Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Page 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2000, Page 22
ÁGRIP ERINDA / XIV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA upphafi sjúkdómsferilsins og við síðari lækkun í VC og DLCO síð- ar, sem getur samrýmst hægfara þróun interstitial lungnasjúkdóms hjá einstaklingum með heilkenni Sjögrens. E 19 Hvað aðgreinir berkjuauðreitni við astma og heilkenni Sjögrens? Dóra Lúðvíksdóttir1, Hans Hedenström3, Christer Janson3, Eyþór Björnsson', Gunnemar Stálenheim3, Per Venge3, Björn Guðbjörnsson2, Sigríður Þ. Valtýsdóttir3, Gunnar Boman3 Frá 'lungnadeild Vífilsstaða, 'rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, ’Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíþjóð Netfang: doralud@rsp.is Inngangur: Berkjuauðreitni er einkennandi fyrir astma en er einnig algeng hjá einstaklingum með heilkenni Sjögrens (SS). Innöndun- arsterar draga verulega úr berkjuauðreitni við astma en hafa lítil áhrif á berkjuauðreitni við heilkenni Sjögrens og því var sú tilgáta sett fram að mismunandi þættir lægju til grundvallar berkjuauð- reitni við astma og heilkenni Sjögrens. Borin var saman berkjuauð- reitni við astma og heilkenni Sjögrens með þremur mismunandi áreitiprófum; metakólíni, adenósíni (AMP) og köldu lofti. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 20 einstaklingar með astma, 18 einstaklingar með heilkenni Sjögrens og 20 heilbrigðir einstaklingar. Eósínófíl peroxíðasi (S-EPO) og eósínófíl cationic prótín (S-ECP) voru mæld í sermi fyrir hvert áreitnipróf. Niðurstöður: Einstaklingar með astma voru mun næmari fyrir adenósínáreiti en einstaklingar með heilkenni Sjögrens (p<0,02). Hjá einstaklingum með astma var góð fylgni milli niðurstaðna áreitniprófa með metakólíni og adenósíni (r=0,91; p<0,0001) og metakólíni og kalds lofts (r=0,83, p<0,0001). Við astma var mark- tæk fylgni milli berkjuauðreitni mæld með adenósíni (dose-re- sponse slope AMP) og S-EPO (r=-0,56; p<0,01) og S-ECP (r=-0,51; p<0,02). Engin marktæk fylgni var milli berkjuauðreitni og S-EPO og S-ECP hjá einstaklingum með heilkenni Sjögrens. Ályktanir: Rannsóknin bendir til að ólíkir þættir liggi til grundvallar berkjuauðreitni hjá einstaklingum með astma og sjúklingum með heilkenni Sjögrens. Fleiri en eitt áreitnipróf getur þurft til að greina mismunandi tegundir berkjuauðreitni við ólíka sjúkdóma. E 20 Loftvegabólga við astma og heilkenni Sjögrens Dóra Lúðvíksdóttir1, Kawa Amin2, Christer Janson3, Otto Nettelbladt2, Björn Guðbjörnsson3, Sigríður P. Valtýsdóttir2, Eyþór Björnsson1, Godfried M. Roomans2, Gunnar Boman2, Lahja Seveus2, Per Venge2 Frá 'lungnadeild Vífilsstaða, ’rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 'Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, Svíðþjóð Netfang: doraIud@rsp.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman bólgu- íferð í berkjuslímhúð sjúklinga með astma og einstaklinga með heil- kenni Sjögrens (SS). Efniviður og aðferðir: Berkjusýni voru tekin frá sjö einstaklingum með heilkenni Sjögrens, 13 sjúklingum með astma og sjö heilbrigð- um einstaklingum. Allir einstaklingar með astma og sjúklingar með heilkenni Sjögrens höfðu jákvætt metakólínauðreitnipróf. Röð ein- stofna mótefna var notuð til að ákvarða gerð bólgufrumna í berkju- slímhúð. Rof í berkjuþekju og þykkt grunnhimnu var mæld eftir lit- un með tenasíni og lamíníni. Niðurstöður: Einstaklingar með heilkenni Sjögrens höfðu aukinn fjölda neutroffla í