Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 22
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 (r=0.385-0.463), og fyrir flskiálegg, slátur og rúgbrauð hjá konum (r=0.366-0.423). Fylgni fyrir heilhveitibrauð var lægri en þó marktæk (r=0.299, p=0.030 fyrir karla og r=0.275, p=0.017 fyrir konur). Ekki var marktæk fylgni milli aðferða fyrir kjöt, fisk og eldað grænmeti. Þegar þátttakendur voru flokkaðir í fimm hópa m.t.t. neyslu samkvæmt spurningalistanum annars vegar og 3-daga matardagbókinni hins vegar, flokkuðust að meðaltali 42% í sama hóp, 73% í sama eða samliggjandi hóp og 4% í gagnstæðan hóp. Ályktun: Hægt er að nota spumingalistann til að meta neyslu eldra fólks á ákveðnum mikilvægum fæðutegundum. Ekki er hægt að útiloka spurningar sem ekki sýndu marktæka fylgni án frekara mats, þar sem samanburðaraðferðin hentaði ekki í öllum tilfellum. V-45 Rofnar heimsóknir á Bráðasvið og endurteknar komur, innlagnir og andlát: framsýn hóprannsókn Vilhjálmur Rafnsson1, Oddný S. Gunnarsdóttir2 Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild, HÍ, 2vísinda-, mennta- og gæðasviði Landspítala vilraf@hi.is Inngangur: Horfur sjúklinga eftir rofna heimsókn á bráðamóttöku eru óþekktar. Tilgangurinn var að rannsaka hvort endurteknar komur, innlagnir og andlát meðal þessara sjúklinga væru frábrugðin því sem gerist meðal annarra sjúklinga sem komu á bráðasvið (BS) Landspítala og fóru heim. Efniviður og aðferðir: Við fjöllum um sjúklinga 18 ára og eldri, sem fóru gegn læknisráði, fóru án þess að fá læknisskoðun og þá sem luku heimsókn sinni eðlilega og voru útskrifaðir heim af BS árin 2002- 2008. Samkeyrsla sem byggðist á kennitölum úr skrá BS, sjúkrahúss skránni og dánarmeinaskránni var gerð til að finna afdrif sjúklinganna. Endurteknar komur, innlagnir og andlát hjá rannsóknarhópunum og hjá hinum sjúklingunum voru borin saman með kíj-kvaðrat prófi og öryggismörk (ÖM) reiknuð. Niðurstöður: Þetta voru 106.772 sjúklingar og þar af fóru 77 gegn læknisráði en 4.471 fór án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta þess að leita aftur til BS innan 30 daga frá fyrstu komu á BS var 5,85 (95% ÖM 3,55-9,66) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 4,43 (95% ÖM 4,16-4,72) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta að leggjast inn á einhverja deildina innan 30 daga var 7,56 (95% ÖM 4,47-12,81) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 0,88 (95% ÖM 0,75-1,03) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta þess að deyja innan 30 daga var 11,53 (95% ÖM 2,85-46,70) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 0,50 (95% ÖM 0,21-1,19) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hátt hlutfall sjúklinga sem í upphafi fóru án læknisskoðunar fór aftur án læknisskoðunar í seinni heimsókn. Ályktanir: Hjá sjúklingum sem fóru gegn læknisráði voru horfur slæmar og líkur á endurteknum komum á BS, innlögnum og andláti, en sjúklingar sem fóru án læknisskoðunar höfðu einungis hátt hlutfall endurtekinna koma á BS. V-46 Notkun miðlægs gagnagrunns við gæðamat á opnum hjartaaðgerðum á Landspítala 2010 Helga Hallgrímsdóttir1, Elín Ýrr Halldórsdóttir', Þórarinn Guðnason2, Gunnar MýrdaP, Sigurður Ragnarsson3 'Skurðdeild 12CD, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala helgahal@landspitali.is Tilgangur: Að nýta Swedeheart-gagnagrunninn til þess að fá upplýsingar um sjúkrahúslegu sjúklinga sem gengust undir opna hjartaaðgerð á íslandi á árinu 2010. Efniviður og aðferðir: I Swedeheart-gagnagrunninn