Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Qupperneq 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Qupperneq 41
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 til að kanna tjáningu EGFR 1 og 2 í D492. Frumufjölgun og næmi fyrir EGF var rannsökuð og jafnframt var notast við þrívítt ræktunarlíkan til að kanna áhrif aukinnar EGFR tjáningar á myndun greinóttrar formgerðar. Niðurstöður og ályktun: Búnar hafa verið til frumulínur með aukna tjáningu EGFRl og 2, bæði af villigerð og sívirkt form (L858R). Frumur með yfirtjáningu á EGFRl og 2 sýna aukna frumufjölgun og hafa jafnframt minnkaða þörf fyrir EGF. Formgerð í þrívíðri ræktun er ennfremur breytt frá viðmiði, þar sem L858R frumur mynda óreglulegar bandvefsfrumulíkar frumuþyrpingar. Sívirkjun á EGFR minnkar þörf frumanna fyrir EGF og veldur óeðlilegum vexti í þrívíðri rækt. Áframhaldandi rannsóknir munu miða að þv£ að skilgreina betur hlutverk EGFR virkjimar í þrívfðum ræktimarmódelum og hlutverks þess í uppruna og framþróun brjóstakrabbameins. V-105 mirRNA og bandvefsumbreyting stofnfrumna i brjóstkirtli Bylgja Hilmarsdóttir1'2', Valgarður Sigurðsson1-2', Jón Þór Bergþórsson1-2, Sigríður Rut Franzdóttir1'2, Þórarinn Guðjónsson1'2, Magnús Karl Magnússon1,2'3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofa í blóðmeinafræði Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði HÍ *Jafnt framlag til verkefnisins byhl@hi.is Inngangur: miILNA eru einþátta RNA sameindir sem stjóma tjáningu próteina eftir umritun. milLNA geta ýmist verið æxlishvatandi eða æxlishamlandi og er tjáning þeirra oft riðluð £ krabbameinum. Meðlimir miRNA-200 fjölskyldunnar (miR-200a,-200b,-200c,-141) eru þekktir fyrir að vera mikilvægir fyrir viðhald eðlilegrar þekju og hamlandi á ifarandi æxlisvöxt og meinvörpun. Talið er að þessu áhrifum miRNA-200 þ'ölskyldunnar sé miðlað með hindrun á bandvefsumbreytingu krabbameinsfrumna (e. EMT; þekjufrumur taka upp svipgerð bandvefsfrumna). Við höfum sýnt fram á að æðaþel hvetur EMT ferlið í D492 stofnfrumulinu £ þrívfðri rækt. Tjáning ýmissa miRNA hefur verið tengt við EMT ferlið en hefur ekki áður verið skoðað i brjóstastofnfrumum. Efniviður og aðferðir: Tjáning allra þekktra miRNA var skoðað með örflögugreiningu (Illumina bead array) í brjóstastofnfrumum sem höfðu undirgengist EMT i samrækt með æðaþelsfrumum. Einnig var framkvæmt qRT-PCR og bisulfite raðgreining. Niðurstöður: Við EMT, sem einkennist m.a. af minnkaðri prótín tjáningu einkennisprótína brjóstaþekju, verður mikil breyting á tjáningu miRNA. Við sjáum minnkaða tjáningu allra meðlima miRNA-200 fjölskyldunnar. Einnig sést minnkuð tjáning af miRNA-203 sem er talið hafa hindrandi áhrif á stofnfrumueiginleika. Tilraunir sem mæla þessa eiginleika £ EMT brjóstastofnfrumum staðfestu þetta. Minnkuð tjáning miR200c og miR205 var staðfest með qRT-PCR. Stýrilsvæði miR200c-141 og miR205 reyndust vera methyleruð sem gæti útskýrt minnkaða tjáningu. Ennfremur voru mörg miRNA með aukna tjáningu og var þar mest áberandi aukin tjáning 14 miRNA gena sem tilheyra callipyge seti á litningi 14. Ályktun: Tap á einkennisprótínum þekju eru áberandi £ EMT og niðurstöður okkar sýna að allir meðlimir miRNA-200 fjölskyldunnar eru með minnkaða tjáningu £ EMT-brjóstastofnfrumum. Við sjáum einnig minnkun á miRNA-203 sem hefur verið tengt við tilurð krabbameinsstofnfrumna. Frekari vinna miðar að því að skoða nánar þau gen sem miRNA breytingar í kjölfar EMT hafa áhrif á. V-106 Hlutverk Prótein týrósín fosfatasa 1B í