Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Síða 46
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 með RT-PCR og Q-PCR. Beinsérhæfing var könnuð með tjáningu á beinsérhæfingargenum (ALP, osteopontin, osteocalcin) og með athugun á steinefnamyndun (Alizarin red). Greining á tjáningu ýmissa bólguörvandi og bólguletjandi vaxtarþátta var gerð með Luminex bead array tækni. Niðurstöður: Mesenchymal stofnfrumur og sérhæfðar beinfrumur tjá CLP geninYKL-40 og YKL-39, en ekki gen virku kítinasana AMCase og Chitotriosidase. Glúkósamín eykur tjáninguna á YKL-39 og YKL- 40 og eykur tjáninguna á beinsérhæfingargenum. Hins vegar dregur D-glúkosamín úr steinefnamyndun samanborðið við viðmið. Alyktanir: Þetta er í fyrsta skiptið sem sýnt hefur verið fram á tjáningu á kítinasalíku próteinum í mesenchymal stofnfrumum og beinsérhæfingu. Áhrif D-glúkósamíns á óvirku kítínasanna en ekki virku kitínasanna bendir til þess að D-glúkósamín hafi sértæk áhrif á sérhæfingu mesenchymal stofnfrumna, sem gæti haft áhrif á viðbrögð þeirra við t.d. sýkingum eða niðurbroti utanfrumuefnis. V-120 Áhrif LPS, IL-6, Kítósan Hexamera og Kítin Hexamera á tjáningu YKL-40 í mesenchymal stofnfrumum og sérhæfingu þeirra í beinfrumur Ramona Lieder1,5, Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Finnbogi Þormóðsson4, Jón M. Einarsson1 Jóhannes Björnsson3'1, Sveinn Guðmundsson1, Jóhannes Gíslason2, Pétur H. Petersen4, Ólafur E. Sigurjónsson1'5 'Blóðbankanum Landspítala, 2Genís ehf, 3rannsóknastofu háskólans í meinafræði Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík oes@landspitali.is Inngangur: Kítfnasa-lík prótein (CLP) tilheyra fjölskyldu 18 glycosyl hydrolasa og eru talin gegna hlutverki í bólgusvörun og vefjaummyndun á fósturstigi. Mesenchymal stofnfrumur (MSC), eru fjölhæfar frumur, sem hægt er að sérhæfa yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Talið er að YKL-40 (CLP) geti möguelga tekið þátt (beint eða óbeint) í viðbragði líkamans við vefjaskaða og vefjaendurmyndun mögulega í tengslum við toll like viðtakana (TLR) og NF-kB ferilin, mögulega með því að auka tjáningu á IL-6. Markmið: Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna áhrif LPS, IL-6, kítósan hexamera og kítín hexamera á tjáningu YKL-40 og beinsérhæfingu frá MSC. Aðferðir: Mesenchymal stofnfrumum var fjölgað og þær sérhæfðar yfir í bein með og án LPS, IL-6, kítin hexamer og kítósan hexamer. Áhrif á fjölgun var könnuð með MTT prófi og tjáning á CLP (YKL-39, YKL-40) og TLR3, TLR4 var könnuð með Q-PCR. Beinsérhæfing var könnuð með tjáningu á beinsérhæfingargenum (ALP, osteopontin, osteocalcin) og með athugun á steinefnamyndun (Alizarin red). Greining á tjáningu ýmissa bólguörvandi og bólguletjandi vaxtarþátta var gerð með Luminex bead array tækni. Niðurstöður: Aukning varð í tjáningu á YKL-40, TLR3 og TLR4 við fjölgun á MSC með LPS, kítin hexamer og kítósan hexamer. Einnig varð aukning í steinefnamyndun (e.minerilization) og ALP tjáningu við sérhæfingu á MSC yfir í beinfrumur þar sem að LPS var til staðar í ræktinni. Við beinsérhæfingu hjá? MSC varð aukning í tjáningu á YKL- 40 og TLR3 þar sem að LPS, kítósan hexamer og kítín hexamer voru til staðar og aukningu í tjáningu á runx-2 og ALP þar sem einungis LPS var í ræktinni. IL-6 jók tjáninguna á kollageni I án þess að hafa áhrif á steinefnamyndun né tjáningu á YKL-40. Ályktanir: Aukin tjáning á YKL- 40 með LPS örvun, mögulega í gegnum TLR