Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 45
V í S I N D I Á V 0 R D O G F Y L G I R I T U M 6 8 Aðferðir: Við höfum borið nýja prófið saman við PP prófið sem nú er notað til að skammta Kóvari. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að Fiix-PT fylgir ekki falli FVII og þar af leiðandi gefur það ekki því falskar upplýsingar um áhrif blóðþynningarinnar, þar sem FVII er ekki með í mælingunni. Einnig virðast fást stöðugri mælingar. Fyrirhuguð er klínísk saman- burðarrannsóknar sem er liður í því að undirbúa hugsanlega markaðs- setningu greiningarprófsins, m.ö.o. að kanna hvort hið nýja Fiix-PT leiði til jafn góðs eða betri árangurs stýringar warfaríns. Ályktun: In vitro tilraunir okkar benda til þess, að Fiix-PT (Fiix-INR) kurrni að hafa kosti umfram núverandi INR mælingar, sem byggja á PT (eða PP prófi, sem er afbrigði af PT). Þá er nauðsynlegt að gera framsæja slembaða samanburðarrannsókn þar sem borin er saman tíðni endurtekinna blóðsega/segareks og alvarlega blæðinga (og dauðsfalla af sömu ástæðum) þegar skammtað er byggt á niðurstöðum Fiix INR í samanburði við PT-INR (eða PPINR sem er sambærilegt). Að auki er hugsanlegt að blóðþynning verði stöðugri með notkun Fiix prófs heldur en með núverandi mæliaðferðum. V-117 Áhrif blóðflögulýsata framleiddum úr útrunnum blóðflögueiningum á skammtíma fjölgun, svipgerð, virkni og sérhæfingu mesenchymal stofnfrumna Hulda Rós Gunnarsdóttir1'2, Ramona Lieder1-2, Björn Harðarson1, Jóhannes Bjömsson3'6, Þorbjöm Jónsson1, Sveinn Guðmundsson1, Brendon Noble4-5, Ólafur E. Sigurjónsson1-2 'Blóðbankanum Landspítala, 2tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, 3rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 4MRC Centre for Regenerative Medicine, Edinburgh, 5University Campus Suffolk, 6læknadeild HÍ oes@landspital i. is Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSC) er m.a. að finna í beinmerg og hafa miklar vonir verið bundnar við notkun þeirra í læknisfræðilegri meðferð í framtíðinni. Eitt vandamál við slíkt er nauðsyn þess að nota kálfasermi til að fjölga þeim ex vivo. Galli við kálfasermi er hætta er á ónæmisvari gegn próteinum sem þar er að finna og ýmsum sýkingarögnum sem geta valdið skaða í frumuþegum. Markmið: Tilgangur þessa verkefnis er að athuga áhrif þess að rækta MSC frumur með blóðflögulýsötum, unnum úr ferskum (HPLF) eða útrunnum (HPLÚ) blóðflögum á skammtíma fjölgun, sérhæfingu og virkni þeirra in vitro. Aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar með HPLF eða HPLÚ og bomar saman við frumur ræktaðar með sérvöldu kálfa sermi. Áhrif á MSC var athugað með greiningu á yfirborðssameindum í frumuflæðisjá, hæfni frumna til fjölgunar og hæfileika þeirra til sérhæfingar. Einnig var kannað hvort MSC frumur ræktaðar á þennan máta gæti bælt T-frumu fjölgun og innihald blóðflögulýsata greint með vaxtarþáttaprófi. Niðurstöður: Mesenchymal stofnrumur ræktaðar með HPLF eða HPLÚ fjölga sér jafn vel og MSC fmmur ræktaðar í kálfa sermi. Engin breyting er á tjáningu yfirborðsameinda sem einkenna MSC frumur. Það er ekkert sem bendir til þess að skammtíma fjölgun á MSC (með HPLF eða HPLÚ) hafi áhrif á sérhæfingu þeirra í brjósk- eða fitufrumur, hins vegar em vísbendingar að MSC ræktaðar HPLÚ séu næmari fyrir beinsérhæfingu. Ályktun: Hægt er að að fjölga MSC fmmum til skamms tíma með blóðflögulýsati unnu úr útrunnum blóðflögueiningum. Hins vegar þarf að kanna nánar hvaða áhrif slíkt hefur á bein sérhæfingu þeirra. V-118 Lífvirkni kítósanhimna með mismunandi deasetyl stigi til húðunar á títanígræði Ramona Lieder1-21, Mariam Darai3, C.