Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 9
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 lyflæknissviði I og skurðlækningasviði var því öfugt farið. Heildarfjöldi veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum þremur voru um 4.000 dagar árið 2008. Alyktanir: Niðurstöður benda ekki til þess að tengsl séu á milli hjúkrunarþyngdar og starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunar- fræðinga. Nauðsynlegt er að skoða fleiri þætti í vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu sem geta haft áhrif á upplifun þeirra á vinnu sinni og ánægju þeirra í starfi. V-4 Að spyrða saman hjúkrunarfræði, verkfræði og tölvutækni til að varpa Ijósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Helga Bragadóttir1,2, Sigrún Gunnarsdóttir1, Helgi Þór Ingason3 ’Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala, ^iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ helgabm@hi.is Inngangur: Bent hefur verið á að auka þurfi skilvirkni og nýta betur þekkingu í hjúkrun því þannig megi auka öryggi sjúklinga. Þar sem hjúkrun á bráðadeildum er margbrotin vinna framkvæmd í flóknu umhverfi hefur reynst torvelt að birta raunsanna mynd af henni og áhrifaþáttum hennar. Fyrri athugunarrannsóknir hafa fyrst og fremst safnað gögnum með blaði og penna, en takmarkanir slíkra rannsókna eru að þær ná að mæla hluta viðfangsefnisins en ekki heildarmyndina. Tilgangur þessa verkefnis var að þróa aðferð með hjálp tölvutækninnar til safna gögnum sem lýstu vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á bráða legudeildum svo greina mætti mögulegar úrbætur. Efniviður og aðferðir: Spyrt var saman þekkingu í hjúkrunarfræði og verkfræði og blönduð aðferð notuð til að þróa mælingar á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á tölvutæku formi. Þróunin fól meðal annars í sér greiningu á stöðluðum mælingum, þróun gagnagrunns og viðmóts í handtölvu og prófun mælinga. Niðurstöður: Mælingar af 8 vöktum hjúkrunarfræðinga og 10 vöktum sjúkraliða sýndu að 83% af 127 stöðluðum atriðum vinnuathafna og áhrifaþátta voru notuð einu sinni eða oftar, auk mælinga á ferðum þátttakenda milli rýma á deild og tímamælinga sem voru sjálfvirkar í tölvunni. Umtalsverðum gögnum var safnað á áreiðanlegan hátt. Tölvutæku gögnin varpa ljósi á það hvers konar vinna er framkvæmd, hvar, í hvaða röð og hvað hefur áhrif á vinnuna. Alyktanir: Með því að spyrða saman þekkingu í hjúkrunarfræði og verkfræði og með nýtingu tölvutækninnar var fundin ný leið til gagnasöfnunar á flóknu viðfangsefni. Staðlaðar mælingar í handtölvu þar sem eiginleikar tölvutækninnar eru nýttir veittu tækifæri til gagnasöfnunar á umtalsverðum og flóknum gögnum samtímis á skilvirkan hátt. Varpað var heillegri mynd en áður hefur verið sýnd á vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða þar sem greina má tækifæri til úrbóta. V-5 Áhrifaþættir í vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem gætu ógnað öryggi í heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir1-2, Sigrún Gunnarsdóttir1, Helgi Þór Ingason3 ‘i ljúkrunarfræðideiid HÍ, 2Landspítala, 3iönaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ helgabra@hi.is Inngangur: Hjúkrun skiptir sköpum fyrir árangur meðferðar og afdrif sjúklinga á sjúkrahúsum. Mönnun í hjúkrun, menntun hjúkrunar- fræðinga og öruggt vinnuumhverfi er tengt öryggi sjúklinga og árangri svo sem dánartíðni. Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og áhrifaþætti vinnunnar á bráða legudeildum með það fyrir augum að bæta verkferla og vinnuumhverfi svo veita megi sjúklingum betri og öruggari hjúkrun. Efniviður og aðferðir: Um lýsandi rannsókn var að ræða þar sem fer saman verkfræðileg og hjúkrunarfræðileg nálgun. Notuð var blönduð aðferð og megindlegum og eigindlegum gögnum safnað með athugunum og viðtölum. Gerðar voru vettvangsathuganir á fjórum legudeildum Landspítalans 2008. Niðurstöður: Átta vaktir hjúkrunarfræðinga og tíu vaktir sjúkraliða sýna að mestur tími þeirra fer í beina og óbeina umönnun sjúklinga. Tíð athyglisfærsla af einu verkefni á annað, tíð rof á vinnu, oft vegna truflana og kerfisvilla, og tíðar hreyfingar milli staða bera vitni um að vinna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er flókin og margþætt. Einkenni vinnu hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða er: 1) fjölverkavinnsla, 2) að vera títt truflaður eða tafinn við vinnuna, 3) tíðar hreyfingar á milli staða til að vinna vinnuna. Ályktanir: Hjúkrun er í eðli sínu flókin og margþætt og því mikilvægt að draga úr áhrifaþáttum í umhverfinu sem auka á tíðni athyglisfærslu, rofa og tafa í vinnunni. Lagt er til að rýnt verði í niðurstöðumar með það fyrir augum að greina tækifæri til umbóta á: 1) samstarfi starfsmanna, s.s. úthlutun verkefna, samskiptum og upplýsingaflæði og -aðgengi; 2) skipulagi vinnunnar, s.s. verkferlum innan deildar og sem ná til annarra deilda sjúkrahússins og heilbrigðisþjónustunnar í heild; 3) skipulagi deilda, s.s. staðsetningu rýma, birgða og vinnuaðstöðu. V-6 Hjúkrunarþyngdar- og vinnuálagsmælingar á gjörgæsludeildum: lýsandi rannsókn Gunnar Helgason1, Helga Bragadóttir1-2 ’Landspítalia, 2hjúkrunarfræðideild HÍ helgabra@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknar var að meta tvö mælitæki, Nursing Activities Score (NAS) og aðlagað RAFAELA (sem samanstendur af aðlöguðu Oulu hjúkrunarþyngdarmælitæki og PAONCIL vinnu- álagsmælitæki). Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar var: 1) sjúklingar og 2) hjúkrunarfræðingar á tveimur gjörgæsludeildum Landspítala og fór gagnasöfnun rannsóknarinnar fram í janúar til febrúar 2009. Mælingar fólust í: 1) forprófun og áreiðanleikamati á þýddum NAS og aðlöguðu Oulu mælitækjum, 2) hjúkrunarþyngdarmælingum á sjúklingum á gjörgæsludeildum með NAS og aðlöguðu Oulu mælitækjum, 3) vinnuálagsmælingum með PAONCIL mælitækinu og 4) mati hjúkrunarfræðinga á NAS, aðlagaða Oulu, og PAONCIL mælitækjunum. Niðurstöður: Áreiðanleiki mælitækjanna var metinn í forprófun með samræmi svarenda og var samræmið 92% fyrir NAS og 78% fyrir aðlagaða Oulu mælitækið. Framkvæmdar voru 341 hjúkrunar- þyngdarmælingar á 98 sjúklingum. Tölfræðilega marktæk meðalsterk jákvæð fylgni reyndist vera milli niðurstaðna úr NAS og aðlagaða Oulu mælitækinu, r(341)=0,72, p=0,000. Meðaltals niðurstaða mælinga með NAS mælitækinu var 73,6% (SD=24,2, miðgildi = 69%, möguleg niðurstaða 0-177%) og 13,9 stig með Oulu mælitækinu (SD=3,4, miðgildi 14, möguleg niðurstaða 6-24 stig). Hærra hlutfall eða stig gefur aukna hjúkrunarþyngd til kynna. I mælingum með PAONCIL mælitækinu fengust 556 svör og var meðaltals stigun hjúkrunarfræðinga +0,50 (SD = 1,06, möguleg stigun -3 til +3 þar sem 0 þýðir ásættanlegt vinnuálag). I 48,1% mælinga mátu hjúkrunarfræðingar vinnuálag sitt ásættanlegt og LÆKNAblaðið 2011/97 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.