Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 8
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Ágrip veggspjalda V-1 „Ef þú hefur ekkert verður lítið að miklu” - Framfarir í athöfnum daglegs lífs eftir færnibætandi handarskurðaðgerðir á mænusköðuðum einstaklingum Sigrún Garðarsdóttir, Sigþrúður Loftsdóttir, Páll E. Ingvarsson Endurhæfingardeild Landspítala Grensási sigrgard@landspitali.i$ Inngangur: Mænuskaði er örlagaríkur atburður sem hefur áhrif á alla lífsþætti og skerðir líkamlega færni verulega, þar með færni til að framkvæma daglegar athafnir og virka þátttöku í hringiðu samfélagsins. Skaði í hálshluta mænu veldur skerðingu á handarfærni einstaklinga. Handarfærni t.d. að taka upp og handfjatla hluti er öllum mikilvæg í daglegu lífi og hefur hún verið metin af sumum mænusköðuðum einstaklingum mikilvægari en t.d. getan til að stjóma þvagblöðru og þörmum, færni til að stunda kynlíf eða stjórna neðri útlimum. Markmið: Að kanna gagnsemi færnibætandi handarskurðaðgerða hjá íslenskum mænusköðuðum einstaklingum sem farið hafa í slíkar aðgerðir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, Svíþjóð. Aðferðir: Spurningalisti Mat á færni við athafnir daglegs lífs (ADL) var lagður fyrir 7 einstaklinga, 2 konur og 5 karla, sem fóru í færnibætandi handarskurðaðagerðir á árunum 2006 til 2008. Spumingalistinn er byggður á lista sem notaður hefur verið í sambærilegum rannsóknum og samanstendur af 34 spurningum. Meðalaldur þátttakenda við aðgerð var 49.6 ár (39-65 ár) og meðaltími frá mænuskaða að aðgerð var 16.3 ár (5-31 ár). Aðgerðir voru gerðar til að bæta grip í höndum, beygju í þumli og olnbogaréttu. Niðurstöður: Helmingur þátttakenda upplifði breytingu á færni sinni til hins betra í 16 (55.2%) athöfnum af 29. í 12 (41.4%) athöfnum hafði fæmi haldist óbreytt hjá helmingi þátttakenda. Hjá einum hafði fæmi versnað í athöfninni að lyfta sér upp í sæti. Allir gáfu til kynna bætt lífsgæði og hjá 5 höfðu aðgerðimar uppfyllt væntingar til aukinnar fæmi. Ályktun: Árangur handaraðgerðanna lofar góðu þar sem niðurstöður gefa til kynna aukna fæmi þátttakenda í athöfnum daglegs lífs og bætt lífsgæði. Slíkar niðurstöður styðja mikilvægi þess að handaraðgerðir verði áfram hluti af meðferð. V-2 Könnun á starfsumhverfi Landspítala Hörður Þorgilsson, Guðjón Öm Helgason, Hildur Magnúsdóttir, Svava Kr. Þorkelsdóttir, Ema Einarsdóttir Mannauðssviði Landspítala hord u rth@landspi tal i. is Inngangur: Hugtakið starfsumhverfi vísar til þátta sem taldir em mikilvægir fyrir árangur stofnana, t.d. aðbúnaður, hvatning, stefna, stjómunarhættir og samskipti. Þá er talið að viðhorf eins og starfs- ánægja, starfsandi og hollusta skipti miklu um gæði þjónustu og starfsmannaveltu. Það er mikilvæg stefnumörkun hjá Landspítala að meta starfsumhverfi árlega. í því felst aðhald og tækifæri til umbóta. Markmið: Að kanna viðhorf starfsmanna til eigin starfsumhverfis og stjórnenda og bera saman við fyrri kannanir. Aðferðir: Spurningalisti var lagður rafrænt fyrir alla starfsmenn í október 2010. 2446 svömðu eða 59,17%. Niðurstöður hér fjalla um þær 66 spumingar sem vom á fimm punkta Likert kvarða. Niðurstöður vom flokkaðar í styrkleikabil (4,20-5,0), starfshæft bil (3,70-4,19) og aðgerðabil (undir 3,70). Niðurstöður: Á styrkleikabili voru 16 spurningar, 14 á starfhæfu og 22 á aðgerðabili. Spurningar með hæsta meðaltal voru metnaður að sinna starfi sínu vel (4,82), mikilvægi starfs (4,74) og nýting persónulegra eiginleika (4,62). Spurningar með lægsta meðaltal voru jöfnuður milli starfsmanna (2,77), viðunandi tækjakostur (2,92) og opin umræða/ óhætt að gagnrýna (3,10). Hæsta meðaltal hjá stjórnendum var áhersla á hagkvæmni í rekstri (4,37) en lægsta var veiting endurgjafar um frammistöðu (3,45). Niðurstöður eftir flokkum spurninga má sjá í töflu: Flokkur Fjöldi spuminga Meðaltal (1-5) Fjöldi á bili styrkl./ starfh./aðg. Landspítali 7 3,20 0/0/7 Stefna og áherslur 19 3,71 4/5/10 Samstarfshópurinn 6 4,0 4/1/1 Starfsmaðurinn 14 4,16 7/5/2 Líðan í starfi 6 3,89 1/3/2 Samanburður milli ára sýnir að starfsánægja var 3,9 (2006), 4,1 (2009) og 4,0 (2010). Starfsandi á einingu var 4,2 (2006), 4,1 (2009) og 4,0 (2010). Vinnuálag mældist jafnt öll árin, 4,0. Ályktun: Af niðurstöðum má álykta að starfsfólk meti störf sín og sína einingu talsvert jákvæðar en spítalann í heild. Mikill niðurskurður virðist ekki hafa lækkað starfsánægju né aukið vinnuálag V-3 Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarþyngd og veikindafjarvistir Halldóra Hálfdánardóttir', Helga Bragadóttir'-2 'Landspítala,2 hjúkrunarfræðideild HÍ helgabra@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli hjúkrunarþyngdar og starfsmannaveltu og veikindafjar- vista hjúkrunarfræðinga. Því er oft haldið fram að vinnuálag á hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk sé of mikið og alltaf að aukast og að það geti leitt til þess að það gefist upp og segi starfi sínu lausu. Aukið vinnuálag getur einnig orðið til þess að hjúkrunarfræðingar séu meira frá vinnu vegna veikinda. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar var hjúkrunarfræðingar á öllum deildum Landspítalans en úrtakið var fastráðnir hjúkrunarfræð- ingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði árið 2008. Meðalfjöldi hjúkrunarfræðinga á þessum þremur sviðum var 334árið 2008. Það eru rúm26% allrahjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Rannsóknarsniðið var megindlegt, lýsandi rannsóknarsnið. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítalans um starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir hjúkrunarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður fengust með tíðnidreifingu, meðaltölum og fylgniprófum. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarþyngdar og veikindafjarvista voru ekki tölfræðilega marktæk. Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðalbráðleiki sjúklinganna var 1,10. í samanburði á sviðunum þremur kom fram að meðalbráðleiki var hæstur á lyflækningasviði II, eða 1,16. Þar voru veittar hjúkrunarklukkustundir færri en æskilegar en á 8 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.