berkjuslímhúð í samanburði við einstaklinga með astma og heilbrigða viðmiðunarhópinn. Fjöldi eósínóffla var mark- tækt lægri hjá einstaklingum með heilkenni Sjögrens en einstakling- um með astma. Fjöldi mastfrumna var hærri bæði hjá sjúklingum með astma og sjúklingum með heilkenni Sjögrens borið saman við heilbrigða viðmiðunarhópinn. Fjöldi CD3, CD4, og CD8 jákvæðra frumna var hærri hjá sjúklingum með heilkenni Sjögrens en sjúk- lingum með astma. CD25 jákvæðar frumur voru algengari hjá ein- staklingum með astma en sjúklingum með heilkenni Sjögrens. Rof í berkjuþekju var marktækt aukið hjá sjúklingum með heilkenni Sjö- grens en var þó minna en hjá einstaklingum með astma. Pykkt tena- sín- og lamínínlaga var marktækt aukin hjá sjúklingum með heil- kenni Sjögrens og sjúklingum með astma í samanburði við viðmið- unarhópinn. Marktæk fylgni var milli fjölda mastfrumna og þykkt tenasín- og lamínínlaga hjá bæði einstaklingum með astma og sjúk- lingum með heilkenni Sjögrens. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að mismun- andi tegundir bólgufrumna einkenni loftvegabólgu við astma og heilkenni Sjögrens. Loftvegabólga við heilkenni Sjögrens einkenn- ist fyrst og fremst af íferð neutróffla, mastfrumna og T-frumna með- an sjúklingar með astma hafa áberandi fleiri eósínóffla í berkjuslím- húð. Rof í berkjuþekju og þykknun á grunnhimnu einkennir bæði sjúklinga með astma og einstaklinga með heilkenni Sjögrens. E 21 Erfðaþættir sem stjórna myndun IgE og tengjast alvarlegum astma fundust ekki hjá íslendingum Unnur Steina Björnsdóttir1, Kristleifur Kristjánsson2, Þórarinn Gíslason', Davíð Gíslason1, S. Anna Guðnadóttir2, Jeffrey Gulcher2, Kári Stefánsson2, Hákon Hákonarson2 Frá 'göngudeild ofnæmis og astma Landspítala Vífilsstöðum, 2fslenskri erfðagreiningu. Netfang: usb@rsp.is Inngangur: Mikill munur er á því hversu algengt og alvarlegt of- næmi (atopy) og astmi er meðal einstakra þjóða. Tíðni þessara sjúk- dóma fer vaxandi, einkum á Vesturlöndum. íslendingar hafa lægsta meðalgildi IgE (geometric mean 13 kU/L) þeirra þjóða sem þátt tóku í könnuninni Lungu og heilsa (European Community Re- spiratory Health Survey). Einnig kom í ljós að og tíðni ofnæmis var mjög lág eða 20,5%. Astmi greindist hjá 10,9% íslenskra ofnæmis- sjúklinga (life time diagnosis) en aðeins hjá 4,2% þeirra sem ekki höfðu ofnæmi. Lág tíðni astma og ofnæmis og mikill skyldleiki þjóðarinnar gæti hjálpað við að greina sundur þá erfða- og umhverfisþætti sem valda þessum sjúkdómum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli nokkurra erfðavísa sem virðast hafa áhrif á myndun ofnæmis og astma. Þar á meðal er erfðamerki á litningi 1 lql3 fyrir Fce RI-þ (high affinity IgE receptor) erfðavísinn. Einnig er erfðamerki á 16pl2 við erfðavísinn fyrir IL-4 viðtækið og þar hafa fundist hugs- anleg tengsl við IgE, ofnæmishneigð, berkjuauðreitni og það hversu alvarlegur astmi er. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum 1.982 sjúklinga sem komið höfðu á göngudeild ofnæmis- og astma á Vífilsstaðaspítala frá 1987- 1999. Alls höfðu 1.238 þeirra ofnæmisastma (atopic asthma), 531 var með ofnæmi en engan astma og 213 voru með astma en ekki of- næmi. Spurningar um einkenni og ættgengi voru lagðir fyrir alla þátttakendur og þeir höfðu verið húðprófaðir fyrir 12 algengum loftbornum ofnæmisvökum. Auk þess var gert lungnapróf (spiro- metry) og metakolínpróf ef vafi lék á greiningu astma. 22 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.