Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 33
V í S I N D I A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Markmið: Að færa rök fyrir því að piRNA-PIWI varnarkerfið virki á svæði aðlægt piRNA klösum. Aðferðir: Til að prófa tilgátuna notuðum við þéttni metýltengds eins basapara breytileika (mSNP) en við höfum áður sýnt fram á að mSNP er merki fyrir DNA metýlun í kímlínu mannsins. Niðurstöður: Við fundum marktækt hærri þéttni mSNP aðlægt piRNA klösum í erfðamengi mannsins fyrir 1-16 Mb gluggastærðir. Við fvmdurn magnsamband (dose-response) milli fjölda piRNA gena í piRNA klösum og þéttni mSNP í aðlægum röðum upp að 16 Mb gluggastærð. Við skilgreindum því næst há-metýluð LINE-1 gen. Fjöldi há-metýlaðra LINE-1 gena á litningi hafði jákvæða fylgni við fjölda piRNA klasa á sama litningi (r=0,41, P=0.05). Við skiptum erfðamenginu upp í 1-16 Mb glugga. Þeir gluggar sem innihéldu piRNA klasa höfðu marktækt fleiri há-metýluð LINE-1 gen en gluggar sem innihéldu ekki piRNA klasa. Að lokum reyndist fjarlægð til næsta piRNA klasa vera marktækt styttri fyrir há-metýluð LINE-1 gen samanborið við önnur LINE-1 gen (14.4 Mb sbr 16.1 Mb). Ályktun: Niðurstöðumar styðja tilgátu okkar, þ.e. piRNA klasar virðast miðla metýlun á LINE-1 stökklum á þeim litningi sem þær koma frá og að háþéttni metýlun nái til allt að 16 Mb svæða aðlægt piRNA klösunum. Kanna þarf orsakasamband með tiiraunum. V-81 Notkun ættfræðigrunna í erfðaheilbrigðisþjónustu Vigdís Stefánsdottir* 1 II'4, Óskar Þór Jóhannsson2 Heather Skirton3, Jón Jóhannes Jónsson1 ■4 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2lyflækningasviði Landspítala, 3University of Plymouth, Plymouth, 4lífefna og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ vigdisst@landspitali.is Inngangur: Notkun rafrænna ættfræðigrunna leiðir til þess að hægt er að gera nákvæmari og stærri ættartré fyrir erfðaráðgjöf. Hægt er að tengja ættfræðigrunna sérstökum sjúkdómagrunnum s.s. Krabbameinsskrá, til að auka nákvæmni ættartrjáa og bæta áhættumat í erfðaráðgjöf. Markmið: Kerfisbundin leit um notkun ættfræðigrunna í erfðaheil- brigðisþjónustu. Efniðviður og aðferðir: Leitað var með eftirfarandi leitarorðum: "Genealogy database* AND genetic risk AND family history", "Genealogy database* AND clinical genetics" , "Genealogy Database* AND medical AND family history", "Cancer registry AND genetic service", "Cancer registration AND clinical genetics AND genealogy", "Database* AND family history AND genetic risk assessment", "Genealogy database* AND cancer registry", "Database* AND genealogy AND genetics", "Genealogy OR heraldry AND database", "Genetic counsel* and clinical genetics AND genealogy" and "Cancer genetic counsel* and genealogy". Gagnasöfn: EbscoHost, PubMed, Web of Science, Ovid, og tilvísanir í greinar sem fundust við leit. Niðurstöður: Alls fundust 683 greinar. Af þeim var ein sem lýsti reynslu af því að nota ættfræðigrunn krabbameinsskrár til stuðnings við erfðaráðgjöf. í tveim öðrum greinum var lýst þeim möguleikum sem bjóðast við notkun ættfræðigrunna í erfðaheilbrigðisþjónustu. Ályktun: Þó svo talsvert margir rafrænir ættfræðigrunnar séu til, er mjög lítið um birtar greinar þar sem lýst er áhrifum þess að nota þá í erfðaheilbirgðisþjónustu. Það má mögulega rekja til þess að stífar reglugerðir og takmarkanir eru á notkun upplýsinga af þessu tagi. Þörf er á því að rannsaka kosti og galla þess að nota ættfræðigrunna í almennri og erfðaheilbrigðisþjónustu. V-82 Ehlers-Danlos heilkenni (tegund IV) á íslandi. Samband arf- og svipgerðar Signý Ásta Guðmundsdóttir1, Páll Helgi Möller1'2, Reynir Amgrímsson1-3 'Læknadeild HÍ, 2skurðlækningadeild, 'erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala pallm@landspitali.is Inngangur: Ehlers-Danslos heilkenni af tegund IV (EDS-IV) er A-litnings ríkjandi bandvefssjúkdómur með þekkta alvarlega fylgikvilla svo sem æðarof, gamarof og rof á legi á meðgöngu. Á fslandi hefur ein fjölskylda greinst með þennan sjúkdóm. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa svipgerð sjúkdómsins í þessari fjölskyldu og meta samband arf- og svipgerðar tengdar stökkbreytingu sem ekki hefur verið lýst áður. Efniviður og aðferðir: fslenskri fjölskyldu sem greinst hefur með EDS-IV og stökkbreytingu í COL3A1 geni er lýst. Núlifandi EDS-IV greindum einstaklingum (>18 ára) var boðin þátttaka í rannsókninni. Lagður var fyrir spumingalisti um heilsufar, líkamshlutföll mæld og klínískar ljósmyndir teknar. Sjúkra- og krufningaskýrslur voru yfirfamar. Lýsandi tölfræði var notuð við samantekt á niðurstöðum. Svipgerðarkort var útbúið fyrir arfgerðina sem lýsir sambandi svip- og arfgerðar. Niðurstöður: Tíu einstaklingar voru greindir með klínísk svip- gerðareinkenni EDS-IV og DNA greining staðfest í átta þeirra. Tveir höfðu látist vegna æðarofs og einn greindist með ósæðarvíkkun. Tveir fengu garnarof við 32 ára aldur með alvarlegum fylgikvillum. Algengust voru einkenni frá æða- og stoðkerfi svo sem æðahnútar, ilsig og langvarandi verkir. Umræður: Svipgerð tengd brottfalli á 18 amínósýrum í þrístrandahelix hluta kollagens III hefur talsverð áhrif á bandvef í æðum og innri líffærum sem getur leitt til lífshættulegra veikinda. I þessari fjölskyldu reyndust flest einkenni sjúkdómsins væg, sem eflaust skýrir hversu lengi hann var ógreindur jafnvel þó feðgar hefðu látist ungir úr æðarofi og mæðgur fengið gamarof, báðar við 32 ára aldur. Niðurstöður staðfesta að EDS-IV sjúkdómur er alvarlegur með lífshættulegum fylgikvillum og hárri dánartíðni. V-83 Sameindaerfðafræðilegar rannsóknir á Cenani-Lenz syndactyly heilkenni Auður Elva Vignisdóttir1, Helga Hauksdóttir1-2, Reynir Amgrímsson1'2 I Læknadeild HÍ, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala reynirar@landspitali.is Inngangur: Cenani-Lenz heilkenni (CL) er erfðasjúkdómur með samvexti á fingrum og tám. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sameindaerfðafræðilegar orsakir þess, en þær vom óþekktar þegar rannsóknin hófst. Nú hafa fundist tvær ólíkar sameindaerfðafræðilegar orsakir, stökkbreytingar í LRP4 (Lipoprotein Related Protein -4) á litningi II og endurröðun á Gremlin-Formin genasvæði á litningi 15. Efniviður og aðferðir: Stökkbreytileit var gerð í LRP-4. DNA var merkt og kannað með tvívíðum þáttapömnarháðum rafdrætti (2D- SDE). CGH örflögugreining með 135K og útraðamiðaðri 720K flögu frá NimbleGen vom notaðar til þáttapörunar. Úrlestur var gerður með flúrljómunarskanna og honum umbreytt í tölulegar niðurstöður í Nimblescan. Svæði erfðamengisins með eintakafjöldabreytileika (EFB) voru skráð samkvæmt Signalmap. Niðurstöður: Engin stökkbreyting fannst í LRP4 geni. Við skoðun á EFB fundust 27 breytingar með örflögugreiningu og af þeim hafði 16 ekki verið lýst áður. Á þessum svæðum fundust 9 gen, þar á meðal NELLl. Á 11 svæðum með áður þekktum EFB greindust 22 gen, meðal annars KCP. Engar breytingar voru sjáanlegar með þessari aðferð á Gremlin- LÆKNAblaðið 2011/97 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.