Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 35
V í S I N D I A VORDOGUM FYLGIRIT 68 í kjölfarið, staðfesti áreiðanleika aðferðanna, sem settar voru upp frá grunni á rannsóknarstofunni. Niðurstöður: Búið er að skoða tvö gen, ER lipid raft associated 2 (Erlin2) og Like-SM-1 (LSMl). Erlin2 og LSml eru tjáð í kirtilþekjufrumum en ekki í vöðvaþekjufrumum eða öðrum frumum brjóstavefjarins. Erlin2 er staðsett í umfrymi en LSMl í umfrymi og kjarna. Við siRNA miðlaða bælingu tókst, í báðum tilfellum, að minnka tjáningu prótínanna svo hún varð minni en í MCF7, viðmiðunarfrumlínunni, en bæling á tjáningu genanna hefur ekki áhrif á lifun frumnanna. Alyktanir: ERLIN2 og LSMl eru tvö þeirra gena sem eru yfirtjáð í brjóstaæxlum með magnanir á litningi 8pl2, en bæling á tjáningu þeirra hefur ekki áhrif á lifun í þeim brjóstafrumumódelum sem notuð voru í rannsókninni. V-87 Greiningar á DNA skemmdum af völdum útfjólublárra geisla með tvívíðum rafdrætti Bjarki Guðmundsson1-, Wendy Dankers1, Guðmundur H. Gunnarssonu, Hans G. Þormaru, Jón Jóhannes Jónssonu 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu, læknadeild HÍ, 2Lífeind ehf, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala bjarkigu@hi.is Inngangur: Geislun af völdum útfjólublás ljóss (UVA 315-400 nm og UVB 290-315 nm) er ein helsta orsök húðkrabbameina. Þrjár algengustu gerðir DNA skemmda af völdum UV geislunar eru cýklóbútan pyrimídín tvennd (CPD), (6-4) ljósskemmd og Dewar skemmd en þær eru allar basabreytingar og valda bognun á DNA sameindum. Við prófuðum að nota tvívíðan rafdrátt til að greina skemmdir í flóknum DNA sýnum og frumuræktum meðhöndluðum með UV geislum. Aðferðir: Hreinsað DNA var skorið með Mbol og geislað með UVB (5-30 J/cm2) í dropum á Petri skál. HeLa frumur voru einnig UVB geislaðar (15-45 J/cm2), DNA var einangrað úr þeim og það skorið með MboI. Sýnin voru greind með tvívíðum þáttaháðum rafdrætti (2D-SDE) og tvívíðum lögunarháðum rafdrætti (2D-CDE). Ava\ skorið lambda DNA var meðhöndlað með UVA (44 J / cm2) og greint á sama hátt. Einnig var DNA meðhöndlað með cisplatíni og það greint með 2D-SDE. Niðurstöður: UVB skemmt DNA færðist fyrir framan tvíþátta DNA á 2D-CDE eins og vænta mátti því basaskemmdirnar valda bognun á DNA sameindum. UVA geislun á lambda DNA olli einnig myndun búta sem færðust fram fyrir boga af tvíþátta DNA með 2D-SDE. Greining á UVB meðhöndluðu DNA með 2D-SDE sýndi hins vegar nýjan DNA boga sem var staðsettur fyrir aftan bogann fyrir tvíþátta DNA. Hlutfall aftari bogans jókst með auknum UVB skammti. Sami bogi sást í erfðaefni fruma sem voru UVB geislaðar. Eftir meðhönldun DNA með cisplatíni kom sams konar bogi fram. Ályktanir: 2D-SDE og 2D-CDE eru hentugar aðferðir til að greina DNA skemmdir vegna UV geislunar. Þekkt er að cisplatín veldur myndun krosstengsla í DNA, en í seinni rafdrætti 2D-SDE færast DNA sameindir með slíka byggingu hægar en óskemmt tvíþátta DNA. DNA bogi sem færist fyrir aftan tvíþátta DNA á 2D-SDE eftir UVB geislun bendir því til myndunar krosstengsla í DNA í meira mæli en áður var talið. V-88 Metýlun stjórnraðar og tjáning Lactoferrins í lungnaæxlum Þórgunnur E. Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Sigrún Kristjánsdóttir', Kristrún Ólafsdóttir1, Páll H. Möller3, Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson1, Jóhannes Bjömsson1, Sigurður Ingvarsson5 'Rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, Islenskri erfðagreiningu, 3skurðlækningasviði Landspítala, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmur, miraunastöð Hí í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali.is Inngangur: Lactoferrin (LF) genið er staðsett á litningasvæði sem kallað er CERl (common eliminated region 1). Svæðinu sem er á 3p21.3 er oftast eytt úr erfðaefni æxla sem myndast út frá samrunafrumum sem ræktaðar eru í ónæmisbældum músum. Einnig höfum við fundið mjög háa tíðni úrfellinga (loss of heterozygosity) á þessu svæði í lungnaæxlum úr mönnum. Lf hefur bæði verið tengt við aukningu og bælingu æxlisvaxtar. Markmið: Að skoða genetískar og epigenetískar breytingar auk tjáningu Lf. Aðferðir: Utraðir LF voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir breytileika í 70 lungnaæxlum og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá breytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Metýlun var könnuð með því að raðgreina bísúlfítmeðhöndluð erfðaefnissýni úr 14 lungnaæxlum og eðlilegum vef til samanburðar. Mótefnalitun var notuð til að kanna tjáningu próteinsins í 60 lungnaæxlum og aðlægum eðlilegum vef, flest æxlanna voru adenocarcinoma eða squamous cell carcinoma. Niðurstöður: I LF geninu fundum við breytileika £ exoni 2 í hárri tíðni (39%) miðað við viðmið (27%). Um er að ræða þekkta basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T) en breytingin hefur ekki verið tengd við æxlisvöxt. Á stjómröð gensins eru 14 CpG staðir. Við fundum metýlun bæði £ eðlilegum vef og æxlisvef, en £ auknum mæli £ æxlum. Samkvæmt okkar niðurstöðum voru CpG staðir númer 3,4,5 og 14 meira metýleraðir £ æxlum en £ viðmiði. Engin Lf tjáning fannst i 92% æxla. Ályktun: I fyrri rannsókn fundum við mjög háa tíðni úrfellinga á CERl sem bendir til þess að á svæðinu geti verið eitt eða fleiri æxlisbæligen. Tjáning á Lf próteininu er minnkuð/engin i flestum æxlanna. Metýlun á stjómröð LF er meiri í æxlum. Stökkbreytingar eru sjaldgæfar í LF geninu. V-89 Áhrif fjölsykra úr íslenskum fléttum og cyanóbakteríu á ónæmissvör THP-1 mónócýta Guðný Ella Thorlacius1'21, Sesselja Ómarsdóttir4, Elín Soffía Ólafsdóttir4, Amór Víkingsson1, Ingibjörg Harðardóttir3, Jóna Freysdóttir1-2 'Rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, 4lyfjafræðideild HÍ getl@hi.is Inngangur: Notkun flétta á borð við fjallagrös á sér langa sögu i alþýðulækningum og vitað er að sykrur úr fléttum, sveppum og þörungum hafa margskonar áhrif á ónæmiskerfið. Lftíð er þó vitað um áhrif fléttanna klappaslembru (Collema glebulentum, C.g.) og hreisturslembru (Collema flaccidum, C.f.). Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif grófhreinsaðra fjölsykra úr klappaslembru, hreisturslembru og cýanóbakteríumú Nostoc commune (N.c.) sem finnst i þessum fléttum á frumuboðamyndun og ferla sem leiða til frumuboðamyndunar í mónócýtum. Efniviður og aðferðir: THP-1 mónócýtafrumulina var ræktuð með IFN-y £ 3 klst og sfðan örvuð með inneitri (LPS). Fjölsykrum i styrkjunum 1, 10 og 100 pg/mL var bætt við samhliða IFN-y eða LPS. Styrkur frumu- boðanna IL-6, IL-10, IL-12p40 og TNF-a auk prostaglandin E2 var LÆKNAblaðið 2011/97 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.