Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 12
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 virðist því vera í samræmi við líkamsþyngd á þeim tíma þegar því er náð. Ætla má að lystarstolssjúklingar séu í verulegri aukinni brotahættu miðað við hóp heilbrigðra sem náð hafa eðlilegri líkamsþyngd. V-13 Nýlega greindir krabbameinssjúklingar og algengi geðraskana Margrét Ingvarsdóttir1, Helgi Sigurðsson2,3, Sigurður Örn Hektorsson4, Hrefna Magnúsdóttir2, Snorri Ingimarsson5, Eiríkur Öm Arnarson3-6 ^Háskólanum í Kaupmannahöfn, 2krabbameinsdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ, 4geðsviði Landspítala, 5sjálfstætt starfandi geð- og krabbameinslæknir, 6sálfræðiþjónustu Landspítala, geðsviði eirikur@lsh.is Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að 50% kvenna með brjóstakrabbamein uppfylla greiningarskilmerki geðraskana. Ómeð- höndlað þunglyndi sjúklings með krabbamein getur leitt til tíðra sjúkra- hússheimsókna, aukins kostnaðar við meðhöndlun og verri lífsgæða. Markmið: Að afla faraldsfræðilegra upplýsinga um algengi geðraskana og vaniíðan sjúklinga með brjóstakrabbamein og hvort mælitækin séu fýsileg til notkunar til skimunar krabbameinssjúklinga. Aðferðir: Þátttakendur voru 31 kona sem nýlega höfðu greinst með brjóstakrabbamein. Öllum yngri en 75 ára (mt.=53 ár), sem undirgengust fleygskurð á þessu tímabili var boðin þátttaka. Svarhlutfall var 73,5%. Andleg líðan var metin með spurningalistum og geðgreiningarviðtalinu The Composite International Diagnostic Interview (CIDI). Þetta var gert 0-2 og 6-8 vikum eftir greiningu krabbameins. Niðurstöður: Marktækur munur kom fram á meðaltali kvíðaskors Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) (Z= -3.025, p<0.01) og var lægra 6-8 vikum eftir greiningu. Á lmpact ofEvent Scale (IES) mældist marktækur munur á meðaltali heildarskors (Z= -2,521, p<0.05) og var hærra 6-8 vikum eftir greiningu. Áleitni hugsana (invasion) mæltist marktækt hærri 6-8 vikum eftir greiningu á undirkvarða IES. Niðurstöður CIDI sýna að 20% þátttakenda uppfylltu greiningarskilmerki geðsjúkdóms undanfarinn mánuð samkvæmt ICD-10 og voru þær varanleg líkamsverkjaröskun, sértæk fælni, almennur kvíði, aðrar tegundir kvíða og tóbaksfíkn. Lífalgengi geðraskana samkvæmt CIDI reyndist vera 24%. Algengustu greiningar voru tóbaksnotkun (48%), 16% fælni, 16% aðrar tegundir kvíða, 12% lyndisraskanir, 12% líkömnunarröskun, 4% átröskun og 4% áfengisneysla. Ályktun: Fjöldi greindra gefur til kynna að þörf sé á að skima fyrir andlegri líðan og spumingalistamir virðast henta vel til þess. Niðurstöður CIDI gefa til kynna að röskun á geðslagi sé algengari en í almennu þýði. V-14 Árangur sjúklinga með áráttu þráhyggjuröskun í ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð Hafrún Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson, Engilbert Sigurðsson, Agnes Agnarsdóttir Geðsviði Landspítala hafrunkr@landspitali.is Inngangur: Síðustu misserin hefur aukin áhersla verið á að bjóða sjúklingum með geðraskanir upp á ósérhæfða hugræna atferlismeðferð en í slíkum meðferðum eru sjúklingar með mismunandi raskanir saman í meðferðahóp (Erikson, Janeck og Tallmann, 2009). Rannsóknir á ósérhæfðri meðferð eru þó enn á frumstigi og mörgum spurningum er ósvarað (Mansell, Harvey, Watkins og Shafran, 2009). Ekki er enn vitað hversu vel slík meðferð gagnast sjúklingum með ólíkar raskanir. Erikson hefur sett fram þá kenningu að ósérhæfð hugræn atferlismeðferð henti ekki sjúklingum með áráttu þráhyggju (Erikson, Janeck og Tallmann, 2009). Markmið þessarar