Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Page 30
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 grunur um gallvegablöðru sem var staðfest með segulómskoðun og holsjárröntgenmyndatöku. Við aðgerð kom í ljós flókin líffærafræði og hún því send til aðgerðar á Children's Hospital í Boston. Þar voru fjarlægðar þrjár gallvegablöðrur. Legan var fylgikvillalaus og hún útskrifaðist við góða líðan. Ályktun: Gallvegablöðrur eru sjaldgæf fyrirbæri og á árunum 2000-2010 greindust aðeins 2 tilfelli á Islandi. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn þar sem hætta á illkynja umbreytingu er umtalsverð. V-71 Endurtenging eftir Hartmanns aðgerð eftir rof á ristli á Landspítala 1998-2010 Kristín María Tómasdóttir1, Elsa Björk Valsdóttir u, Kristín Jónsdóttir1, Páll Helgi Möller1'2 'Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ kristinmariat@gmail.com Inngangur: Hartmanns aðgerð er ein algengasta aðgerðin sem beitt er við rofi á ristli. Aðeins hluti þeirra sjúklinga fer í endurtengingu (40%). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hversu margir fóru í endurtengingu eftir Hartmanns aðgerð á Landspítala í kjölfar rofs á ristli og skoða árangur þeirra aðgerða. Efniviður og aðferðir: Farið var afturvirkt yfir sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu rof á ristli og fóru í Hartmanns aðgerð á Landspítala 1997- 2007. Skráð var aldur, kyn, ASA flokkur þegar Hartmanns aðgerðin var framkvæmd, tími frá Hartmanns aðgerð að endurtengingu, legutími, fylgikvillar og endurinnlagnir eftir endurtengingu. Niðurstöður: 62 sjúklingar fengu rof á ristli og fóru í Hartmanns aðgerð. Af þeim fóru 35 (56%) í endurtengingu. Meðalaldur þeirra sem fór í endurtengingu var 63 ár (bil:35-89) en 77 ár (bil:65-90) hjá þeim sem ekki fóru í endurtengingu. ASA flokkun við Hartmanns aðgerð hjá þeim sem fóru síðar í endurtengingu var að meðaltali 2 en 3 hjá öðrum. Alls fóru 17 (63%) af 27 körlum og 19 (54%) af 35 konum í endurtengingu. Endurtenging fór fram að meðaltali 8 mánuðum (bil:2- 47) eftir Hartmanns aðgerðina. Legutími eftir endurtengingu var að meðaltali 11 dagar (bil:4-25). Fjórtán sjúklingar (40%) fengu fylgikvilla eftir endurtengingu og leiddu þeir til endurinnlagnar hjá 10 (29%) þeirra. Algengustu fylgikvillamir voru sárasýkingar (n:5) og örkviðslit (n:4). Skurðdauði var enginn. Ályktun: Þeir sem fara í endurtengingu eftir Hartmanns aðgerð em yngri og í lægri ASA flokki en þeir sem ekki fara í endurtengingu. Tíðni endurtenginga er hærri á LSH samanborið við erlendar rannsóknir en fylgikvillar sambærilegir. V-72 Rof á ristli við ristilspeglun á Landspítala 1998-2007 Bryndís Snorradóttir1, Elsa B.Valsdóttir13, Einar Bjömsson221, Páll Helgi Möller13 'Skurðlækningadeild, 2meltingarfæradeild Landspítala, 3læknadeild HÍ brs2@hi.is Inngangur: Rof á ristli er sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli við ristilspeglun. Skurðaðgerðir vegna rofs á ristli hafa hátt hlutfall fylgikvilla og dánartíðni er um 25%. Algengi og árangur meðferðar hérlendis er ekki þekktur. Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að kanna algengi rofs á ristli í kjölfar ristilspeglunar á Landspítalal998-2007 og hins vegar að skoða afdrif allra þeirra sjúklinga sem meðhöndlaðir voru á Landspítala á sama tíma vegna sömu ástæðu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og var leitað í tölvukerfi Landspítala eftir ICD kóðum um rof á ristli. Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga og skráðar upplýsingar um meðferð og afdrif þeirra. Alls voru framkvæmdar 9058 ristilspeglanir á Landspítala 1998-2007. Niðurstöður: Alls fengu sjö sjúklingar rof á ristil í kjölfar ristilspeglunar á Landspítala á tímabilinu. Algengi rofs á ristli í kjölfar ristilspeglunar var því 0.077% á Landspítala. Á sama tíma voru hins vegar 18 sjúklingar meðhöndlaðir á Landspítala vegna rofs á ristli í kjölfar ristilspeglunar, 11 höfðu verið speglaðir utan Landspítala. Fjórtán sjúklingar fengu rof í kjölfar fullrar ristilspeglunar en fjórir í kjölfar stuttrar speglunar. Helmingur speglananna var íhlutandi (n=9). Meðalaldur sjúklinga var 68 ár (bil 32-80) og algengasta staðsetning rofs var í bugaristli (n=7). Fjórtán sjúklingar fóru í aðgerð en fjórir voru meðhöndlaðir með föstu og sýklalyfjum. Miðgildi legudaga voru 9 dagar (bil 1-73). Alls fengu fjórir sjúklingar fylgikvilla eftir aðgerð (28,6%). Tveir sjúklingar létust og skurðdauði því 14,3%. Ályktun: Tíðni rofs eftir ristilspeglanir á Landspítala er lág. Staðsetning rofs var oftast líkt og í erlendum rannsóknum í bugaristli. Árangur meðferðar hérlendis er sambærilegur við erlendar rannsóknir. V-73 Öryggi stórdýramódels við rannsóknir á vefjaviðbrögðum beinígræða Halldór Jónsson jr1,2 ,E Laxdal1'2'3, S Kárason1-21, A Dagbjartsson2, E Gunnarsson'2, J Gíslason-5, J Einarsson5, N Chuen How5, G Örlygsson41 'Landspitala, 2læknadeild HÍ, 3Bergen Universitet, Noregi, 4Nýsköpunarmiðstöð íslands, 5Genís halldor@LSH.is Inngangur: Við þróun ígræða til lækninga þarf að skapa kringumstæður sem líkjast klínískum aðstæðum. Nýsköpunarfyrirtækið Genís hefur unnið að þróun efnis til að leiða og örva beinvöxt. Markmiðið með þessari rannsókn var að þróa stórdýramódel til að bera saman ígræði frá Genís við tegund, sem algengt er að nota í aðgerðum á fólki þar sem bil er á milli beinenda. Efniviður og aðferðir: í svæfingu var gerð frílagning á innhlið og miðhluta sköflungsbeinsins á 2-3 veturgömlum gimbrum. Sex gata plata löguð að sveigju beinsins og fest með 2 skrúfum í sinn hvom endartn. Sagaður var 25mm biti úr miðhluta beinsins og það sett aftur saman með plötunni. Samkvæmt slembivali var bilið fyllt með tilraunaefni frá Genís, samanburðarefni eða haft tómt, Fótleggurinn var gifsaður og gefin voru sýkla- og verkjalyf. Tvær kindur féllu vegna skyndidauða og fótbrots strax eftir aðgerð. Eftir 6 og 12 vikur voru 21 kind lifandi, 6 þeirra höfðu verið röngtenmyndaðar og engin merki em um fylgikvilla og dýrin þrífast vel. Eftir 6 mánuði verða kindumar svæfðar, leggimir settir í formalín og skannaðir í micro-CT skanna. Einnig verður gerð vefjarannsókn til að samgreina vefjabreytingar og CT niðurstöður. Niðurstöður og ályktanir: Þetta er fyrsta kynning á þessari rannsókn sem eftir er að vinna meginniðurstöður úr. Henni er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á möguleikum þess að strmda rannsóknir á stórdýramódelum hér á landi. Hér að ofan höfum við lýst þróun stórdýramódels og jafnframt staðfest öryggi aðferðarinnar út frá sjónarmiðum dýravemdunar. V-74 Súrefnisbúskapur í gláku Ólöf Birna Ólafsdóttir', Sveinn Hákon Harðarson1-23, María Soffía Gottfreðsdóttir2, Alon Harris1, Einar Stefánsson1-2-3 'Læknadeild HÍ, 2augndeild Landspítala, 'Oxymap ehf, 4Indiana University School of Medicine olofbirnaolafs@gmail.com Inngangur: Deilt hefur verið um orsakir gláku í 150 ár. Niðurstöður 30 LÆKNAblaöið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.