anoikis-frumudauða þekjufruma brjóstkirtils Bylgja Hilmarsdóttir u, Valgarður Sigurðsson* 1'2, Hekla Sigmundsdóttir3, Sævar Ingþórsson1-2, Sigríður Rut Franzdóttir1'2, Þórarinn Guðjónsson1,2, Magnús K. Magnússon1-2'3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði HÍ byhl@hi.is Inngangur: D492 er brjóstaþekjufrumulma með stofnfrumueiginleika sem búin var til með innskoti á E6 og E7 æxlisgenum frá vörtuveiru 16. Innskotsstaður retróveirunnar £ D492 er á litningi 20ql3.1, en það svæði er oft magnað upp í brjóstakrabbameini. Það gen sem er næst innskotstað veirunnar er genið sem kóðar fyrir prótein týrósín fosfatasa 1B (PTPIB). Rannsóknir benda til að PTPIB hvati framþróun æxlisvaxtar i ErbB2 jákvæðum brjóstaæxlum og að PTPIB gegni hlutverki £ myndun skriðfóta (invadopodia) £ krabbameinsfrumum. PTPIB er yfirtjáð £ D492 og hindrun á PTPIB veldur frumudauða i D492. D492 er þvi kjörin frumulma til að rannsaka PTPIB og hlutverk þess i stofnfrumum brjóstkirtilsins og framþróun krabbameina í brjósti. Efniviður og aðferðir: f rannsókninni voru frumur ræktaðar i tvivfðri og þrívfðri rækt. Frumur voru meðhöndlaðar með lyfjahindra og einnig var framkvæmd mótefnalitun, Western blettun og flæðifrumusjárgreining. Niðurstöður: PTPIB hindri framkallar stýrðan frumudauða £ D492. Frumudauðinn hefur svipgerð anoikis, sem er stýrður frumudauði sem framkallast þegar fruma missir tengsl við millifrumuefnið. Src tyrosine kinasann, sem meðal annars hefur það hlutverk að vernda frumuna frá anoikis, er óvirkjaður í D492 eftir hindrun á PTPIB. Hindrun á PTPIB í D492 minnkar einnig tjáningu á E-cadherin, claudinl og FAK (focal adhesion kinase) en það eru allt prótein sem eru mikilvæg fyrir tengsl frumna sfn á milli frumna og/eða við millifrumuefnið. Ályktanir: Sifellt fleiri vfsbendingar koma fram sem benda til að PTPIB gegni mikilvægu hlutverki í brjóstakrabbameinum. Okkar niðurstöður benda til að PTPIB gegni hlutverki í viðhaldi tengipróteina og geri þar með frumum kleift að komast hjá anoikis frumudauða. Áframhaldandi rannsóknir miða að því að rannsaka frekar hlutverk PTPIB í anoikis og skoða önnur prótein sem taka þátt í þeim boðferli. V-107 Þrívítt frumuræktunarlíkan til rannsókna á greinóttri formgerð mannslungans Signður Rut Franzdóttir1, Ari Jón Arason1, Ólafur Baldursson3, Þórarinn Guðjónsson1-, Magnús Karl Magnússon1-2-3 'Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum, lífvísindasetri Læknagarðs, HÍ, 2rannsóknastofa í blóðmeinafræði Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði HÍ, Mungnalækningadeild Landspítala tgudjons@hi.is Inngangur: Berkjutréð myndast i ferli sem nefnt er greinótt form- myndun, þar sem hópar þekjufrumna vaxa út frá stofni og greinast í sífellt smærri loftvegi. Þekking á þroskunar- og sameindalíffræði mannslungans er afar takmörkuð og byggir að mestu á niðurstöðum úr nagdýrum, en aukin þekking gæti komið að miklu gagni við meðhöndlun fyrirbura og alvarlegra lungnasjúkdóma. Skortur er á frumulinum og ræktunarlíkönum til rannsókna á greinóttri formmyndun mannslungans. Við höfum nú þróað þrívítt frumuræktarlíkan sem byggir á þekjufrumulínu (VA10) í samrækt með æðaþelsfrumum og sett upp lentiveirukerfi með það að markmiði að örva eða bæla tjáningu mikilvægra þroskunargena eins og FGF, FGFR2 og Sprouty í þessu líkani til að skoða hlutverk þeirra í formmyndun lungans. Efni og aðferðir: í þrívíða ræktunarkerfinu eru VA10 frumur ræktaðar LÆKNAblaðið 2011/97 41

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.