Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Side 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Side 43
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Markmið: Að skoða stofnfrumueiginleika VAIO og hvort hún geti undirgengist EMT við ræktun sem eykur frumusérhæfingu. Jafnframt að kanna hvort sömu ræktunarskilyrði valdi EMT í ferskum lungnafrumum Aðferðir: VAIO og ferskar þekjufrumur voru ræktaðar á æti með UltroserG. Mótefnahreinsunum gegn EpCAM var beitt til að einangra ólíkar svipgerðir. Mótefnalitanir, Westemblettun og þrívíðar ræktir voru notaðar til þess að meta sérhæfingarhæfni. Niðurstöður: Þegar VAIO var ræktuð með UltroserG uxu upp tvær svipgerðir, bandvefslíkar frumur og þekjuvefsklasar. Bandvefslíku frumurnar höfðu minnkaða tjáningu á þekjuvefspróteinum eins og EpCAM og E-cadherin en aukna tjáningu á N-cadherin og Thy-1 en þessi prótein em lýsandi fyrir EMT. Frumuhópar vom einangraðir í EpCAM high og low og settir í þrívíða gelrækt. VAIO og EpCAMh'8h mynda greinóttar þyrpingar en lítill vöxtur er hjá EpCAMlmv. Rannsóknir á ferskum þekjufmmum benda til þess að þær undirgangist einnig EMT. Alyktanir: Nákvæm þekking á EMT í lungum gæti aukið skilning á ýmsum sjúkdómum í lungum. Við höfum sýnt fram á að VAIO getur undirgengist EMT og virðist þetta einnig gerast hjá ferskum lungnafrumum. Stofnfrumueiginleikar VAIO virðast bundnir við þekjuvefssvipgerð hennar. Áframhaldandi rannsóknir miða að því að komast að því hvaða þættir valda EMT og einnig í hvaða frumum þetta gerist. V-111 ífarandi pneumókokka sjúkdómur á íslandi - hlutverk festiþráða (pili) Karl G. Kristinsson, Helga Erlendsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Hólmfríður Jensdóttir, Helga Dóra Jóhannsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Gunnsteinn Haraldsson Sýklafræðideild Landspítala og HÍ marlha@landspitali.is Inngangur: Hjúpur pneumókokka er mikilvægur meinvirkniþáttur en mismunandi klónar sömu hjúpgerðar geta haft mismikinn sýkingarmátt. Festiþræðir gætu verið mikilvægir í pneumókokkasýkingum. Markmið rannsóknarinnar er að greina ífarandi pneumókokka í klóna, hvort þeir beri gen fyrir festiþræði og ef svo er af hvaða undirgerð Efniviður og aðferðir: ífarandi stofnar greindir á sýklafræðideild Landspítalans 1990-2009 (923), frystir (-80°C). Hjúpgerð tiltækra stofna var greind með kekkjunarprófum (821) og klónar með PFGE (718). Fulltrúastofnar mikilvægustu klóna voru stofngreindir með MLST (335). Tilvist festiþráðagena (PI-1 og PI-2) og undirgerð (clade) var ákvörðuð með PCR (514). Upplýsinga um dánartíðni var aflað. Niðurstöður: Algengustu hjúpgerðirnar voru 7F (128), 14 (92), 9V (69), 6B (60) og 4 (53). Algengi hjúpgerða var breytilegt milli aldurshópa, en 7F var þó algengust í þeim öllum. Fjöldi klóna innan hverrar hjúpgerðar var mjög mismunandi, en einungis tveir klónar (ST191, ST218) greindust í hjúpgerð 7F. Nýgengi algengustu klónanna var breytilegt eftir árum og lækkaði meðal tveggja þýðingarmikilla klóna, ST90 af hjúpgerð 6B og ST218 af hjúpgerð 7F. Gen fyrir festiþræði greindust í þremur algengustu klónunum: PI-2 í hjúpgerð 7F klóni ST191 (76), PI-1 af undirgerð 1 í hjúpgerð 4 klóni ST 205 (43) og PI-2 í hjúpgerð 7F klóni ST 218 (34). Tveir klónar til viðbótar af þeim 10 sem voru algengastir báru PI-1 gen. Ályktun: Nýgengi klóna getur breyst án þess að það