Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 85

Frjáls verslun - 01.01.2013, Side 85
FRJÁLS VERSLUN 1. 2013 85 mikið við markaðssetningu. Hann segir að þetta dæmi sýni að markaðsstarf fari nú meira fram í gegnum stafræna miðla, samfélagsmiðla og síma. Það skipti máli að vera vakandi fyrir nýjum kostum og að markaðsstarfið erlendis haldist í hendur við veltu félagsins. „Stærstur hluti okkar markaðskostnaðar er erlendis en við erum öðru vísi en önnur flugfélög að því leyti að við erum að aug lýsa áfangastaðinn Ísland meira en sjálft flugfélagið. Önnur flugfélög auglýsa gjarnan framboð og verð á meðan við auglýsum Bláa lónið, jökla landsins eða annað sem einkennir Ísland. Í því er fólgin talsverð sérstaða hjá okkur.“ Þegar kemur að verkefnum hér innan ­ lands þarf að gera greinarmun á Icelandair og móðurfélaginu Icelandair Group. Móðurfélagið hefur undanfarið einbeitt sér meira að nýsköpunarverkefnum sem styðja við vetrarferðamennsku enda mikil ásókn í að fá félagið í slík verkefni. Stundum skarast þetta og Icelandair er t.d. stofnandi og eigandi Iceland Airways sem er líklega eitt best heppnaða átakið til að auka ferða ­ þjónustu utan alfaratíma. Sama má segja um matarhátíðina Food and Fun. „Bæði þessi verkefni hafa tekist vel en þau sýna líka að það þarf þolinmæði til að byggja upp. Til að auka ferðamennsku á veturna þarf að skipuleggja viðburði um leið og annað sem einkennir landið er kynnt; svo sem hreina loftið, veturinn, norður ljósin, fiskurinn og vatnið. Allt þetta selur aftur síðarmeir og vegur þyngst þegar ferðamenn eru spurðir um upplifun sína af Íslandi. Náttúran er alltaf sterkust.“ Að sögn Birkis verða uppákomur eins og Food and Fun að skoðast í víðara samhengi. Viðburðurinn snúist ekki bara um að fá ferðamenn hingað eina helgi, ekki sé síðra að fá sérfræðinga meðal fjöl miðlamanna til að fjalla um land ið, hrá ­ efnið í matinn, matreiðsluna og veit inga ­ staðina á jákvæðan hátt og með þeim hætti að hingað komi erlendir ferða menn allt árið. Þetta tengist því að byggja upp ímynd Íslands og efla hana. „Við gleymum því ekki að við erum flug ­ félag. En við höfum séð tækifæri í því að styðja við ákveðin verkefni. Við teljum til dæmis að viðburðir, sem munu skila okkur umfjöllun erlendis og síðar ferðamönnum, séu ávinningur fyrir alla.“ stærstir milli skandinavíu og n­ameríku Icelandair er nú það flugfélag sem er með mesta tíðni flugferða á milli austurstrandar Bandaríkjanna og Skandinavíu. Þetta hefur beint athygli að félaginu í fjölmiðlum. Nú flýgur Icelandair á tíu staði í Norður­ Ameríku, þar af tvisvar á dag til New York og Boston. Til samanburðar má nefna að SAS flýgur aðeins á þrjá staði. Í kjölfarið hefur samstarf við ferðamálayfirvöld í Skandinavíu aukist. „Þegar við seljum ferðir yfir hafið er aðaláhersla okkar erlendis samt alltaf á Ísland. Framboðið skiptir afar miklu máli fyrir fjölgun ferðamanna. Við höfum leitað að áfangastöðum ytra þar sem við höfum forskot á keppinautana. Um leið hjálpar það okkur að byggja upp flugtíðni til og frá Íslandi.“ Uppbygging á stöðum eins og Toronto, Washington, Seattle og Denver hefur gengið vel. „Með því að fara inn á vestur ­ strönd Bandaríkjanna hefur náðst að örva markaðinn til Íslands hlutfallslega meira en með samsvarandi aukningu í Evrópu. Beint flug inn á nýja áfangastaði, sérstaklega í Norður­Ameríku, hefur mikil marg földunaráhrif á tíðni ferðamanna til Íslands.“ Birkir segir að raunar skipti heildarframboð ferða afar miklu. Þannig séu einstaka flugfélög hætt að fljúga til Íslands á meðan önnur séu ýmist að auka eða draga úr framboði. Þess vegna skipti miklu að Icelandair auki tíðni sína. Sveigjan leiki félagsins, eins og hann sé orðinn núna, geri félaginu kleift að bregð ­ ast hratt við breyttri samkeppni. „Fjöldi ferðamanna hefur tvöfaldast á hverjum tíu árum og því er líklegt að þeir verði komnir vel yfir 1.200 þúsund árið 2020.“ „Þetta er ekki spurn­ ing um að rukka inn á hvern einasta stað eða opið svæði hér á landi – heldur að innheimta þar sem nú þegar er átroðningur og nauðsynlegt að hafa meiri stjórn á fjöldanum.“ „Við höfum varað við því að flugvöll ur inn gæti verið að springa vegna álags en þó hefur verið brugðist vel við þeim vexti ferða manna sem hefur orðið á síðustu árum. Þar eru uppi áform um að stækka aðstöðu ferðamanna í takt við það.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.