Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Page 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Page 13
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 nota þjónustuna eru 55 komur karla á tímabilinu verðug áminning um að kynferðisofbeldi gegn fullorðnum karlmönnum er raunverulegt á íslandi sem og annars staðar í heiminum. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að afleiðingar á sálræna heilsu brotaþola geta verið mjög alvarlegar afleiðingar - sem undirstrikar mikilvægi þess að gott V-16 Skimun fyrir þunglyndi hjá þunguðum konum: Hvað erum við í raun að finna? Linda Bára Lýðsdóttir1, Halldóra Ólafsdóttir1, Marga Thome2, Jón Friðrik Sigurðsson1-2, Louise Howard3 'Geðsviöi Landspítali, 2HÍ 3King's College lindabl@landspitali.is Inngangur: Lyndis- og kvíðaraskanir eru algengar hjá konum. Rannsóknir á geðheilsu kvenna á meðgöngu hafa lengst af beinst að þunglyndi en færri rannsóknir verið gerðar á kvíðaröskunum Vísbendingar hafa komið fram um að fylgni sé milli ómeðhöndlaðs kvíða á meðgöngu og þunglyndis undir lok meðgöngunnar eða stuttu eftir barnsburð. Aðrar rannsóknir benda til neikvæðra áhrifa kvíða og streitu á þroska fóstur, einkum á þroska miðtaugakerfis. Markmið: Megirtmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða geð- raskanir greinast hjá íslenskum konum sem skimast þunglyndar á 16. viku meðgöngu. Aðferðir: Rannsókn þessi er hluti af stórri langtímarannsókn á geðheilsu íslenskra kvenna á meðgöngu og eftir bamsburð. Skimað var fyrir þunglyndi og kvíða hjá rúmlega 2400 konum sem hafa fengið þjónustu í mæðravernd heilsugæslunnar. Var skimað þrisvar sinnum á meðgöngu (16, 25 og 36 viku) og einu sirtrti eftir barnsburð (9-12 viku). Þær konur sem skimuðust jákvætt eða lentu í samanburðarhóp voru boðaðar í greiningarviðtal hjá reyndum sálfræðingum eða geðlæknum. Skimunartækin voru Edinburgh Postnatal Depression Scale (EPDS) og Depression Anxiety Stress Scales (DASS), bæði áreiðanleg og réttmæt til skimunar. Notast var við Mini lnternational Neuropsychiatric Interview Plus til að greina þátttakendur. Niðurstöður: Niðurstöður gáfu til kynna að af þeim konum sem skimuðust jákvæðar á þunglyndisskölum á 16 viku meðgöngu greindust fleiri konur með kvíðaröskun eina og sér heldur en konur sem greindust með þunglyndi og enga kvíðaröskun. Hjá þeim konum sem greindust með þunglyndi var samsláttur við kvíðaröskun algengur. Þunglyndi og almenn kvíðaröskun voru algengustu greiningarnar. Alyktun: Algeng skimunartæki fyrir þunglyndi snemma á meðgöngu greina illa milli þunglyndis og kvíðaraskana. Kvíðaraskanir eru algengar hjá konum á 16. viku meðgöngum bæði sem aðalvandi og sem fylgivandi þunglyndis. Þetta getur haft þýðingu í mæðravernd varðandi meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir. V-17 Að eignast barn í nýju landi. Viðhorf og reynsla erlendra kvenna af barneignarþjónustu á íslandi Bima Gerður Jónsdóttir1, Sigrún Gunnarsdóttir2 og Ólöf Ásta Ólafsdóttir2 ‘Fæðingadeild Landspítala, 2hjúkmnarfræðideild HÍ bimagj@Iandspitali. is Inngangur: Fjölgun erlendra kvenna í hópi skjólstæðinga barneignar- þjónustunnar hér á landi kallar á nýjar áskoranir umönnunaraðila. Engar rannsóknir liggja fyrir um efnið hérlendis en erlendar rannsóknir sýna misgóða reynslu erlendra kvenna af barneignarþjónustu og birta vísbendingar um að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til menningarbundinna viðhorfa í umönnun. