Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Síða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Síða 11
V í S I N D I A VORDOGUM FYLGIRIT 68 ræna atferlismeðfeð í hóp á geðsviði Landspítala eða á heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður voru byggðar á svörum 100 sjúklinga á báðum spurningalistum fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður: Áhrifastærð (Cohen's d) fyrir breytingarskor á PSYCHLOPS var töluvert stærri (d=1,27) en á CORE-OM (d=0,74), f=7.53, p<0.001, sem gefur til kynna meira næmi fyrir breytingum. Stuðningur við samtíma- og samleitniréttmæti PSYCHLOPS kom fram með nokkrum aðferðum, meðal annars var sterk fylgni milli heildar breytingarskors á PSYCHLOPS og CORE-OM (Spearman's rho=0.7\, p<0.001), og var góð fylgni milli sambærilegra þátta mælitækjanna tveggja. Innri samkvæmni atriða (Cronbach's alpha) á PSYCHLOPS var 0,85 við upphaf meðferðar. Ályktun: PSYCHLOPS er mjög næmt fyrir breytingum við lok meðferðar, hefur viðunandi innri áreiðanleika og gott réttmæti. PSYCHLOPS virðist því vera hentugt mælitæki til að meta breytingar á sálrænum vanda eftir meðferð og góð viðbót við önnur hefðbundnari mælitæki. V-10 Aðferðirtil að draga úr fitufordómum - samantekt birtra rannsókna Sigrún Daníeisdóttir* 1, Kerry O'Brien2, Anna Ciao3 ‘Geðsviöi Landspítala, 2Monash Háskóli, Victoria, Ástralíu, 3Háskólanum í Hawaii, Honolulu sigrdan@lsh.is Inngangur: Fitufordómar eru algengir í vestrænum samfélögum og hafa slæm áhrif á líðan, heilsu, afkomu og lífsgæði þeirra sem fyrir þeim verða. Mikilvægt er að leita leiða til þess að draga úr slíkum fordómum og auka virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. Markmið: Tilgangur þessa yfirlits var að finna og greina frá niðurstöðum rannsókna sem kannað hafa aðferðir til þess að draga úr fitufordómum. Aðferð: Nákvæm leit í helstu gagnasöfnum heilbrigðisvísinda (PubMed, Psychlnfo, Scopus) leiddi í ljós 16 birtar rannsóknir þar sem reynt var að draga úr fitufordómum. Niðurstöður: Afar fáar rannsóknir hafa verið framkvæmdar í þeim tilgangi að draga úr fitufordómum. Aðferðafræðilegir vankantar takmarka auk þess túlkun á niðurstöðum flestra rannsókna sem birtar hafa verið. Rannsóknir sem nýta sterkari rannsóknarsnið hafa í besta falli gefið misjafnar niðurstöður um árangur. Þrátt fyrir að nokkrar rannsóknir greini frá jákvæðum breytingum á skoðunum og þekkingu varðandi orsakir offitu í kjölfar inngripa, þá leiðir það yfirleitt ekki til minnkunar á fitufordómum. Rannsóknir á inngripum sem byggja á viðteknum venjum og félagslegu samþykki fordóma lofa góðu en eru ennþá mjög fáar. Ályktun: Slakur árangur við minnkun fitufordóma bendir til þess að aðrir þættir, eða fleiri þættir, en þeir sem rannsakaðir hafa verið hingað til liggi til grundvallar fordómum vegna holdafars. Frekari rannsóknir ættu að kanna nýjar leiðir við að draga úr slíkum fordómum. í ljósi þess hve sterkir og útbreiddir þessir fordómar reynast vera, eru auknar rannsóknir á þessu sviði bæði þarfar og brýnar. V-11 Karlmenn sem leggjast inn á geðdeild og afplána dóm í fangelsi Steinn Steingrúnsson1'3, Hafdís Guðmundsdóttir2, Thor Aspelund3, Martin Ingi Sigurðsson3, Andrés Magnússonu 'Geðdeild Landspítala, 2Fangelsismálastofnun, 3HÍ steinnslein@gmail.com Inngangur: Karlar með alvarlegar geðraskanir og/eða fíknisjúkdóm eru í aukinni áhættu á að afplána dóm í fangelsi miðað við almennt þýði. Markmið: Karlmenn sem höfðu verið innlagðir á geðdeild voru rannsakaðir. Meginmarkmiðið var að athuga hvort það