endurspegli tíðni hjúpgerða og toppar í tíðninni eru tengdir aukningu innan ákveðinna klóna og er mest tengd ákveðnum aldurshópum. Algengustu klónamir í ífarandi sjúkdómi bera gen fyrir festiþræði en tilvist þeirra virðist ekki hafa áhrif á dánartíðni. V-112 Hjúpgerðir og sýklalyfjanæmi pneumókokka hjá heilbrigðum leikskólabörnum Helga Erlendsdóttir* 1-2, Ámi Sæmundsson', Kolbeinn Hans Halldórsson1, Þórólfur Guðnason,1', Ásgeir Haraldsson'3, Karl G. Kristinssonu 'Læknadeild HÍ, 'sýklafræðideild Landspítala, 'Barnaspítala Hringsins, 'landlæknisembættinu, sóttvamarsviði helgacrl@lamtspitali.is Inngangur: Minnkað næmi pneumókokka gegn penisillíni hefur undan- farin ár verið um 40% í innsendum öndunarfærasýnum frá börnum á Sýklafræðideild Landspítalans. Fyrirhugað er að hefja bólusetningu hjá börnum gegn pneumókokkum hér á landi vorið 2011. Til eru þrenns konar próteintengd pneumókokkabóluefni, (PCV), sem veita vörn gegn 7,10 og 13 hjúpgerðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hjúpgerðardreifingu og sýklalyfjanæmi pneumókokka í nefkoki hjá heilbrigðum leikskólabörnum. Efniviður og aðferðir: Nefkokssýni voru tekin úr heilbrigðum leik- skólabörnum á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu vorið 2009 og 2010. Leitað var að pneumókokkum, þeir hjúpgreindir og gert næmispróf. Niðurstöður: Þátttakendur voru 516 börn vorið 2009 og 446 börn vorið 2010. Berahlutfall pneumókokka var 72% og 66% og stofnar með minnkað næmi voru 11% og 10%. Algengustu hjúpgerðinar bæði árin voru 6B, 23F og 19F, 40-45% allra hjúpgerða. Hjúpgerð 19A fækkaði um helming milli ára, en hjúpgerðum 14 og 3 fjölgaði um helming. Algengasta hjúpgerðin með minnkað penisillín næmi var 19F, eða alls 71% og 83%. Aðrar hjúpgerðir með minnkað næmi voru 6B og 14. Flestir stofnar með minnkað penisillín næmi voru fjölónæmir. Makrólíða ónæmi var 13% og 12% og bundið við hjúpgerðir 19F, 6B og 14. Af hjúpgerðum pneumókokka sem ræktuðust úr nefkoki barnanna 2009 og 2010 er 56% og 61% að finna í PCV-7 og PCV-10 bóluefninu, en 77% og 79% í PCV-13. Ályktanir: Minnkað penisillín næmi hjá pneumókokkum er umtalsvert heilbrigðisvandamál. Mikilvægt er að fylgjast með breytingum á algengi pneumókokkahjúpgerða til að betur megi spá fyrir um virkni PCV-bóluefna og sýklalyfjanæmi. Alla stofnar pneumókokka með minnkað penisillín-næmi sem ræktuðust í þessari rannsókn er að finna í próteintengdu bóluefnunum. V-113 Hjúpgerðir í ífarandi pneumókokkasýkingum áratuginn fyrir bólusetningu Helga Erlendsdóttir1-2, Þórólfur Guðnason,14, Karl G. Kristmssonu ‘Læknadeild HÍ, 'sýklafræðideild Landspítala, 'landlæknisembættinu, sóttvamarsviði helgaerl@landspitali.is Inngangur: Fyrirhugað er að hefja bólusetningu hjá börnum gegn pneumókokkum hér á landi vorið 2011. Á markaði eru nú tvenns konar próteintengd pneumókokkabóluefni, (PCV), sem veita vöm gegn 10 og 13 hjúpgerðum. Hjúpgerðir í PCV-10 eru; 4, 6B, 9V, 14, 18C, 19F, 23F, 1, 5 og 7F og í PCV-13 bætast við hjúpgerðirnar 3, 6A og 19A. Þessi bóluefni draga mjög úr ífarandi sýkingum pneumókokka, en hafa einnig sýnt virkni gegn lungnabólgum og miðeymabólgum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna mögulega virkni þessarra bóluefna miðað við nýgengi viðkomandi hjúpgerða í ífarandi sýkingum á ámnum 2000- 2009. LÆKNAblaðið 2011/97 43

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.