viðtakana, bendir til mögulegs hlutverk YKL-40 í viðbrögðum líkamans við sýkingum, líklega með áhrifum á bólgur og vefjaendurmyndun. V-121 Áhrif endotoxin mengunar í kítínfásykrum á tjáningu kítínasa líkra próteina, frumufjölgun og beinsérhæfingu mesenchymal stofnfruma Ramona Lieder1-5, Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Finnbogi Þormóðsson4, Jón M. Einarsson2- Jóhannes Björnsson3'4, Sveinn Guðmundsson1, Jóhannes Gíslason2, Pétur H. Petersen4, Ólafur E. Sigurjónsson1-5 'Blóðbankanum Landspítala, ^Genís ehf, 3rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík oes@landspi tal i. is Inngangur: Endotoxin eru bakteríutengd efni, sem ónæmiskerfið nemur og bregst við. Þáttur endoxin mengunar í lífefnum unnum úr nátturuafurðum hefur ekki verið mikið rannsakaður. Kítósan, deasitýlerað form af kítirú, er það efni sem er hvað mest notað til smíði og húðunar á ígræðum ætluðum til notkunar í vefjaverkfræði og ígræðslu í sjúklinga. Ekki er auðvelt að greina endotoxin mengun í kítósani og þess vegna hafa margir rannsóknarhópar litið framhjá því sem mögulegum áhrifaþætti. Slíkt getur mögulega leitt til rangra túlkana á niðurstöðum þar sem að raunáhrifin gætu verið vegna endotoxin mengunar fremur en áhrifa frá náttúruefninu sjálfu. Markmið: Tilgangur þessa verkefnis er að vekja athygli á mikilvægi þess að lífefni sem framleidd eru úr náttúruefnum séu prófuð fyrir endotoxin mengun áður en þau eru notuð í lokuðum in vitro frumuprófunum. Einnig að kanna áhrif endotoin mengunar á beinsérhæfingur frá mesenchymal stofnfrumum Aðferðir: Mesenchymal stofnfrumum var fjölgað og þær sérhæfðar yfir í beinmyndandi frumur með og án endotoxinhreinsuðum kítínfásykrum og LPS. Áhrif á fjölgun var könnuð með MTT prófi og tjáning á CLP (YKL-39, YKL-40) og TLR3, TLR4 var könnuð með Q-PCR. Beinsérhæfing var könnuð með tjáningu á beinsérhæfingargenum (ALP, osteopontin, osteocalcin) og með athugun á steinefnamyndun (Alizarin red). Greining á tjáningu ýmissa bólguörvandi og bólguletjandi vaxtarþátta var gerð með Luminex bead array tækni. Niðurstöður: Við beinsérhæfingu varð aukning í steinefnaútfellingum og ALP virkni og tjáningu beinsérhæfingar genunum runx-2 og ALP hvort sem frumumar voru sérhæfðar bara með LPS eða bæði með LPS og kítínfásykrum en ekki ef sérhæft var bara með endótoxín hreinum kítínfásykrum . Ályktanir: Þessi rannsóknir bendir til þess að fyrri niðurstöður okkar áhrif kítínfásykra á beinsérhæfingu gætu verið áhrif vegna endótoxínn mengunar en ekki vegna beinna áhrifa kítínfásykrunar. Því þarf að fara varlega í að túlka niðurstöður í frumuræktunum með náttúmefnum ef ekki er búið að kanna magn endotoxin í slíkum efnum V-122 Áhrif þöggunar og yfirtjáningar Dlg7 á blóðfrumusérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum músa Níels Ámi Ámason1, Sigríður Þóra Reynisdóttir1 Jonathan R. Keller2, Leifur Thorsteinsson1, Kristbjöm Orri Guðmundsson2-3, Sveinn Guðmundsson1, Ólafur E. Sigurjónsson1-4 'Blóðbankanum Landspítala, 2National Cancer Institute, Maryland, USA, 3Uniformed Services, University of the Health Sciences, Bethesda, 4tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík oes@landspitali.is Inngangur: Við höfum lýst geni, Dlg7, sem er tjáð í stofnfrumum, þar á meðal blóðmyndandi stofnfrumum(HSC) og stofnfrumum úr fóstu vísum músa (mESC). (Gudmundsson et al, Stem Cell, 2007). Við höfum 46 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.