Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 47
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 einnig sýnt fram á að Dlg7 er tjáð í HSC (CD34+CD38-) en mun minna í blóðmyndándi forverafrumum (CD34+CD38+). Dlg7 er talið gegna hlutverki í frumuhringnum meðal annars við stjómun stöðugleika spóluþráða í frumuskiptingu. Sýnt hefur verið fram á aukna tjáningu á Dlg7 í meinvörpum í lifrakrabbameini og vísbendingar um að genið gegni hlutverki í krabbameinsmyndun í tengslum við Aurora-A kínasann. Markmið: Tilgangurinn með þessari rannsókn er að kanna áhrif yfirtjáningar og þöggunar Dlg7 á sérhæfingu stofnfrumna úr mESC með áherslu á blóðmyndun. Aðferðir: Við notuðum lentiveiruvektora sem innihéldu markgenið eða shRNA fyrir það til að yfirtjá og þagga niður Dlg7 í mESC. Genabreyttar mESC vom síðan sérhæfðar yfir í frumuþyrpingar (e.embryoid bodies) og þaðan í átt að blóðmyndun. Áhrif genabreytingarinnar var athuguð með colony forming unit assay, fmmuflæðisjá og Q-PCR. Niðurstöður: Bæði þöggun og yfirtjáning á Dlg7 í mESC leiddi til fækkunar á fjölda sérhæfðra fmmuþyrpinga sem mynduðust miðað við viðmiðs mECS sem fengu brenglað DNA. Af þeim sérhæfðu frumuþyrpingum sem mynduðust var stærra hlutfall frumuþyrpinga með blóðmyndandi svipgerð hjá brenglaða viðmiðinu en hjá fmmuþyrpingum sem mynduðust út frá mESC með Dlg7 þöggun eða yfirtjáningu. Rauðkoma forverafrumur voru stærra hlutfall af heildar blóðmyndandi frumuþyrpingum sem mynduðust út frá mESC með Dlg7 yfirtjáingu en hjá brenglaða viðmiðinu. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að yfirtjáning og þöggun á Dlg7 í mESC hafi áhrif á sérhæfingu mESC til blóðmyndunar. V-123 Tjáning Dlg7 í þroskun æðaþelsfrumna úr nafiastrengsblóði Leifur Þorsteinsson1, Sigríður Þ. Reynisdóttir', Níels Ámi Ámason1, Valgarður Sigurðsson2, Birkir Þ. Bragason3, Kristrún Ólafsdóttir4, Karl Ólafsson5, Sveinn Guðmundsson1, Ólafur E. Sigurjónsson1'6 ‘Blóðbankanum Landspítala, 2blóðmeinafræðideild Landspítala, 3Tilraunastöð HÍ að Keldum, 4rannsóknastofu háskólans í meinafræði Landspítala, skvennadeild Landspítala, stækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík leifurth@landspitali.is Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna að Dlg7 er gen sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna í viðhaldi stofnfrumueiginleika frumna fyrir blóðmyndandi vef (Gudmundsson KO, et.al. Stem Cell 2007). Eftir því sem fruman sérhæfist dregur úr tjáning gensins. Þó svo forverafrumur æðaþels í blóði hafi ekki verið fullskilgreindar ríkir nokkur einhugur um að þær sé að finna þar að minnsta kosti í naflastrengsblóði. Markmið: Markmiðið með rannsókninni var að sýna fram á að hægt sé að rækta æðþels líkar frumur úr naflastrengsblóði og endursá þeim og að kanna tjáningamynstur Dlg7 í þroskunarferlinu. Aðferðir: Einkjama blóðfrumur (lymphocytes/monocytes) voru einangraðar úr naflastrengsblóði og ræktaðar í æti sérstaklega ætluðu til að fá fram frumur með æðaþelsfrumueiginleika. Æðaþelsfrumur úr naflastreng (HUVEC) voru notaðar sem viðmið. Tjáning markera fyrir æðaþelsfrumur var könnuð strax eftir einangrun og eftir ræktun/ þroskun, með frumuflæðisjá, til að staðfesta að breytingin hefði gengið í rétta átt.Tjáning Dlg7 var staðfest með RT-PCR, ónæmisbindingu (Western-blot) og ónæmislitun (immunohistochemsitry). Niðurstöður: Fullt samræmi var milli þeirra frumna sem ræktaðar vom úr naflastrengsblóði og HUVEC hvað varðar tjáningu CD markera og hæfileika þeirra til að mynda æðar á matrigeli. Engin tjáning á Dlg7 sást með RT-PCR og ónæmisbindingu í frumum strax eftir einangrun úr naflastrengsblóði. Eftir að frumurnar höfðu öðlast æðaþelsfmmueiginleika kom fram sterk tjáning á Dlg7 með RT-PCR. Þetta var staðfest með ónæmisbindingu og ónæmislitun með mótefni gegn Dlg7. Ályktun: Dlg7 er tjáð í æðaþelsfrumum þroskuðum frá frumum úr naflastrengsblóði og hefur mögulega hlutverki að gegna í þroskun æðaþelsfrumna í blóði. Vísindaráð Landspítala Árlega eru haldnir vísindadagar á Landspítala þar sem markverðar vísindaniður- stöður eru kynntar fyrir starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi og veittir styrkir og verðlaun til vísindamanna. Vísindaráð og vísinda-, mennta- og gæðasviði spítalans sjá um þessa vísindadaga. Vísindaráð á aðild að úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Landspítala og semur matsreglur í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir og með hliðsjón af matsreglum íslenskra háskóla. Þá er vísindaráð til Vtsindaráð skipa Gísli H. Sigurðsson læknir (formaður), skipaður af læknaráði Rósa Björk Barkardóttir yfimáttúrufræðingur (varaformaður), skipuð af forstjóra Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir hjúkmnarfræðingur, skipuð af hjúkmnarráði Herdís Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuð af hjúkrunarfræðideild HÍ Gunnar Guðmundsson læknir, skipaður af læknadeild HÍ Halldór Jónsson jr. læknir, skipaður af læknadeild HÍ Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur, skipaður af forstjóra Landspítala ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á spítalanum. Vísindaráð er til ráðgjafar um vísindastefnu og vísindastarf á sjúkrahúsinu og um verkefni sem snúa að háskóla- og vísindastarfi og þróun heilbrigðisvísinda. Vísindaráð er skipað sjö mönnum til fjögurra ára. Verkefnastjóri Vísindaráðs er Sigríður Sigurðardóttir, vísinda-, mennta- og gæðasviði. Varamenn Magnús Gottfreðsson læknir, skipaður af læknaráði Þórður Helgason heilbrigðisverkfræðingur, skipaður af forstjóra Landspítala Páll Biering hjúkmnarfræðingur, skipaður af hjúkmnarráði Guðrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, skipuð af hjúkmnarfræðideild HÍ Hannes Petersen læknir, skipaður af læknadeild HÍ Einar Stefán Bjömsson læknir, skipaður af læknadeild HÍ Inga Þórsdóttir matvælafræðingur og hjúkmnarfræðingur, skipuð af forstjóra Landspítala LÆKNAblaðið 2011/97 47

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.