að hafa verið í fangelsi yki dánarlíkur þeirra. Aðferðir: Rannsóknin náði til allra karla (18 ára og eldri) sem lögðust inn á geðdeildir fslands frá 1983 til 2008. Leitað var í gagnagrunni Fangelsismálastofnun að einstaklingum sem afplánuðu dóm á sama tímabili. Dánarorsök var fengin frá Hagstofu Islands. Tilfella-viðmiða (1:3) rannsóknarsnið var notað. Viðmið uppfylltu eftirfarandi skilyrði; svipað innlagnarár (±5 ár) og aldur við innlögn (±5 ár) og viðmiðin þurftu að hafa lifað a.m.k. jafn langan tíma eftir innlögn og tíminn sem leið milli innlagnar tilfellis og afplánunar. Fyrir bæði tilfelli og viðmið var einungis teknir með einstaklingar með fíknisjúkdóm. Lifun var reiknuð með Cox-áhættuþáttalíkani þar sem leiðrétt var fyrir aldri, innlagnarári og geðgreiningar. Niðurstöður: Alls lögðust 7,670 karlar inn á geðdeild á tímabilinu og af þeim höfðu 815 afplánuðu dóm í fangelsi. Af þeim voru 749 með fíknisjúkdóm. Áhættuhlutfallið var 2,1 fyrir allar dánarorsakir (95%-öryggisbil=l,6-2,7). Þegar eingöngu var litið á dánartíðni vegna slysfara eða sjálfsvígs þá var áhættuhlutfallið 2,5 (95%-öryggisbil=l,7-3,6). Ályktun: Afplánun dóms í fangelsi er algeng meðal inniliggjandi karlmanna á geðdeildum á íslandi. Dánartíðni þessara einstaklinga er verulega aukin, sérstaklega þegar dánarorsökin er slys eða sjálfsvíg. V-12 Beinþéttni og lystarstol Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir1, Guðlaug Þorsteinsdóttir2, Ólafur Skúli Indriðason3, Gunnar Sigurðsson1,4 1 Læknadeild HÍ, 2geödeild,3nýmalækningadeild, 4innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala gunmrs@landspitali.is Inngangur: Lystarstol einkennist af takmarkaðri fæðuinntöku, lágri líkamsþyngd og tíðastoppi. Upphaf sjúkdómsins er venjulega á unglingsárunum þegar mesta aukning á beinmagni á sér stað. Há- marksbeinmagni hvers einstaklings er að mestu náð um tvítugt í mjöðm og fyrir 25 ára aldur í hrygg en það ræður miklu um hvort konan fær beinþynningu eftir miðjan aldur þegar hún fer að tapa beini. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna beinþéttni ungra kvenna með lystarstol á íslandi og bera saman við slembiúrtak ungra kvenna til að öðlast betri skilning á mögulegum orsakaþáttum á lágri beinþéttni svo unnt verði að beita forvörnum. Aðferðir: Þýði var fundið með því að leita þeirra kvenna sem hlotið höfðu meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans og farið íbeinþéttnimælingu á aldrinum 18-40 ára. Samanburðarhópur var slembiúrtak þrítugra kvenna (n=58). Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám og stöðluðum spumingalista. Niðurstöður: Fjörutíu konur uppfylltu skilyrðin (ICD10 = F50,0 eða 50,1) og 26 þeirra höfðu farið í fleiri en eina beinþéttnimælingu. Beinþéttni í lendhrygg og lærleggshálsi var 16-17% lægri í lystarstolshópnum en í samanburðarhópi sem samsvarar rúmu einu staðalfráviki. Veruleg fylgni var við líkamsþyngd í báðum hópum, innan lystarstolshópsins var mesta fylgnin við lægstu þyngd í veikindum (r=0,48, p<0,01). Einnig var veruleg fylgni milli beinþéttni og magns mjúkvefjar í báðum hópum (r=0,42-0,59, p<0,01). Beinþéttnin hækkaði í þeim lystarstolssjúklingum sem náðu því að vera yfir líkamsþyngdarstuðli 17,5 milli tveggja beinþéttnimælinga. Ályktanir: Niðurstöður okkar staðfesta tengsl lystarstols við verulega lága beinþéttni sem tengist mest líkamsþyngd og líkamsþyngdarstuðli á svipaðan hátt og í samanburðarhópnum. Hámarksbeinmagn einstaklings LÆKNAblaðið 2011/97 11

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.