eru skráðar fram- virkt upplýsingar um opnar hjartaaðgerðir í Svíþjóð og Islandi. Fengnar voru upplýsingar um biðtíma, legutíma, fylgikvilla og afdrif sjúklinga sem gengust undir aðgerð á Landspítala á ofangreindu tímabili. Niðurstöður: Framkvæmd var 201 hjartaaðgerð á fslandi árið 2010. Þar af voru börn 6% (n=12) og voru kynjahlutföll jöfn. Af fullorðnum voru konur 26% (n=49). Miðgildi biðtíma eftir aðgerð voru 8 dagar hjá körlum (0-99) en 9 hjá konum (0-169). Eitt af hverjum 10 tilfellum fóru í bráðaaðgerð og var rúmur helmingur þeirra aðgerða utan dagvinnutíma. Rúm 11% (n=23) fóru í enduraðgerð vegna blæðingar. Sex fengu miðmætissýkingu og 32 sjúklingar (16%) fengu annars konar sýkingar. Sextán sjúklingar (8%) voru í öndunarvél á gjörgæsludeild í lengur en tvo sólarhringa. Legutími var sambærilegur hjá báðum kynjum og var miðgildi legutíma 9 dagar. Lengsti legutími var 132 dagar. Tíu sjúklingar (5%) létust innan 30 daga en einn lést til viðbótar fyrir útskrift. Skurðdauði við valaðgerðir var 1,1%. Ályktun: Biðtími eftir hjartaaðgerð á Landspítala var stuttur í flestum tilfellum. Hlutfall bráðaaðgerða á árinu var hátt og flestir sem létust höfðu gengist undir bráðaaðgerð. Fylgikvillar hjartaaðgerða og legutími var ásættanlegur. Swedeheart gagnagrunnurinn er gagnlegur í gæðamati fyrir sjúklinga sem gangast undir hjartaaðgerðir á Landspítala. V-47 Að eiga eða mega: Fasta fullorðinna sjúklinga fyrir skurðaðgerðir á LSH Brynja Ingadóttir1, Anna María Ólafsdóttir1, Elín J.G. Hafsteinsdóttir2; Lára Borg Ásmundsdóttir1; Lilja Ásgeirsdóttir1; Margrét Sjöfn Torp1, Herdís Sveinsdóttir,1'3 ^Skurðlækningasviði, 2gæðadeild, vísinda, mennta og gæðasviði Landspítala, 3hjúkrunarfræðideild HÍ brynjai n@landspitali. is Inngangur: Fasta er mikilvægur hluti af undirbúningi sjúklings fyrir svæfingu og liður í að auka öryggi hans. Vinnulag hefur lengi verið þannig að sjúklingum er gert að fasta bæði á mat og drykk frá miðnætti, aðfaranótt aðgerðardags, þrátt fyrir að rannsóknir hafi sýnt að slíkt er óþarfi og til óþæginda fyrir sjúklinga. Að öllu jöfnu er nægilegt að fasta á mat í 6 klst. og tæra drykki í 2 klst. samkvæmt gagnreyndri þekkingu. Árið 2009 var innleitt nýtt verklag á skurðlækningasviði LSH með fræðsluátaki til starfsfólks og sjúklinga. Rannsókn þessi var gerð í þeim tilgangi að kanna fylgni við nýtt verklag rúmlega ári eftir innleiðingu. Markmið: rannsóknarinnar er þríþætt og felst í að kanna hversu lengi sjúklingar fasta fyrir skurðaðgerð; hvaða fræðslu þeir fá fyrir aðgerð; og þorstatilfinningu meðan á föstu stendur og ógleði eftir aðgerð. Aðferðir: I úrtaki voru allir fullorðnir sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerðir í hugsanlegri eða væntanlegri svæfingu á LSH á fimm daga tímabili í mars 2011. Gagnasöfnun var þriþætt: upplýsinga um föstu var aflað frá sjúklingum við móttöku á svæfingadeild; upplýsinga um bakgrunn og aðgerð var aflað úr sjúkraskrárkerfi og lagður var spurningalisti fyrir sjúklinga eftir aðgerð. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu uppfylltu 205 sjúklingar þátttöku- skilyrði og tóku 94% þeirra þátt í rannsókninni þar af voru 16% bráðasjúklingar. Tæplega 83% þátttakenda svöruðu spurningalista. Meðalföstutími á mat var tæplega 14 klst. og á tæra drykki 9 klst. Um 44% sjúklinga var sagt að fasta frá miðnætti á mat og drykk en 26% höfðu fengið upplýsingar samkvæmt nýju verklagi. Ríflega 17% fengu skriflegar leiðbeiningar, 37% eingöngu 22 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.