Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 28
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 V-64 Árangur skuröaðgerða á lungnakrabbameini í öldruðum Ingvar Þ. Sverrisson1, Húnbogi Þorsteinsson3, Guðrún Nína Óskarsdóttir3, Rut Skúladóttir3, Ásgeir Alexandersson3, Steinn Jónsson2, Tómas Guðbjartssonu 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2lungnadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ ingvarsv@landspitali.is Inngangur:Meðvaxandifjöldaaldraðra færist í vöxt að lungnakrabbamein greinist í eldri einstaklingum. t’ví er mikilvægt að kanna árangur skurð- aðgerða við lungnakrabbameini í þessum sjúklingahópi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins (smáfrumu- krabbamein undanskilin) á íslandi 1994-2008. Sjúklingum var skipt í tvo hópa; 76 sjúklinga sem voru z75 ára (E-hópur) og 328 sem voru <75 ára (Y-hópur). Hóparnir voru bomir saman m.t.t. áhættuþátta, fylgikvilla, sjúkrahússlegu og skurðdauða (<30 d.). Niðurstöður: Hlutfall kvenna og lungnastarfsemi var sambærileg í báðum hópum en kransæðasjúkdómur mun algengari í E-hópi (49% sbr. 22%, p<0,01) og ASA-skor var hærra. Marktækt fleiri sjúklingar í E-hópi gengust undir fleygskurð (24%) og aðeins 3 (4%) undir lungnabrottnám samanborið við 9% og 17% í Y-hópi (p<0,01). Æxlisstærð var sambærileg (4 cm) en á stigum I+II voru 88% sjúklinga í E-hópi en 76,5% í Y-hópi. Heildarlegutími var 1 degi lengri í E-hópi en tíðni minniháttar (20%) og alvarlegra fylgikvilla (40%) reyndist sambærileg í báðum hópum. Skurðdauði var einnig sambærilegur í báðum hópum (1,3 sbr. 0,9%). Ályktanir: Árangur lungnaskurðaðgerða hjá öldruðum er góður hér á landi og skurðdauði með því lægsta sem þekkist. Þrátt fyrir hærri tíðni kransæðasjúkdóms er tíðni fylgikvilla sambærileg og hjá yngri sjúklingum. í þessum samanburði verður þó að hafa í huga að eldri sjúklingar eru oft með lungnakrabbamein á lægri stigum og oftar gerð minni skurðaðgerð en hjá þeim yngri. V-65 Krabbamein í eistum á íslandi 2000-2009: Nýgengi og lífshorfur Andri Wilberg Orrason1, Bjami Agnarsson2, Guðmundur Geirsson3, Helgi H. Hafsteinsson4, Tómas Guðbjartsson1'5 ’Læknadeild HÍ, -rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild, 4krabbameinslækningadeild, ’skurðsviði Landspítala andriwo@gmaiI.com Inngangur: Á síðustu áratugum hafa lífshorfur sjúklinga með eistna- krabbamein batnað umtalsvert, aðallega vegna tilkomu öflugra krabba- meinslyfja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, stigun og lífshorfur sjúklinga síðastliðin 10 ár og bera saman við eldri rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra karla sem greindust 2000- 2009. Farið var yfir meinafræðisvör og æxlin stiguð með kerfi Boden-Gibb. Heildarlífshorfur voru reiknaðar og borin saman sáðfrumukrabbamein (SFK) og ekki-sáðfrumukrabbamein (E-SFK). Niðurstöður: Alls greindust 97 karlar og var aldursstaðlað nýgengi 5,9/100.000 karla á ári. Hlutfall SFK og E-SFK var jafnt, en meðalaldur við greiningu var 35,6 ± 12,0 ár (bil 15-76) og var 11,5 árum hærri fyrir SFK en E-SFK. Einkenni og tímalengd einkenna voru hins vegar svipuð, einnig meðalstærð æxlanna (4,0 cm) sem hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Flest æxlanna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I; p=0,003). Engin fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með SFK en hjá átta sjúklingum með E-SFK. Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, tveir úr E-SFK en enginn úr SFK. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 95,1%. Ályktun: Miðað við nágrannalönd er nýgengi eistnakrabbameins á íslandi í meðallagi og hefur haldist stöðugt síðustu tvo áratugi. Á sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur hér á landi hafa haldist mjög góðar síðustu áratugi og eru með því hæsta sem þekkist. V-66 Hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins á íslandi Elín Maríusdóttir3, Sverrir Harðarson2, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson1, Valur Þór Marteinsson4, Guðmundur Vikar Einarsson1, Tómas Guðbjartsson3 'Þvagfæraskurðdeild, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3skurðlækningasviði Landspítala, 4Sjúkrahúsinu á Akureyri emariusdottir@gmail.com Inngangur: Langvinn nýmaskerðing er þekktur fylgikvilli brottnáms á nýra. t>að er því í vaxandi mæli framkvæmt hlutabrottnám þegar um lítil nýmaæxli er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman nýrnastarfsemi og lifun eftir hlutabrottnám og brottnám á öllu nýranu. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir hlutabrottnám vegna nýrnafrumukrabbameins á íslandi 2000- 2010, samtals 44 einstaklingum (meðalaldur 60 ár, 64% karlar). Til samanburðar voru 114 sjúklingar (3 viðmið fyrir hvert tilfelli) á TNM- stigum I-III, (meðalaldur 64 ár, 62% karlar) sem gengust undir fullt nýmabrottnám á sama tímabili. Reiknaður var út gaukulsíunarhraði (GSH) og sjúkdómasértæk lifun. Forspárþættir nýmaskerðingar voru metnir með fjölbreytugreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 27 mánuðir. Niðurstöður: Lítið æxli (<4 cm) var ábending hlutabrottnáms í 64% tilfella, stakt nýra hjá 16% sjúklinga og nýrnaskerðing hjá öðmm 16%. Staðbundin endurkoma greindist ekki eftir hlutabrottnám og skurðbrún mældist 4 mm (miðgildi, bil 0-17). Æxli í hlutabrottnámshópi voru marktækt minni (3,2 sbr. 6,3 cm, p<0,0001) og oftar á stigi I eða II (91% sbr. 70%, p=0,0002). GSH var sambærilegt í báðum hópum fyrir aðgerð en marktækt hærra 6 mánuðum síðar í hlutabrottnámshópi (58,8 sbr. 46,2 mL/mín, p=0,0005). Tíðni fylgikvilla var sambærileg í báðum hópum og sömuleiðis legutími (miðgildi 7 dagar). Fimm ára lifun var marktækt betri eftir hlutabrottnám en í viðmiðunarhópi (100 sbr. 75,7%, p=0,006). Fjölbreytugreining sýndi að hár líkamsþyngdarstuðull (p=0,04), sykursýki (p=0,047) og fullt nýmabrottnám vom marktækir forspárþættir lægri GSH 6 mánuðum eftir aðgerð (p=0,009). Ályktanir: Árangur hlutabrottnáms vegna nýrnafrumukrabbameins er góður hér á landi. Marktækt minni skerðing varð á nýmastarfsemi borið saman við fullt brottnám og lifun sjúklinga var betri. Fylgikvillar og aðgerðartími reyndust hins vegar sambærilegir. V-67 Rof á hægri slegli í kjölfar miðmætissýkingar eftir kransæðahjáveituaðgerð Davíð Þór Þorsteinsson1, Tómas Þór Kristjánsson1, Felix Valsson2, Tómas Guðbjartsson1-3 4Hjarta og lungaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild HÍ davidtho@landspitali.is Inngangur: Rof á hjarta er sjaldgæfur fylgikvilli miðmætissýkingar eftir opnar hjartaaðgerðir. Lýst er sjúklingi með rof á hægri slegli eftir sáraskiptingu á sýktum bringubeinsskurði. Tilfelli: Næstum áttræður karlmaður með sögu um ofþyngd, sykursýki og Parkinsonsveiki gekkst undir kransæðahjáveituaðgerð. I kjölfarið fékk hann nýmabilun, heilaáfall og Serratia-lungnabólgu sem krafðist tveggja vikna öndunarvélameðferðar og barkaraufunar. Þremur vikum 28 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.