senn stærra
og fjölbreyttara og samsetningin þar af
leiðandi önnur en var.“ Erna bendir á að
rekstraruppbygging BL í dag sé um margt
ólík því sem áður var. Bæði sé umboðun
um dreift víðar og semsetn ing margra
þátta ólík. Á sínum tíma var búið að leggja
í talsverða upp byggingu hjá BL, meðal
annars með uppbygg ingu gæðastjórnunar
kerfa, og félagið gekk mjög vel þegar það
var selt. Allt breyttist í kjölfar bankahruns
ins og nú þarf aftur að leysa úr margvís
legum rekstrarvanda málum þótt hluta
endurskipulagningar innar sé lokið. Erna
tekur undir þetta. „Mér finnst stundum að
maður sé aftur á ákveðnum byrjunarpunkti,
það er að hluta til svipað og við lentum í
eftir kreppuna 2001, en þá þurfti að byggja
félagið upp á nýtt. Við erum pínulítið þar
aftur. Okkur Íslendingum hættir til þess að
sveiflast mjög mikið og sérstaklega í bíla
sölu. Það hefur reynst okkur dýrt.“
ÞarF að uppFylla staðla
Innan bílgreinarinnar voru miklar vanga
veltur um það hvort merkin innan BL yrðu
seld hvert í sínu lagi og því var hvíslað
á markaðinum að tilboð í einstaka merki
hefðu borist. Allt var það þó selt í einum
pakka til Ernu en áfram eru vangaveltur
um hvernig uppbygging félagsins verður
í framtíðinni – verða þetta kannski nokkur
merki eða umboð rekin undir einu eignar
haldsfélagi?
„Já, til lengdar. Það er svo sem ekki það
að við vildum ekki hafa öll merkin hér
á einu gólfi. Framleiðendur ætlast hins
vegar kláralega til þess að þeirra merki sé
gert hærra undir höfði en býðst þegar allir
eru hafðir undir einni regnhlíf. Evrópsku
staðlarnir gera okkur þetta líka dálítið
erfitt. Vitaskuld er það þannig að þetta er
sett upp með ákveðnum tilgangi hjá fram
leiðendum, til þess að erfitt sé að hafa alla á
einum fleti. Um leið og markaðurinn stækk
ar munu fleiri merki springa út héðan,
rétt eins og við sjáum hjá keppinaut unum
þar sem reynt er að skapa skýr skil milli
merkja. Á meðan markaðurinn er ekki
stærri en hann er þá er mjög erfitt að borga
fyrir staðlana. Ég þekki þeirra kröfur mjög
vel frá fyrri tíð og þetta getur verið mjög
nákvæmt, allt að því að vera smásmugu
legt eins og það hvernig flísum og gleri
er fyrirkomið og í hvaða lit það er. Þeir
skipta sér nánast af öllu til þess að það sé
heildstæður svipur á versluninni. Þetta er
að sjálfsögðu ekki aðeins í bílgreininni, þú
finnur þetta í öllum verslunargreinum. Alls
staðar eru menn að gæta að umgerð sinnar
vöru og líklega sést þetta best í tískuvöru
bransanum þar sem allar verslanir eru
eins. Þetta sést vel til dæmis í Zöruversl
ununum, sem eru eins sama í hvaða landi
Erna og stjórnendurnir. Frá vinstri: Loftur Ágústsson markaðsstjóri, Íris B. Ansnes framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Dagur Jónasson framkvæmda
stjóri Bílalands, Bjarni Benediktsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs, Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs, Hrafnhildur Hauksdóttir
starfsmanna og gæðastjóri, Heiðar J. Sveinsson framkvæmdastjóri Hyundai og Erna Gísladóttir forstjóri.