-H. Ng4, Jón M. Einarsson4, Jóhannes Bjömsson5, Benedikt Helgason6, Sveinn Guðmundsson1, Jóhannes Gíslason4, Gissur Örlygsson3, Ólafur E. Sigurjónssonu ‘Blóðbankanum Landspítala, 2tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, 3Nýsköpunarmiðstöð íslands, 4Genís ehf, 5rannsóknarstofu í meinafræðum Landspítala, 6Institute for Surgical Technology and Biomechanics, University of Bem, Sviss oes@landspitali. is Inngangur: Viðgerðir á vefjasköðum fela oft á tíðum í sér notkun á ígræðlingum úr títan eða títanblönduðum málmi. Rannsóknir hafa aukist á því hvernig meðhöndla megi yfirborð þessara ígræðlingaa í þeim tilgangi að auka lífvirkni þeirra og þar með bindingu þeirra við vefjagerðir líkamans. Kítósan, deasetflerað form af kítíni, er efni sem verið er að skoða í þessu tilliti. Markmið: f þessar rannsókn skoðuðum við áhrif mismunandi kítósan deasetíleringar og fíbrónektíns á viðloðun, fjölgun og beinsérhæflngu beinforverafrumna (MC3T3-E4) á kítósanhimnu. Aðferðir: Kítósanhimnur voru útbúnar með því að leysa mismikið deasetílerað kítósan (DD 40%, 70%, 87% og 96%) upp í ediksýru og steypa úr því filmur í ræktunarbakka. Filmurnar voru hlutleystar í NaOH, sótthreinsaðar með ethanóli og sýrustig stillt að pH 7.4. Frumum var sáð á filmurnar og viðloðun, líftala og fjölgun metin með smásjárskoðun og MTT prófi. Beinsérhæfing var metin með Q-PCR og greiningu steinefnamyndunar (e. Minerilization). Viðloðun fíbrónektíns var greind með ELISA og svipgerð himnanna með kraftsjá (atomic force microscope, AFM). Niðurstöður: Hækkandi deasetylstigi (DD) leiðir til aukinnar bindingar af fíbrónektíni og hærri viðloðunar sem og fjölgunar á beinforverafrumum. Breyting í DD leiðir ekki til verulegrar aukningar f sjálfkvæmri beinsérhæfingu. Krosstenging með glútaraldehýði er nauðsynleg til að fá viðloðun frumna við DD40% kítósanhimnur. Ályktanir: Himnur búnar til úr kítósani með mismunandi deasetyl stigi sýna lífvirkni og eru áhugaverður kostur til húðunar á títanígræðlingum. Næstu skref eru að kanna áhrif slíkra himna á beinsérhæfingu sem og viðloðun við títan málmblöndur. V-119 Áhrif D-glúkósamín á beinsérhæfingu og tjáningu kítínasa- líkra próteina í mesenchymal stofnfrumum Ramona Lieder1'5, Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Stefán Ágúst Hafsteinsson1 ,Finnbogi Þormóðsson4, Jón M. Einarsson2' Jóhannes Bjömsson3'4, Sveinn Guðmundsson1, Jóhannes Gíslason2, Pétur H. Petersen3, Ólafur E. Sigurjónsson1-5 'Blóðbankanum Landspítala, ^Genís ehf, 3rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 4læknadeild HÍ 5tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík oes@landspitali. is Inngangur: Kítínasa-lík prótein (CLP) tilheyra fjölskyldu 18 glycosyl hydrólasa og eru talin gegna hlutverki í bólgusvörun og vefjaummyndun á fósturstigi. Mesenchymal stofnfrumur (MSC), eru fjölhæfar frumur, sem hægt er að sérhæfa yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Lítið er vitað um tjáningu og hlutverk CLP í MSC en sýnt hefur verið fram á að CLP eru tjáð í primary brjóskfrumum. Asetyl-glúkósamín er byggingareining kítíns sem er að finna í stoðgrind ýmissa hryggleysingja. Tilgangur og markmið: Markmið með þessari rannsókn var að kanna áhrif D-glúkósamín á beinsérhæfingu frá MSC og á tjáningu kítínasa- líkra próteina í MSC og beinsérhæfingu. Efniviður og Aðferðir: Mesenchymal stofnfrumum var fjölgað og þær sérhæfðar yfir f bein með og án D-glúkósamíni. Tjáning á CLP (YKL-39, YKL-40, Chitotriosidase og AMCase) var könnuð LÆKNAblaðið 2011/97 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.