rannsóknar var að meta árangur þeirra sem greinast með áráttuþráhyggju í ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð. Aðferð: Þátttakendur voru 441 sjúklingar sem tóku þátt í firnm vikna ósérhæfðri hugrænni atferlismeðferð á Landspítala og heilsugæslu við kvíða og þunglyndi. Af þeim greindust 25 með áráttu- og þráhyggjuröskun og luku 16 meðferð. Einn meðferðartími var í viku, tvær klukkustundir í senn. Tveir sálfræðingar frá Landspítala stýrðu meðferðinni samkvæmt handbók. Greiningarviðtal var tekið við alla þátttakendur áður en meðferð hófst og þeir svöruðu sálfræðiprófum sem meta þunglyndis- og kvíðaeinkenni. Þessi próf voru einnig lögð fyrir alla þátttakendur við lok meðferðar. Niðurstöður: Ekki var marktækur munur var á alvarleika einkenna þeirra sjúklinga sem hættu meðferð og þeirra sem luku. Marktækur munur var á þunglyndis- og kvíðaeinkennum sjúklinga í upphafi og lok meðferðar. Áhrifastærðir voru 0,93 fyrir þunglyndiseinkenni og 0,89 fyrir kvíðaeinkenni. Samkvæmt viðmiðum Cohens eru því áhrif meðferðarinnar mikil bæði hvað varðar þunglyndis og kvíðaeinkenni. Ályktanir: Allt bendir til ósérhæfð hugræn atferlismeðferð nýtist sjúklingum með áráttu og þráhyggjuröskun. Bæði kvíða og depurðareinkenni voru minni við lok meðferðar en í upphafi. Niðurstöður eru því ekki í samræmi við kenningu Eriksson (Erikson, Janeck og Tallmann, 2009). Hafa verður þó í huga að sértæk einkenni áráttu og þráhyggjuröskunar voru ekki mæld í þessari rannsókn heldur einungis almenn þunglyndis- og kvíðaeinkenni. V-15 Einkenni kynferðisofbeldis sem leiddi til komu á Neyðarmóttöku vegna nauðgana: Samanburður milli karla og kvenna sem leituðu aðstoðar á 15 ára tímabili Agnes Gísladóttir', Berglind Guðmundsdóttir1-2'3, Auður Sjöfn Þórisdóttir2, Eyrún Jónsdóttir2, Unnur A. Valdimarsdóttir1-5 ’Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, :áfallamiðstöð bráðasviðs og geðsviðs Landspítaia, 3neyðarmóttöku vegna nauðgana, Landspítala, 5sálfræðideild HÍ 5faraldsfræðideild Lýðheilsuskóla Harvardháskóla agnesg@hi.is Inngangur: Kynferðisofbeldi gegn fullorðnum körlum hefur hlotið takmarkaða athygli og skortur verið á vísindalegri þekkingu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á tíðni, einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn körlum sem leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítala (NM) á 15 ára tímabili og bera saman við sambærilegar upplýsingar fyrir konur. Aðferð: Komuskýrslur á NM voru kóðaðar til gagnavinnslu á ópersónu- greinanlegan hátt. Einkenni vegna brota sem fólu í sér kynfærasnertingu/ nauðgun voru borin saman milli kynja með lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Komur á tímabilinu voru 1566, þar af voru komur karla 55, eða 3,4%. Meðalaldur karla við komu var 29,3 ár (miðgildi 25,0) en meðalaldur kvenna var 24,3 ár (miðgildi 20,0). Um þrjár af hverjum þórum komum hjá báðum kynjum voru vegna nauðgunar/ kynfærasnertingar. Af þeim var ókunnugur/lítt þekktur gerandi í 72% brota gegn körlum og 47% brota gegn konum, en vinur/kunningi í 28% brota gegn körlum og 43% brota gegn konum. Einn af hverjum fimm körlum var andlega eða líkamlega fatlaður, samanborið við 6% kvenna. Helmingur karla og 62% kvenna komu í a.m.k. eina af þeim endurkomum sem stóðu til boða. Af þeim voru karlar líklegri en konur til að hafa hugleitt eða reynt sjálfsvíg. Ályktun: Ekki er ljóst hversu hátt hlutfall þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi leitar aðstoðar á NM. Þótt konur séu 96,6% þeirra sem 12 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.