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar sem mætti nýta til að auka skilning og koma til móts við þarfir og væntingar erlendra kvenna í umönnun á barneignarferlinu og þannig stuðla að góðri útkomu fyrir þær og fjölskyldur þeirra sem útlendingar í nýju landi. Aðferðir: Menningarhæfni (cultural competence) er hugtak sem er lagt til grundvallar í þessari rannsókn. Notuð var etnógrafía sem fól í sér viðtöl við sjö erlendar konur sem fæddu böm sín hér á landi og var rætt við hverja konu fyrir og eftir fæðingu bama þeirra. Niðurstöður: Gögn voru greind í þrjú meginþemu: 1) Fjölskyldulíf fjarri heimahögum sem vísar til aðstæðna kvennanna sem söknuðu samfélags og tengslanets að heiman. 2) Að eignast barn í nýju landi vísar til aðlögunar kvennanna og viðhorfa til barneignarferlisins sem rímaði vel við almenn viðhorf hér á landi. Sátt var við skipulag barneignarþjónustunnar en vísbendingar um einangrun og depurð eftir fæðingu. 3) Snertifletir samskipta vísar til fjölbreyttra samskipta við umönnunaraðila og var reynslan misgóð. Alyktun: Niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir. Viðmælendur voru almennt ánægðir með viðmót fagfólks en vísbendingar voru um að bæta megi bameignarþjónustuna hvað varðar upplýsingagjöf og fræðslu, þjónustu vegna tungumálaerfiðleika og stuðning eftir fæðingu. Mikilvægt er að efla sjálftraust og heilsulæsi kvennanna. Þá virðist samfelld ljósmæðraþjónusta henta þessum hópi sérstaklega vel. V-18 Fylgikvillar við keisaraskurði á Landspítala Heiðdís Valgeirsdóttir1, Hildur Harðardóttir1-2, Ragnheiður I. Bjamadóttir1'2 ’Kvenna- og bamasviði Landspítala, 2læknadeild HÍ hhard@landspitali.is Inngangur: Keisaraskurðir eru algeng aðgerð á LSH og var tíðni þeirra 17% af öllum fæðingum á LSH árið 2008. Áður hefur verið könnuð tíðni fylgikvilla við keisaraskurði árið 2001-2002 en verklag við þá hefur nokkuð breyst með tilkomu flýtibatameðferðar þar sem sýklalyf, verkjalyf og segavamir eru nú í föstum skorðum. Því er áhugavert að sjá hvort tíðni fylgikvilla við keisaraskurði hafi breyst frá 2002 til 2009. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni fylgikvilla við keisaraskurði á Landspítala árið 2009 og bera saman við tíðni árin 2001- 2002 og við tíðni erlendis. Skoðaðir vom fylgikvillar sem komu upp í aðgerð eða á fyrstu dögum eftir fæðingu. Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar var konur sem fæddu með keisaraskurði á Landspítala 2009. Uppiýsingum um aðgerð og ferii sjúklings í kjölfarið var safnað afturvirkt úr mæðraskrá og sjúkraskrám spítalans. Niðurstöður: Á tímabilinu vom framkvæmdir 615 keisaraskurðir, tvær konur voru útilokaðar frá rannsókninni og því voru alls 613 konur í henni. Heildartíðni fylgikvilla var 28,4%. Algengustu fylgikvillarnir voru blóðtap alOOOml (10,4%), hiti (9,4%), blóðgjöf (7,4%) og rifa frá legskurði (6,0%). Aðrir fylgikvillar voru sýking í leg (2,2%), skurðsár (1,0%) eða þvagfæri (1,0%), þörf á enduraðgerð (1,7%), blöðruskaði (0,7%), ileus (0,7%), legnám (0,5%) og lungnabólga (0,2%). Meiri hætta var á fylgikvilla ef kona fór í bráðakeisaraskurð (33,5%) heldur en valkeisaraskurð (19,8%), p<0,01. Þeir einstöku fylgikvillar sem voru marktækt algengari eftir bráðakeisaraskurð en valaðgerð voru hiti (p<0,01) og rifa frá legskurði (p=0,01). Tíðni fylgikvilla er örlítið minni en árin 2001-2002, þá 35,5%. LÆKNAblaðið 2011/97 13

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.